Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 18

Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 18
„Vörn gegn veiru“, bók Björns Inga Hrafnssonar, er einstök frásögn og góð lýsing samtímaatburða á ör- lagatímum. Baráttan fyrir Ísland. Björn Ingi leiðir fram hin mörgu ólíku sjón- armið sem tekist var á um bak við luktar dyr og fyrir opnum tjöldum um viðbrögð til varnar íslensku samfélagi gegn Covid-19- veirunni. Hve mörgum mannslífum mátti fórna? Hvað þolir heilbrigð- iskerfið? Hve mörg gjörgæslurúm eru til? Eru veirupinnarnir búnir? Höfum við mannskap til þess að manna allar vaktir? Komum við sýnum frá Ísafirði til Reykjavíkur í tæka tíð? Má norð- austurhornið loka sig af? Eigum við að loka fyrir umferð á Holtavörðuheiði? Grimm vetrarveður geisa. Heilu lands- hlutarnir lokaðir í rafmagnsleysi dög- um saman. Jarðskjálftar og gosspár hrista Reykjanesskagann. Hriktir í ESB-sinnarnir og utanríkisþjón- ustan eru skjálfandi, hrædd og upp- tekin af skuldbindingum okkar við ESB og Schengensamstarfið. Máttum við vera með strangari aðgerðir á okk- ar landamærum en Þjóðverjar? Ís- lenskir ráðherrar börðu sér á brjóst og hringdu beint í varaforseta Bandaríkj- anna til að skammast yfir lokun landa- mæra. Er okkur nokkuð vandara um að veikjast eða drepast en Spánverj- um, Ítölum eða Frökkum? Hvers kon- ar heimóttarskapur var það að nýta sér stöðu eyríkis og setja hér harðar sóttvarnir á landamærum? Allt í einu leysast þessar spurningar upp, hvert land grípur til sinna eigin séraðgerða. Hverjum á að fórna Í bókinni er því vel lýst hve heil- brigðiskerfi okkar var vanmáttugt og illa haldið af áralöngum niðurskurði. Það var því ekki að undra að margir voru hallir undir aðferð Svía í fyrstu og „gera ekki neitt“, aðeins bregðast við. Fyrr eða síðar næðist hjarðónæmi. Það er hvort eð er bara gamalt og veikburða fólk sem deyr. Og það deyr einhvern tíma hvort eð er. Svíar hurfu reyndar af þeirri braut síðar. Það var ekki langt í að sú hefði líka orðið leið íslenska heil- brigðiskerfisins. Kári Stefánsson og Íslensk erfðagreining Þá kom Kári Stef- ánsson og Íslensk erfða- greining með styrk sinn og innblástur og talaði tæpitungulaust. Víðtæk skimun og sóttkví, elli- og hjúkrunarheimilum lokað fyrir umferð, skert samskipti og samgengi milli fólks varð ofan á. Það skipta allir máli, ungir sem aldnir; við ætlum að útrýma veirunni í landinu. Auðvitað kostaði það að ýmsar silki- húfur urðu að beygja sig og breyta um kúrs. Þríeykið – beint til þjóðarinnar Straumhvörf urðu þegar hið frá- bæra þríeyki svokallaða: Þórólfur sótt- varnalæknir, Alma landlæknir og Víðir hjá Almannavörnum, höfðuðu beint og milliliðalaust til landsmanna. Þau köll- uðu beint eftir þátttöku og ábyrgð hvers og eins landsmanns í baráttunni gegn veirunni. Með daglegum fundum og upplýsingum beint til þjóðarinnar var víglínan sett. Spurningar og inn- skot Björns Inga á fundunum áttu sinn þátt í að gera þá að hinni daglegu hvatningu sem blés þjóðinni baráttu og þrautseigju í brjóst. Berjumst til sigurs – veirufrítt Ísland Þá var ekki lengur hægt að vera með hálfvolgar yfirlýsingar eins og „að læra að lifa og deyja með veirunni“. Maður virkjar ekki heila þjóð um málamiðlanir og óskýr markmið. Þar verður slagorðið að vera. Markmiðið var að sigrast á veirunni og hrekja hana út fyrir landsteinana. Þjóðin tek- ur ekki samstillt þátt í stríði þar sem öllum er stillt í fremstu víglínu nema undir kjörorðinu „einn fyrir alla og all- ir fyrir einn“. Og það hreif. Markmiðið varð að vera skýrt: að sigra, halda veir- unni utan landsteinanna. Og það tókst á vordögum. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason » Þá kom Kári Stef- ánsson og Íslensk erfðagreining með styrk sinn og innblástur og talaði tæpitungulaust. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Bakslagið – víglínan sett á ný En svo kom eftirgjöfin. Hvað eftir annað var reynt að brjóta vígorðið niður með einhverjum orðum um „ásættanlegan fjölda smita og dauðs- falla“. En þegar sá var beðinn að skýra það nánar hvað meint var varð fátt um svör. Hjáróma raddir töluðu um stjórnarskrárbrot og hótuðu málsókn í atvinnuskyni. Samtímis voru sömu raddir að hóta Austurrík- ismönnum málsókn fyrir að hafa dreift veirunni til Íslands. Enn þvæl- ist fyrir sóttvarnayfirvöldum hvert markmiðið með baráttunni og vörn- unum gegn veirunni er. En því hefur þjóðin ítrekað svarað „einn fyrir alla og allir fyrir einn“ og krefst þess að því sé fylgt. Tvöföld skimun á landamærum var sett á. Of seint, en betra er seint en aldrei. Ný veirubylgja er hlaupin af stað. Og aftur er kallað eftir þjóð- arsamstöðu. Og aftur er kallað eftir skýru markmiði. Og enn er það Kári Stefánsson sem setur kúrsinn. „Það er alvarleg hætta á ferðum – lokum vínveitingahúsum eina helgi og náum tökum á veirunni.“ Allur þessi ferill Covid-19-veirunnar frá því í febrúar og einstæð samstillt barátta þjóðarinnar, almennings hvar á vett- vangi sem var, eru frábærlega rakin í bók Björns Inga, Vörn gegn veiru. Barátta og sigur krefst líka fórna. Eins og frelsisstríð sem verður að vinnast Aðeins í frelsisstríðum, alvarlegri þjóðarvá og náttúruhamförum er hægt að virkja þjóð í samstilltu átaki til varnar og sóknar. Veirustríðið er eins konar varnar- og frelsisstríð ey- ríkis okkar Íslendinga. Stríðinu er ekki lokið en markmiðið skýrt. Gunnfáni okkar er: Veirufrítt Ísland! Heggur sá er hlífa skyldi, sá er heita á faðir minn. Hvar er, pabbi, kærleikur þinn? Hvað ég annan eiga vildi. Hlakkar sú er hjálpa skyldi, sú er heita á móðir mín. Hvar, ó, mamma, er mildi þín? Mig hún aldrei eiga vildi. Hann sem sinni dóttur skyldi vera skjól, skreið um dimmar nætur upp í hennar ból. Hún er vernd sínu barni skyldi bjóða, til bjargar sér því kastar fyrir róða. Og þess í stað að gera betrumbót, brugga þau mér vélráð og iðrast ei hót, með ósannindum sverta æru mína, í því skyni að fá hreinsað sína. Hver er mín systir? Hver er minn bróðir? Hver er minn faðir og mín móðir? Það er hver sá sem hefur kærleikann. Sá er kýs að elska sannleikann. Þú mín hjálp ert og haldreipi, Abba, sem ég á himnum á fyrir pabba. Þú ert mín hetja, að baki mér bróðir, bjarg mitt og skjöldur, faðir og móðir. Pabbi og mamma Eftir Aldísi Schram Höfundur er lögfræðingur, leikkona, kennari og höfundur. aldisa8@gmail.com Á undanförnum misserum hafa vextir á húsnæðislánum lækkað umtalsvert. Fyrir tæpu ári (október 2019) náðu vextir bankanna sögu- legu lágmarki og eru þeir orðnir enn lægri nú. Sömu sögu er að segja af öðrum lána- stofnunum, vextir hafa verið að lækka. Með lægri vöxtum skapast tækifæri fyrir nýja aðila til að koma inn á markaðinn þar sem afborganir lána verða lægri en þær væru við hærra vaxtastig. Þá sjá þeir sem þeg- ar eru með lán sér einnig leik á borði með því að endurfjármagna lán sín til þess að fá betri vaxtakjör. Þessu til viðbótar hafa nú verið samþykkt lög um hlutdeildarlán frá ríkinu fyrir fyrstu kaupendur. Í stuttu máli, og án þess að fara út í skorður og takmark- anir, eru hlutdeildarlán þessi í raun samningur milli kaupenda fasteignar og ríkisins um að ríkið fjármagni 20% af kaupunum og muni í staðinn eiga 20% hlut í eigninni án þess að hafa nein afnot af eigninni eða annast hana. Hlutdeildarlánin gera því fleir- um fært að koma inn á markaðinn bæði með minni greiðslubyrði þar sem lántaka kaupendanna verður lægri sem og að slíkir kaupendur þurfa að eiga minna uppsafnað til að geta keypt. Lægri vext- ir og auðveldari inn- koma inn á fast- eignamarkaðinn eru því jákvæðar fréttir fyrir neytendur (til einföld- unar skulum við ekki huga að líklegum hækk- unum á fasteignaverði sem þessar breytingar kunna að valda). En er þá hægt að segja að ástandið sé gott eða einu sinni ásættanlegt? Ef við horfum á önnur lönd í Evrópu til samanburðar er erfitt að segja annað en að ástandið sé ansi slæmt. Við árslok 2019 voru vextir í Danmörku og Finnlandi vel innan við 1%, rétt yfir 1% í Þýskalandi og Ítal- íu, um 1,5% í Svíþjóð og Belgíu og innan við 2% á Spáni og í Noregi. Þó má nefna að vextir voru öllu hærri á Írlandi, rétt undir 3%, og í Ungverja- landi og Póllandi voru þeir rétt undir 4,5%. Hvar stendur Ísland í þessum samanburði? Ef við horfum til óverð- tryggðra lána (þar sem verðtryggð lán þekkjast ekki annars staðar og eru því ósamanburðarhæf) eru meðal breytilegir vextir slíkra lána sirka 4,2%, en 3,8% ef við horfum bara á bankana þrjá. Því má glögglega sjá að Ísland er í flokki með Póllandi og Ungverjalandi en ekki Norðurlönd- unum þegar kemur að lánskjörum, en góð kjör á Norðurlöndunum eru vegna fjárhagslegs stöðugleika þar og áreiðanleika lántakenda, sem Ís- land skartar að því er virðist ekki. Til þess að fá betri tilfinningu fyrir töl- unum skulum við skoða 30 m.kr jafn- greiðslulán til 30 ára m.v. mismun- andi vexti, sjá meðfylgjandi töflu: Á töflunni má sjá að munurinn á 1% og 4% ársvöxtum er um 50 þ.kr. í vaxtagreiðslur á mánuði sem yfir 30 ár slaga langleiðina í 17 m.kr. og þar með um 50% hærri heildarend- urgreiðslu af láninu. Það er umtals- verður munur, og sá munur skánar ekki ef lánið væri til lengri tíma eða ef vextir á Íslandi fara aftur á skrið upp á við. Þessar tölur eru í sjálfu sér ekk- ert nýjar af nálinni en er ágætt að huga að þegar við erum að meta stöð- una á hinum „góða“ lánamarkaði sem nú er á Íslandi. Spurningin sem stendur eftir er þá hvers vegna er Ís- land svona óstöðugt m.v. nágranna- þjóðir okkar? Hvers vegna fást ekki erlendir bankar til að stunda hér við- skipti og auka samkeppni? Því er ekki hægt að svara til fulls í svo stuttum pistli en ljóst er að við greiðum með íslenskum krónum en það gera hvorki Danir, Svíar né aðrir. Raunar gera stærstu fyrirtæki landsins það að miklu leyti ekki heldur, sem segir margt um tiltrú þeirra á krónunni. Og í framhaldi má spyrja sig hvort hlut- deildarlánin séu þá ekki einfaldlega plástur á heimatilbúinn vanda, ágæt hugmynd en taki ekki á því sem skap- ar rót vanda okkar Íslendinga í þess- um efnum. Lántaka og hlutdeildarlán – búbót eða heimatilbúinn vandi? Eftir Hauk Viðar Alfreðsson » Spyrja má hvort hlutdeildarlánin séu ekki einfaldlega plástur á heimatilbúinn vanda. Haukur Viðar Alfreðsson Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020 Hún er undarleg þessi niðursveifla núna. Venjuleg kreppa lýsir sér í alvarlegum samdrætti í neyslu, fjárfestingum, bílakaupum og við- haldi fasteigna. Nú er öldin önnur, þökk sé stjórninni að hluta. Menn keppast við að mála húsin og skipta um járn á þökum, og ef komin er móðuögn í horn á þre- falda glerinu frá í hitteðfyrra, þá burt með það. Fólk er hvatt til þess arna með loforði um endur- greiðslu vasksins, þótt það bitni auðvitað á sjóði okkar allra, rík- issjóði. Iðnaðarmenn hafa aldrei haft viðlíka að gera og mega gera svo vel og flytja inn undirverktaka austan um haf. Það er nefnilega til glás af pen- ingum, síðan landinn hætti að spandera í útlöndum og liggja í kæruleysi suðrá Spáni. Svo fengu menn líka forskot á sælu séreignasparnaðarins, svo það er allt fljótandi í monningum fram á haustið. Hvað þá tekur við veit enginn. Kannski erum við komin til „síð- ustu daga Rómverja“, þó að ekki megi dansa lengur en til klukkan ellefu. Það má þó alltént úða í sig vínberjum. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Að telja undan koddanum Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.