Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
AMMA STUNDAR LÍNUVEIÐAR. „Í GAMLA DAGA VORU SJÚKDÓMARNIR MIKLU PENNI EN Í DAG.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elska hvort annað
eins og þið eruð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÍKORNI! HORFUM AFTUR Á MYNDSKEIÐIÐ
VIPP
NÚ HELD
ÉG TIL
ORRUSTU!
MUNDU AÐ GEFAST
ALDREI UPP OG
SÆTTU ÞIG EKKI
VIÐ ÓSIGUR!
ÓKEI
GETUM VIÐ ÞÁ BYRJAÐ
AFTUR Á RIFRILDINU FRÁ
ÞVÍ FYRR Í DAG?
var mér dýrmæt minning og hef ég
haft það með mér í lífinu.“
Guðríður hefur komið víða við á
starfsævinni og má þar nefna
afgreiðslu- og verslunarstörf auk
þess að sinna bónda og búi og ala upp
börnin. Hún hefur rekið tvær versl-
anir, sá um félagsheimilið Skrúð á
Fáskrúðsfirði um tíma, saltaði síld og
svo var hún sundlaugarvörður í 16 ár.
Á þessum tímamótum segir Guðríður
að ríkidæmið sitt sé fjölskyldan sem
er orðin ansi stór, en líklega muni
afmælisveislan bíða betri tíma.
Fjölskylda
Eiginmaður Guðríðar er Jón B.
Guðmundsson, f. 26.12. 1942, fv. sjó-
maður. Áður átti Guðríður dótturina
Helenu, f. 14.2. 1963, með Stefáni
Smára Kristinssyni, f. 5.1. 1941, d.
13.10. 1962. Helena er gift Ólafi Þóri
Auðunssyni, f. 22.9. 1960. Börn Guð-
ríðar og Jóns eru Nanna Þóra, f. 6.10.
1967, gift Árna Gíslasyni, f. 15.6.
1970; Sigurjóna, f. 9.3. 1969, gift Víg-
lundi Þórðarsyni, f. 26.12. 1967; Guð-
mundur Bergkvist, f. 30.3. 1972, gift-
ur Ólínu Björgu Einarsdóttur, f. 24.2.
1977; Þórður Már, f. 12.1. 1974, giftur
THanh Tam Ha, f. 10.2. 1988, og Að-
alsteinn, f. 19.11. 1975, í sambúð með
Júlíönu Guðrúnu Þórðardóttur, f.
23.3. 1977. Barnabörn Guðríðar eru
orðin 20 og barnabarnabörnin tvö.
Systkini Guðríðar eru Jón, f. 16.10.
1938, Rannveig, f. 26.6. 1942, og
Bergþóra, f. 4.3. 1951. Einnig á hún
hálfsysturina Sigurbjörgu Berg-
kvistsdóttur, f. 2.9. 1928.
Foreldrar Guðríðar voru Berg-
kvist Stefánsson, útgerðarmaður og
sjómaður, f. 15.9. 1903, d. 5.6. 1986,
og Nanna Steinunn Þórðardóttir,
húsfreyja og fiskverkakona, f. 2.4.
1913, d. 11.11. 2003.
Guðríður Karen
Bergkvistsdóttir
Þorsteinn Guðmundsson
bóndi og hreppstjóri í Höfðahúsum
Karólína María Sigurðardóttir
ljósmóðir og húsfreyja í
Höfðahúsum, Fáskrúðsfirði
Stefán Þorsteinsson
bóndi á Höfðahúsum, Fáskrúðsfirði
Jónína Ragnheiður Gísladóttir
húsfreyja á Höfðahúsum
Bergkvist Stefánsson
skipstjóri og útgerðarmaður,
Baldurshaga, Fáskrúðsfirði
Gísli Eiríksson
bóndi, frá Hærukollsnesi
í Álftafirði
Þuríður Halldórsdóttir
húsfreyja, Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði
Jón Þorsteinsson
bóndi á Krossalandi,Bæjarhreppi
Steinunn Jónsdóttir
húsfreyja á Krossalandi,
Bæjarhreppi
Þórður Jónsson
bóndi frá Krossalandi,
Ásbyrgi, Fáskrúðsfirði
Rannveig Einarsdóttir
húsfreyja, Ásbyrgi, Fáskrúðsfirði
Einar Sigurðarson
bóndi á Þorgeirsstöðum
Katrín Sigurðardóttir
húsfreyja,Þorgeirsstöðum í Stafafellssókn
Úr frændgarði Guðríðar Karenar Bergkvistsdóttur
Nanna Steinunn Þórðardóttir
húsfreyja,Baldurshaga,
Fáskrúðsfirði
Ívikunni skrapp ég í kaffi til góðsvinar míns Elísabetar Jónas-
dóttur bókavarðar, sem orðin er 98
ára og hefur frá mörgu að segja.
Hún sagði mér að amma sín Guðrún
Stefánsdóttir hefði kennt sér, að
maður ætti að sýna nægjusemi, -
annars færi maður fyrir björg, - og
fór stundum með þessa vísu:
Maðurinn fór að veiða skarf
hafði fengið fjóra,
elti þann fimmta og í því hvarf
ofan fyrir bergið stóra.
Og í þessu spjalli okkar rifjaði
hún upp stöku Indriða á Fjalli:
Allir hafa einhvern brest,
öllum fylgir galli;
öllum getur yfirsést
einnig þeim á Fjalli.
Helgi R. Einarsson sendi mér
póst þar sem segir: „Með morg-
unkaffinu getur maður fengið
furðuflugur í hausinn eins og þess-
ar, sem fljúga nú til þín.“
Barnagæla í ft.:
Hrafnar fyrir hálfri stundu
hungurverki fundu.
Unga smá
þeir átu þá
út um græna grundu.
Leiðindi:
Illt varð í annarri löppinni
Inga, er hrasaði’ á klöppinni,
meðan konan hans, Lára
til allmargra ára
var ófrísk og þess vegna slöpp inni.
Síðan bætti Helgi við: „Þannig
fór um sjóferð þá.“
Magnús Halldórsson skrifar í
Boðnarmjöð: „Miklar öldur rifu upp
túnþökur og lentu á hjólreiðamanni
(frétt á rúv)“:
Seltjarnarnesið er lítið og lágt
þar lítið mun slegið með orfi.
„Hjólendur“ eiga í briminu bágt,
því brimvörnin gerð er úr torfi.
Og norðan úr Mývatnssveit berst
þessi kveðja frá Friðriki Stein-
grímssyni:
Trump ég varla tel til manns
tillitslaus og hrjúfur,
stendur útúr stéli hans
stolinn fjaðraskúfur.
Sigurður Pétursson sýslumaður
orti:
Ókunnugur enginn má
orðin kvenna skilja,
því sem neitað frekast fá
frekast hafa vilja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nægjusemi, furðuflugur
og fjaðraskúfur