Morgunblaðið - 22.09.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk-
efni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
k
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik-
fimi í Hreyfisalnum kl. 9.30. Bíó í miðrými kl. 13. Tálgað í tré kl. 13.
Postulínsmálun kl.13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma
411-2702. Allir velkomnir. Við minnum alla gesti á að virða þær reglur
og fjarlægðartakmörk sem gilda vegna Covid 19 en eins og við
þekkjum geta þær breyst með stuttum fyrirvara.
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu-
stofa kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 12-
16. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 411-2600.
Boðinn Stafgöngunámskeið kl. 10.30, farið frá anddyri Boðans.
Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Fuglatálgun kl. 13. Miðdagskaffi kl.
14.30-15.30. Heitt á könnunni allan daginn og allir velkomnir.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Saumastof-
an saumað með Björgu og Bryndísi kl. 10.30. Leikfimi með Silju kl. 13.
Opið kaffihús 14.30-15.15. Qigong kl. 17-18, allir velkomnir.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 og opið hús frá kl.13-16.
Boðið upp á súpu og brauð eftir kyrrðarstundina á vægu verði.
Dr. sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson er gestur okkar í dag. Hann segir frá
og spilar á saxafón. Allir eru velkomnir. Við pössum fjarðlægð og
sóttvarnir.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið
kl. 8.50-11. Skráning á þátttökulista fyrir vetrarstarfið er á skrifstof-
unni kl. 8.50-16. Myndlistarhópur MZ kl. 9-12. Thai Chi kl. 9-10. Hádeg-
ismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15.30. Síðdeg-
iskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14.45. Stólajóga Kirkjuhvoli salur kl. 11. Smíði í Smiðju kl.
9 og 13. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12
keramikmálun (Grænagróf), kl. 10-10.20 leikfimi gönguhóps (Sólstofa)
kl. 10.30 gönguhópur um hverfið, kl. 13-16 glervinnustofa með leið-
beinanda (Grænagróf).
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, heitt á könnunni kl.
9 til 16.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Tréútskurður og silfursmíði kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Jóga
kl. 14.30–15.30
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Brids í handavinnustofu kl. 13. Helgistund kl. 14,
prestur frá Grensáskirkju þjónar.
Korpúlfar Postulínsmálun í Borgum kl. 9, leikfimi með Benna í
Egilshöll kl. 9 í dag. Helgistund í Borgum kl. 10.30. Botsía kl. 10 í Borg-
um. Spjallhópur í Borgum kl. 13 og sundleikfimi í Grafarvogssund-
laug kl. 14 í dag. Allir hjartanlega velkomnir og við virðum sóttvarnir.
Neskirkja Krossgötur hefjast í dag að nýju kl. 13. Sr. Ása Laufey
Sæmundsdóttir segir frá ferðalagi til eyjarinnar Iona við Skotlands-
strendur en eyjan er þekktur áfangastaður pílagríma. Kaffiveitingar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist bútasaumshópur í hand-
verksstofu milli kl. 9-12. Hópþjálfun verður örlítið fyrr á dagskrá en
vanalega, kl. 10.15-11. Bókband verður á sínum stað í smiðju eftir
hádegi, kl. 13-17 og eins Handaband í handverksstofu kl. 13-15.30. Þá
verður söngstund í matsal 2. hæð kl. 13.30. Dagskrá fer fram með
þeim hætti að hægt sé að tryggja fjarlægð milli einstaklinga.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kvennakaffi í
safnaðarheimilinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á Skóla-
braut kl. 10.30 ef veður leyfir. Brids Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffi í
safnaðarheimilinu kl. 14. Leður og roð, námskeið á neðri hæð félags-
heimilisins kl. 15.30-18.30. Skráning hjá Halldóru í síma 7722408.
Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Munum sóttvarnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka-
bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Raðauglýsingar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
aður lektor 1984 og prófessor
1992, og starfaði við skólann þar
til hann fór á eftirlaun.
Íslenskar nútímabókmenntir
voru sérgrein Eysteins frá upp-
hafi og þar skipaði ljóðlistin sér-
stakt öndvegi. Þegar Eysteinn
hóf kennsluferilinn einkenndist
bókmenntakennsla í skólum af
andlausum utanbókarlærdómi
auk þess sem ljóð yngri höfunda
voru fyrir borð borin. Hann var
í flokki nokkurra ungra ís-
lenskukennara sem beittu sér
fyrir nýjum kennsluháttum og
að ljóð ungra skálda yrðu sett á
dagskrá. En í skólunum sat
sterk hefð að völdum sem sýndi
klærnar þegar vígið sætti árás-
um. Eysteinn var á þeim vett-
vangi sem og öðrum kappsmað-
ur og barðist ótrauður fyrir
hugmyndum sínum. Nýjar kyn-
slóðir kennara fengu menntun
sína við fótskör Eysteins, bók-
menntir komu út í nýjum út-
gáfum, ný ljóðasöfn fyrir skóla
litu dagsins ljós og smám saman
tóku kennsluhættir að breytast.
Ötull stuðningur Eysteins við
unga höfunda og þá sem leituðu
nýrra leiða í tjáningu var af
varðmönnum hefðarinnar litinn
hornauga, sem töldu hefð-
bundna hrynjandi, rím og stuðl-
anna þrískiptu grein meginfor-
sendu góðra ljóða. Þeir risu upp
til varnar en Eysteinn brást við
af alkunnum krafti sem leiddi á
stundum til deilna í blöðum og
tímaritum.
Eysteinn lét ekki einungis til
sín taka í nýjum bókmenntum
og framsæknum kennsluháttum.
Sjálfur kom hann sér upp góðu
bókasafni þar sem sátu í önd-
vegi gamlar útgáfur fornra rita.
Á þessum bókum og auðlegð
þeirra kunni hann góð skil og
miðlaði nemendum sínum.
Eysteinn lauk cand. mag.-
námi sínu í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Íslands
með ritgerð um atómskáldin á
Íslandi og var það fyrsta heild-
stæða rannsóknin á þessum
merka kafla íslenskrar bók-
menntasögu. Sú ritgerð kom
síðan út á bók, Atómskáldin.
Aðdragandi og upphaf módern-
isma í íslenskri ljóðagerð (1980).
Auk ritsins um atómskáldin
liggur eftir Eystein fjöldi ann-
arra bóka og greina um bók-
menntir, innlendar sem erlend-
ar, ritdómar og kennsluefni af
ýmsu tagi.
Við, samstarfsmenn Eysteins
í Kennaraháskólanum, þökkum
samfylgdina og vottum fjöl-
skyldu hans samúð okkar.
Baldur Sigurðsson,
Sigurður Konráðsson,
Þórður Helgason.
Eysteinn Þorvaldsson bók-
menntaprófessor er nú allur,
eftir glæsilegt fordæmi mennta-
mönnum.
Kynni okkar voru öll ánægju-
leg: Fyrst, er hann nefndi í
einni bók sinni um íslenska ljóð-
list að ég væri dæmi um yngri
kynslóð skálda, sem ætti til að
yrkja hefðbundin kvæði með
eldri hætti! (Var það vinur okk-
ar, dr. Baldur Hafstað íslensku-
prófessor; sem bauð mér hana.)
Næst nefndi hann mig meðal
hlustenda sinna á opnum bók-
menntafyrirlestri i HÍ, sem einn
af helstu þýðendum stórskálds-
ins TS Eliots á íslensku (í minn-
ingargreinum mínum í Morgun-
blaðinu).
Svo ræddum við saman um
framsetningu á íslenskri ljóða-
bókmenntasögu; hjá Rithöf-
undasambandinu og eftir ljóða-
flutning í Borgarbókasafninu.
Þá hitti ég hann í Bókabúð
Máls og menningar, þar sem
hann var að telja kjarkinn í
eldri rithöfund.
Loks sendi ég honum handrit
mitt um hugleiðingar um eigin
ljóð.
Þá er gott til þess að vita að
sonur hans, Ástráður Eysteins-
son, bókmenntaprófessor við
HÍ, er sá fulltrúi háskóla okkar
sem gerir helst í því að halda á
lofti kennslunni um íslenskar
ljóðabókmenntir og minningu
þeirra. Ég hef gefið honum
nokkrar af mínum ljóðabókum.
Ég vil nú þakka Eysteini
heitnum fyrir kynnin, og birti
að lokum eitt erindi úr kvæði
því sem hann nefndi í bók sinni;
en það heitir Mannakorn og þar
yrki ég m.a. svo:
Englar gengu einn og tólf
niður á jarðarkúlu gólf.
Brast þá á með bænasöng
bragur engla um himinspöng.
Tryggvi V. Líndal.
Við Eysteinn vorum sam-
starfsmenn við Kennaraháskól-
ann um tveggja áratuga skeið
og deildum þar vinnuherbergi
um tíma.
Þegar ég kom fyrst að skól-
anum árið 1984 voru þrír ís-
lenskukennarar þar í farar-
broddi og settu svip á
umhverfið enda miklir kappar
og hefðu sómt sér vel í fornum
hetjusögum: Indriði Gíslason,
Ásgeir S. Björnsson og Ey-
steinn Þorvaldsson. Þetta voru
afar ólíkir menn en samtaka og
óþreytandi þegar kom að
nefndastörfum og samningaþófi
um einingar og vægi náms-
greina í stundaskrá nemend-
anna. Um þetta ortu félagarnir
í kaffihléum margar „fundavís-
ur“, sumar dýrar. Ekki þarf að
taka fram að þessir snillingar
vildu veg íslenskunnar sem
mestan.
Ég þóttist sæll að komast í
þennan hóp enda áttu þremenn-
ingarnir eftir að reynast nýja
manninum vel. Eystein þekkti
ég áður einungis af afspurn;
vissi að hann hafði stundað nám
í hinu dularfulla Austur-Þýska-
landi en komið löngu síðar eins
og stormsveipur í Háskóla Ís-
lands til að ljúka nauðsynlegum
prófum (1977). Og fljótlega eftir
það var komin út eftir hann
mikil bók sem athygli vakti: At-
ómskáldin.
Eysteinn var ekki mikið fyrir
að flíka eigin afrekum. Þótt ég
sæti í sama herbergi og hann
flesta daga hafði ég oft ekki
hugmynd um þau stórvirki, sem
hann var að vinna að hverju
sinni: þýðingu á Kafka, grein-
um um öll helstu íslensk skáld
20. aldar, fræðiriti um ljóða-
kennslu o.s.frv. En milli okkar
voru góðir straumar og við
leystum farsællega þau fáu
ágreiningsmál sem upp komu í
samstarfi okkar.
Og vinnufélagarnir báru virð-
ingu fyrir Eysteini enda stóð
hann sína plikt með sóma og af
heilindum; alltaf var hann til
dæmis fenginn til að stjórna að-
alfundum starfsmannafélags
okkar. Þeir heiðruðu hann sex-
tugan í salarkynnum skólans.
Þar var í fjórum línum minnt á
nokkur kennileiti í lífshlaupi
hans og meðal annars vikið að
því sem ekki allir vissu: að hann
hefði verið einn mesti júdó-
kappi Íslands:
Atómskálda skjól og vörn,
af skólamönnum virður,
ekta-svanninn: Silki-Hörn,
svörtu belti gyrður.
Silki-Hörn var auðvitað önd-
vegiskonan Hörn Harðardóttir.
Tíu árum síðar þótti okkur
Þórði Helgasyni vænt um að fá
að heiðra félaga okkar með því
að ritstýra bókinni Ljóðaþing
sem geymir úrval greina hans.
Ég minnist Eysteins Þor-
valdssonar með þakklæti og
sendi börnum hans kveðju
mína.
Baldur Hafstað.
Það var ekki nema einn
bekkur milli okkar Eysteins í
menntaskóla en við kynntumst
samt nánast ekkert fyrr en við
dvöldumst báðir í Miðevrópu
veturinn 1957, hann við nám í
blaðamennsku í Leipzig en ég
fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla
Íslands hjá Alþjóðasambandi
stúdenta í Prag. Þá komu þeir í
heimsókn til okkar Villu í
nokkra daga, hann og Hjörleif-
ur Guttormsson sem stundaði
nám í náttúrufræði í Leipzig.
Þeim var sýnd hin gamalfagra
borg og glaðst á kvöldin. Frá
þeirri stund var ætíð heldur
kært með okkur.
Nám í fjölmiðlun var eðlilega
með því einstrengingslegasta
sem kostur var á í Austur-
Þýskalandi þess tíma. Þar
mátti engum stafkrók skeika
frá því sem fyrir var mælt af
flokksmaskínunni. Þessi þrúg-
un hugnaðist frjálshuga manni
eins og Eysteini ekki vel, enda
hrökklaðist hann aftur heim til
Íslands eftir rúmt ár. Honum
tókst samt að hleypa af stokk-
unum tímaritinu Vandi sem
kom út með hléum á árunum
1957-1963. Upphafsorðin voru:
Það er vandi að gefa út vandað
blað á vondum tímum. Eftir
heimkomuna gerðist Eysteinn
blaðamaður á Þjóðviljanum og
var forseti Æskulýðsfylkingar-
innar – sambands ungra sósíal-
ista í tvö ár, uns hann sneri sér
að námi og síðar kennslu í ís-
lenskum bókmenntum og varð
höfundur merkra bóka um ís-
lenska ljóðagerð á 20. öld.
Eysteinn varð á námsárun-
um einn af stofnendum hinna
einstæðu stjórnmálasamtaka á
heimsvísu sem lengst hétu
Sósíalistafélag Íslendinga aust-
antjalds, SÍA. Sérstaða þeirra
fólst í því að um var að ræða
ungt fólk sem farið hafði með
jákvæðu hugarfari til náms í
svonefndum „sósíalískum“ ríkj-
um. Flest urðu þau fyrir
nokkrum vonbrigðum með
„sósíalismann“ en reyndu lengi
vel að sýna skilning á vanda-
málinu sem tímabundnum erf-
iðleikum eða utanaðkomandi
þrengingum. Þau fóru snemma
að bera saman bækur sínar
skriflega og leita skýringa og
komust smám saman að þeirri
sameiginlegu niðurstöðu að
sovéska fyrirmyndin væri eng-
inn sannur sósíalismi hvað þá
kommúnismi. Þetta var að því
leyti nýstárlegt að niðurstaðan
var ekki sprottin af pólitískum
fjandskap, heldur miklu fremur
upphaflegri velvild. Og hún
byggðist ekki á yfirborðslegum
kynnisferðum, heldur langri
veru innan sjálfs kerfisins.
Þessar lýsingar höfðu mikil
áhrif til að móta raunsæ við-
horf íslenskra sósíalista til svo-
kallaðra alþýðuríkja.
Eysteinn var kátur piltur,
góður félagi og gat verið uppá-
tækjasamur. Hann var stund-
um á sumrin leiðsögumaður
fyrir erlenda ferðamenn. Hjá
þýskum tjaldferðahóp þóttist
hann eitt sinn setja skjálfta-
mæla á tjöldin og sagði að þeir
væru frá Siðgæðiseftirlitinu.
Hinir þýsku voru aldir upp við
röð og reglu og virtust sumir
trúa þessu. Hann naut tals-
verðrar kvenhylli og ræddi
stundum um það sem hann
nefndi „vísindalegt kvennafar“.
Ég sannreyndi eitt sinn að
þetta voru ekki alveg orðin
tóm. En um þau mál kærði
hann sig lítið að ræða þegar
leið á ævina.
Eysteinn var mjög uppréttur
maður og bar það með sér að
hann léti ekki vaða yfir sig
hver sem í hlut ætti en jafn-
framt þægilegur og sanngjarn.
Árni Björnsson.
Eysteinn
Þorvaldsson