Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur ritar pistil um völd og áhrif lífeyrissjóðanna á mbl.is. Hann bendir á að stærð sjóðanna sé gríð- arleg og að þeir séu í lykilhlutverki á íslenskum hluta- bréfamarkaði með um helming alls hlutafjár í Kauphöll- inni og að auki yfir- gnæfandi á skulda- bréfamarkaði. „Þó að fjárfestingar þeirra eigi fyrst og fremst að taka mið af ávöxtun til að tryggja sjóðs- félögum sínum lífeyri í ellinni virð- ast margir freistast til að líta á þá sem valdatæki til að ná fram póli- tískum markmiðum sínum,“ segir Sigurður.    Hann heldur áfram: „Það erhægt að taka undir með þeim sem gagnrýna Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki brugðist við og tekið á þessum skuggastjórnendum sem birtust með heldur augljósum hætti í aðdraganda útboðs Ice- landair. Nema eftirlitið kjósi að taka þetta ekki alvarlega í ljósi þess að viðkomandi séu hvort sem er lítt marktækir! Það hlýtur að kalla á sérstaka rannsókn að stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna skyldi ekki taka þátt í útboðinu, sérstaklega þegar horft er til fjölda sjóðsfélaga hjá félaginu og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf í landinu. Það eitt kallar ekki á þátttöku en hjásetan þarf að byggja á málefnalegum for- sendum.“    Afskipti forystumanna í verka-lýðshreyfingunni af lífeyris- sjóðunum er alvarlegt vandamál sem nauðsynlegt er að tekið sé til skoðunar. Um leið gefur það ástæðu til að endurmeta hve hátt hlutfall sparnaðar fer í hefðbundinn skyldu- lífeyrissparnað, eins og Sigurður bendir á. Eðlilegt er að skoða hvort ekki sé ástæða til að stærri sneið fari í séreignarsparnaðinn. Sigurður Már Jónsson Misnotkun kallar á endurskoðun STAKSTEINAR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Til stendur að rífa hús í Hafn- arbyggð 16 á Vopnafirði sem hann- að var af Sigvalda Thordarson arki- tekt. Samþykkt var deiliskipulagsbreyting þess efnis á sveitarstjórnarfundi nýverið. Fulltrúar minnihluta úr Samfylk- ingu settu sig upp á móti breyting- unni í bókun og vilja að húsinu sé fengið nýtt hlutverk í ljósi þess að um menningarverðmæti sé að ræða þar sem byggingin sé „menning- arvarða um horfinn listamann“. Fimm manna meirihluti Fram- sóknarflokks og Ð-lista Betra Sig- túns samþykkti breytingarnar. Húsið stendur á svæði þar sem Brim hefur starfsemi og er talið hafa áhrif á aðkomu starfsmanna að vinnustaðnum. Fram kemur að óskað var eftir umsögnum um skipulagsbreyt- inguna. Segir m.a. í umsögn að Minjastofnun telji að húsið geti orð- ið lyftistöng fyrir bæjarfélagið ef því verði fengið nýtt hlutverk og að það sé hluti af atvinnusögu bæj- arins og hannað af listamanni í heimabyggð. Fram kom á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um málið að húsið væri í slæmu ástandi og að eigandi hússins hefði ekki not fyrir það. Niðurstaða nefndarinnar var því að heimila niðurrif. Hyggjast rífa hús hannað af Sigvalda  Húsið í slæmu ástandi  Minnihluti vill finna húsinu nýtt hlutverk í bænum Hafnarbyggð 16 Til stendur að rífa hús sem hannað var af Sigvalda. Stefnt er að opnun nýs veitinga- staðar í nýbyggingunni við Klapp- arstíg þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Staðurinn sem um ræðir ber heitið Vængjavagninn. Hefur staðurinn notið umtalsverðra vinsælda undanfarin misseri en Vængjavagninn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, fram til þessa verið veitingastaður á hjólum. Í október má hins vegar gera ráð fyrir að breyting verði þar á. Framkvæmdir eru vel á veg komnar og ekki eru nema örfáar vikur þar til staðurinn verður opnaður. Vængjavagninn verður ekki eini staðurinn í húsinu, en auk hans verða fjölmargir aðrir söluaðilar á svæðinu. Hugmyndin með opnun veitingastað- anna er að búið verði til húsnæði sem hýsir fínni útgáfu af götubitastemn- ingu án þess þó að taka sjarma götu- bitans. Þá verður sömuleiðis starf- ræktur „pop up“-bar en fjöldi viðburða verður í gangi samhliða. Til að byrja með verður opið frá fimmtu- degi til sunnudags. Með þessu eru vonir bundnar við að hægt verði að gæða svæðið lífi að nýju. aronthordur@mbl.is Ljósmynd/Vængjavagninn Aðstaða Framkvæmdir eru vel á veg komnar, en eins og sjá má á myndinni er aðstaðan nær fullbúin. Skammt er þar til staðurinn verður opnaður. Opna á Klapparstíg  Vængjavagninn opnaður þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.