Morgunblaðið - 22.09.2020, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.09.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veld- ur, mun á næstu vikum fjölga um- talsvert á Bretlandseyjum verði ekki gripið til hertra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta hefur fréttaveita Reuters eftir Chris Whitty, landlækni Breta. Tölur bandaríska háskólans Johns Hopkins sýndu í gær að dauðsföll vegna Covid-19 eru komin yfir 960 þúsund á heimsvísu, langflest í Bandaríkjunum eða rétt tæplega 200 þúsund. Fast á eftir koma Brasilía, um 137 þúsund látnir, og Indland með um 88 þúsund dauðsföll. Skráð dauðsföll á Bretlandi vegna veirunnar eru nú um 42 þúsund og er það fimmta hæsta dánartala á heimsvísu. Alls eru staðfest tilfelli þar um 397 þúsund og hefur þeim fjölgað um sex þúsund daglega und- anfarna viku. Landlæknir Breta var- ar nú við aðgerðaleysi; verði ekkert að gert kann svo að fara að í október verði dagleg smit orðin 50 þúsund. Gerist það má búast við um 200 dauðsföllum á degi hverjum. „Haldi þessi þróun áfram mun dauðsföllum af völdum Covid halda áfram að fjölga,“ hefur Reuters eftir Whitty sem heldur áfram: „Ef við bregðumst ekki nægjanlega við mun veiran fara á flug og við erum á þeirri leið núna. Og ef við breytum ekki um stefnu munum við lenda í miklum vandræðum.“ Þá segjast sóttvarnayfirvöld á Bretlandseyjum telja innan við 8% þjóðarinnar hafa mótefni gegn kór- ónuveirunni. Hugsanlegt sé þó að um 17% íbúa Lundúna séu með mót- efni, erfitt sé að slá því föstu. Víða í mikilli sókn Veiran er um þessar mundir í mik- illi sókn víða um heim. Þannig fjölg- aði til að mynda staðfestum tilfellum í Íran um rúmlega 3.300 á einum sól- arhring. Er það mesti fjöldi nýsmita frá því í júní sl., en alls eru staðfest smit þar rúmlega 425 þúsund og dauðsföll um 24.500. Heilbrigðisstarfsfólk í Nígeríu lagði niður störf í byrjun mánaðar til að mótmæla slæmum aðbúnaði og skorti á hlífðarbúnaði. Hópurinn hef- ur nú snúið aftur til vinnu, án þess þó að aðbúnaður hafi skánað, að sögn Reuters. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna verkfallinu lauk. Staðfest tilfelli kórónuveiru þar eru rúmlega 57 þúsund og dauðsföll um 11 þúsund talsins. Varar við fleiri dauðsföllum  Án hertra aðgerða gætu dagleg smit á Bretlandseyjum verið í kringum 50 þús- und í október  Gerist það verða dagleg dauðsföll 200  Hvatt til breyttrar stefnu AFP Veira Sýnatökur eru nú víða daglegt brauð. Þessi sem hér sést var framkvæmd í indversku borginni Allahabad. Hátt í 300 grindhvalir hafa fundist strandaðir við áströlsku eyjuna Tasmaníu. Er hjörðin sögð vera föst á sandrifi skammt frá höfninni Macquarie á vesturströndinni. „Það er ekki sjaldgæft að hvalir strandi við Tasmaníu, en það er vissulega óalgengt að svo stór hjörð geri það. Slíkt hefur ekki gerst í 10 ár hið minnsta,“ hefur fréttaveita Reuters eftir talsmanni umhverfis- og náttúrusamtaka þar í landi. Ljóst er að ekki verður hægt að bjarga öllum dýrunum því í gær var þegar talið að minnst 25 þeirra væru dauð á sandrifinu. Þá er talið að dýrin séu í þremur hjörðum. Hópur manna, sérútbúinn til að bregðast við ástandi sem þessu, mætti á vettvang í gærdag. Ekki var búist við að hann myndi reyna björgun af alvöru fyrr en í dag. Liðin eru 11 ár síðan álíka hópur strandaði við Tasmaníu. Var þá um að ræða 200 dýr. Erfitt er að segja til um hvað veldur því að hvala- hjörð syndir á land, en þegar slíkt gerist getur verið afar erfitt að hjálpa dýrunum á haf út aftur. ÁSTRALÍA AFP Strand Minnst 25 grindhvalir eru dauð- ir eftir að 300 hvala hjörð strandaði. Stór hópur hvala strandaði á sandrifi Ung stúlka í höfuðborginni Islamabad í Pakistan fær bóluefni gegn mænusótt, en mikið átak er nú í gangi þar í landi gegn sjúkdómnum. Smitsjúkdómur þessi er af völdum veiru sem herjað getur á taugakerfi lík- amans og valdið lömun og loks dauða. Mikilvægt er að bólusetja snemma því engin lækning er við veikinni. Átak í gangi gegn mænusótt í Pakistan AFP Börnin varin gegn smitsjúkdómi Stjórnvöld í Taívan segja hersveitir sínar eiga fullan rétt á að verja sig og ráðast til atlögu gegn hugsanlegri ógn. Kemur þetta fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins, en tilefnið er það sem kallað hefur verið „ögrandi hegðun“ kínverska hersins sem síðastliðinn föstudag flaug orrustuþotum og sprengjuvél- um, alls 18 talsins, yfir miðlínu Taívan-sundsins. Stjórnvöld í Beijing hafa þó sagt flug þotna sinna vera hluta af æfingu hersins og að slíkt sé nauðsynlegur liður í vörnum landsins og full- veldi. Loftvarnir Taívans voru virkjaðar vegna flugsins, orrustu- þotur og radar- turnar sem stýra loftvarnaskeyt- um, og segir Taív- ansforseti, Tsai Ing-wen, Kín- verja með þessu ógna svæðinu öllu. Fram kemur í yfirlýsingu varnar- málaráðuneytisins að Kínverjar hafi allt þetta ár ógnað stöðugleika og friði á svæðinu með því að beita orr- ustuþotum sínum og herskipum ítrekað með ögrandi hætti. Hersveit- ir Taívans muni ekki sýna sömu ögr- andi tilburði en séu þó reiðubúnar til að verja landsvæði ríkisins. Þá er þar sérstaklega tekið fram að hersveit- irnar séu ekki hræddar við óvininn. Enginn formlegur samningur er í gildi milli ríkjanna sem kveður á um að bannað sé að fara yfir miðlínuna, þótt litið sé á slíkt sem ögrun. Óttast ekki hersveitir Kína  Taívanar segjast reiðubúnir til að verja landsvæði sitt eftir ögrandi hegðun kínverska hersins á svæðinu að undanförnu Varnir Tien-Kung I skotið á loft.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.