Morgunblaðið - 22.09.2020, Page 10
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sterkar kröfur samfélags og yfir-
valda um öfluga heilbrigðisþjón-
ustu í heimabyggð ráða því að
hallarekstur í starfsemi Heilbrigð-
isstofnunar Vestfjarða á þessu ári
er óumflýjanlegur. Veltan í ár er
um 2,7 milljarðar króna og þar af
eru framlög ríkisins 2,3 milljarðar.
Sértekjur eru áætlaðar um 400
milljónir króna en umfang starf-
seminnar og kostnaður sem því
fylgir valda því að árið verður
væntanlega gert upp í halla upp á
annað hundrað milljónir króna. Þá
eru ekki með í breytunni útgjöld
vegna Covid-faraldursins sem
verður bættur síðar og sérstak-
lega.
Þunginn í starfsemi Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða er á Ísafirði.
Þar eru 15 rúm á sjúkradeild, fæð-
ingarþjónusta, skurðstofa, heilsu-
gæsla og þjónusta sérfræðilækna,
sem koma reglulega að sunnan. Á
sjúkrahúsinu á Patreksfirði eru tvö
sjúkrarúm og öll almenn læknis-
þjónusta veitt. Á Ísafirði, Patreks-
firði, í Bolungarvík og á Þingeyri
eru svo rekin hjúkrunarheimili fyr-
ir tæplega 60 íbúa. Alls eru um
170 stöðugildi við stofnunina, og
um 70% þeirra eru á Ísafirði.
100 veiktust á Vestfjörðum
„Kórónuveiran hefur verið mikil
áskorun,“ segir Gylfi Ólafsson, for-
stjóri stofnunarinnar. „Við þurft-
um að bregðast hratt við þegar
kórónuveirufaraldurinn fór að láta
á sér kræla. Í febrúar og mars
hófum við að undirbúa það sem
verða vildi og svo kom aldan um
mánaðamótin mars-apríl.“
Alls veiktust rúmlega 100 manns
á norðanverðum Vestfjörðum af
Covid-19. Átta lögðust inn fyrir
vestan eða voru sendir til Reykja-
víkur eða Akureyrar til sérhæfðari
meðferðar. Samfélagslega var
þungi faraldursins þó hvergi meiri
en í Bolungarvík, þar sem um 6%
af 930 bæjarbúum voru veik, á
sama tíma og um fjórðungur íbúa
var í sóttkví á tímabili.
„Sjálfsagt réð tilviljun því að
veiran stakk sér svona bratt niður
í Bolungarvík. Veruleikinn er samt
sá að þegar fólk með veiruna er
einkennalaust og fer víða um smit-
ast veiran hratt. Þetta er afar
lúmskt,“ segir Gylfi. Bætir við að
þegar veiran var í algleymingi hafi
fólk á öllum póstum íslenska heil-
brigðiskerfisins starfað þétt sam-
an. Línur voru lagðar á reglu-
legum samráðsfundum forstjóra
heilbrigðisstofnana landsins með
landlækni og fleirum – sem haldnir
voru oft í viku á tímabili.
Upplýsingar og
engin leyndarmál
„Heilbrigðiskerfið stóðst mikla
þolraun í faraldrinum sem vissu-
lega er enn ekki lokið. Reynslan
frá þessum dögum í fyrravetur
segir okkur sem störfum úti á
landi hve mikilvægt er að á heil-
brigðisstofnunum sé vel þjálfað
starfsfólk, góður tækjabúnaður og
geta til að sinna helstu verk-
efnum,“ segir Gylfi og heldur
áfram:
„Stóra lærdóminn af þessu öllu í
fordæmalaustu ástandi tel ég ann-
ars vera þann hve góð og fumlaus
upplýsingamiðlun er mikilvæg.
Daglegir fundir þríeykisins í sjón-
varpinu, þar sem allt er uppi á
borðum, hafa verið afar mikilvægir
og bókstaflega haldið þjóðinni
saman. Á hverri heilbrigðisstofnun
landsins hefur starfsfólki, almenn-
ingi og fjölmiðlum verið sagt frá
því hver staðan er. Engin leyndar-
mál. Samstaðan á þessum tímum
hefur líka verið einstök; ég var í
reglulegum samskiptum til dæmis
við heilbrigðisráðherra, landlækni,
bæjarstjóra, lögreglustjóra og ann-
að forystufólk meðan mest gekk á.
Þá voru falleg orð í bréfi frá for-
seta Íslands okkur hér á stofn-
uninni mikil hvatning. Við héldum
einnig borgarafundi í beinni út-
sendingu á Facebook sem lukk-
uðust mjög vel við að koma réttum
upplýsingum á framfæri og svara
spurningum sem auðvitað voru
ótalmargar.“
Hallarekstur er óumflýjanlegur
Áskoranir í starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Á annað hundrað milljónir í mínus á
árinu Heilbrigðiskerfið stóðst þolraun Veiran er lúmsk Umhverfi hefur áhrif á heilbrigði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísafjörður Sjúkrahús og hjúkrunarheimili eru á sama stað, en starfsemi
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða er fjölþætt og þjónustan víðtæk.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forstjórinn Á heilbrigðisstofnunum úti á landi er vel þjálfað starfsfólk, góð-
ur tækjabúnaður og geta til að sinna verkefnum, segir Gylfi Ólafsson.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
Gylfi Ólafsson segir skýra kröfu úr
samfélaginu á Vestfjörðum að á
Ísafirði sé til dæmis skurðþjónusta
og fæðingarstofa og að á öðrum
stöðum sé boðleg heilbrigðisþjón-
usta. Þetta kunni að vera dýrt
hlutfallslega miðað við hvað gerist
á stærri heilbrigðisstofnunum, en
þar komi á móti að sitt kosti að
reka samfélag. Núverandi fyrir-
komulag sé klárlega þjóðhagslega
hagkvæmt. Heilbrigðisstofnanir
og þjónusta þeirra ráði hins vegar
ekki um heilsu og líðan fólks, enda
þótt mikilvægar séu.
„Alþjóðlegar rannsóknir sýna að
heilbrigðiskerfið er í 6. sæti þegar
kemur að áhrifaþáttum heil-
brigðis. Tekjur, félagsleg staða,
menntun, umhverfi og erfðir ráða
miklu um hvernig fólki almennt
heilsast. Allt eru þetta þættir sem
klárlega eru í góðu lagi hér á Vest-
fjörðum – enda skorum við hér
vestra hátt í lýðheilsuvísum sem
Embætti landlæknis tekur sam-
an,“ segir Gylfi og að síðustu:
„Sjálfur hef ég til dæmis hvatt
fólk til þess að nota reiðhjól til að
komast leiðar sinnar í daglegum
ferðum, enda aðstæður til þess
frábærar til dæmis hér á Ísafirði
þar sem byggðin er að mestum
hluta á rennisléttri eyri. Og svona
eigum við almennt að nýta það
sem býðst í nærumhverfi okkar til
að efla heilsuna, þótt slíkt sigri
auðvitað ekki kórónuveiruna eða
kreppuna sem af henni hefur
leitt.“
Nýta nærumhverfið
til heilsueflingar og útivistar
VESTFIRÐIR SKORA HÁTT Í LÝÐHEILSUVÍSUM LANDLÆKNIS
Bryndís Pétursdóttir
leikkona lést sl. mánu-
dag, 21. september,
tæplega 92 ára að aldri.
Bryndís fæddist 22.
september 1928 á Vatt-
arnesi í Fáskrúðsfirði
en flutti með fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur er
hún var sex ára. For-
eldrar hennar voru
Pétur Sigurðsson,
bóndi og vitavörður, og
Guðlaug Sigmunds-
dóttir framkvæmda-
stjóri.
Bryndís gekk í Verzl-
unarskóla Íslands en fór 16 ára í
Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og
útskrifaðist þaðan. Hún steig fyrst á
svið undir leikstjórn Lárusar sem
Cecilía í Jónsmessudraumi á fá-
tækraheimilinu 18. nóvember 1946.
Hún sté fyrst leikara á svið í vígslu-
sýningu Þjóðleikhússins sem Guðrún
í Nýársnóttinni.
Í Þjóðleikhúsinu lék Bryndís uns
hún lét af störfum fyrir aldurs sakir
ef frá eru talin nokkur leikrit hjá
Leikfélagi Reykjavíkur auk þess að
taka þátt í leikriti hjá Leikfélagi
Akureyrar. Á yngri árum fór Bryn-
dís á sumrum í margar leikferðir
um landið.
Meðal minnisstæðra
hlutverka Bryndísar
við Þjóðleikhúsið eru
Rósalind í Sem yður
þóknast, Helga í
Gullna hliðinu (’52 og
’55), Sybil í Einkalífi,
Sigríður í Pilti og
stúlku, Leónóra í Æði-
kollinum, Ismena í
Antígónu Anouhils,
Essí í Er á meðan er,
Sigrún í Manni og
konu, Doris í Brosinu
dularfulla, María mey
í Gullna hliðinu, Júlía í
Romanoff og Júlíu,
Helena Charles í Horfðu reiður um
öxl, Louise í Eftir syndafallið, Vala í
Lausnargjaldi, Enuice í Sporvagn-
inum Girnd og Munda í Stalín er
ekki hér. Síðast lék hún Helgu í
Kaffi eftir Bjarna Jónsson á Litla
sviði Þjóðleikhússins árið 1998.
Bryndís lék einnig í kvikmynd-
um, sjónvarpi og útvarpi. Hún fór
m.a. með aðalhlutverk í fyrstu ís-
lensku talsettu kvikmyndunum Milli
fjalls og fjöru og Niðursetning-
unum.
Eiginmaður Bryndísar var Örn
Eiríksson loftsiglingafræðingur,
hann lést 1996. Synir þeirra eru Ei-
ríkur Örn, Pétur og Sigurður.
Andlát
Bryndís Pétursdóttir
leikkona