Morgunblaðið - 22.09.2020, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 2020
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Allar almennar
BÍLAVIÐGERÐIR
Getum sótt og skilað bílum
á höfuðborgarsvæðinu
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Flest okkar sem tökum þátt í þessari tón-
leikaröð spila aðeins eina sónötu og það mun
ég gera í kvöld, en nokkrir í hópnum spila þó
tvær,“ segir Laufey Sigrún Haraldsdóttir
sem er ein þeirra þriggja píanóleikara sem
fram koma á tónleikum í Salnum í kvöld í tón-
leikröðinni „Beethoven í 250 ár“. Sú röð er
haldin í tilefni þess að 250 ár eru nú liðin frá
fæðingu Ludwigs van Beethoven og mun ein-
valalið píanóleikara koma fram í Salnum ann-
að hvert þriðjudagskvöld á níu tónleikum og
flytja allar 32 píanósónöturnar sem eftir hann
liggja. Hin tvö sem koma fram í kvöld eru þau
Sólborg Valdimarsdóttir og Aladár Rácz.
„Beethoven skildi eftir sig frábæra tónlist
og allir sem koma fram á þessari tónleikröð
fengu að velja nokkrar óskasónötur til að
flytja. Ég mun spila píanósónótu númer níu
eftir Beethoven en hún er minna þekkt en
margar hinna. Ég hef svolítið gaman af því að
kafa ofan í sónötur sem færri þekkja,“ segir
Laufey og bætir við að allar finnist henni són-
ötur Beethovens frábærar.
Dramatík, leikur með takt og áherslur
„Þessa sónötu sem ég flyt samdi hann
fremur snemma á ævinni, hún er níunda í
röðinni af þeim þrjátíu og tveimur sem hann
samdi. Reyndar eru til heimildir um að hann
hafi samið þrjátíu og fimm sónötur, en þær
eru þrjátíu og tvær sem hafa verið gefnar út.
Þessar þrjár sónötur sem við þrjú ætlum að
spila í kvöld eru ólíkar. Sólborg spilar til
dæmis píanósónötu númer tíu sem er líka í
ópus fjórtán eins og sú sem ég spila og hún er
sú næsta sem Beethoven samdi. Samt eru
þessar tvær sónötur mjög ólíkar,“ segir Lauf-
ey og bætir við að ef bornar séu saman fyrstu
sónöturnar og þær síðustu af sónötunum
þrjátíu og tveimur, þá séu þær afar ólíkar.
„Þær bera samt allar einkenni Beethovens,
í þeim er mikil dramatík, leikur með takt og
óvæntar áherslur hér og þar. Allt er það
sannarlega mjög skemmtilegt og hægt að
túlka á mjög mismunandi hátt. Tónlist
Beethovens hefur gjarnan verið skipt í þrjú
tímabil og sónöturnar falla einnig undir þessi
tímabil, snemmsónötur sem hann samdi á
yngri árum, því næst sónötur sem hann samdi
um miðbik ævinnar og svo síðsónötur sem
hann samdi á lokaárum ævi sinnar. Þessar
sónötur spanna nánast alla hans ævi eða frá
því hann var 25 ára 1795 og þar til hann lést
árið 1827. Fyrstu sónöturnar bera frekar
keim af klassíska tímabilinu en við lok ævi
sinnar var hann kominn miklu nær róman-
tíska tímabilinu og þær sónötur eru miklu
stærri í sniðum og bera einkenni rómantík-
urinnar,“ segir Laufey og bætir við að þá hafi
Beethoven þurft að glíma við ýmis áföll og
áhrifa þess hafi getað gætt í tónlistinni.
Áskorun fyrir hljóðfæraleikarann
Þegar Laufey er spurð að því hvaða merk-
ingu það hafi fyrir hana að fá að flytja níundu
píanósónötu Beethovens á einleikstónleikum,
segir hún það fyrst og fremst vera mikinn
heiður að fá að taka þátt í verkefninu í Saln-
um.
„Verkefnið sem slíkt er rosalega fallegt,
þar sem píanóleikarar fá tækifæri til að spila
sónötu eftir Beethoven og sameinast þannig
um að heiðra þessa frábæru tónlist. Mér
finnst mjög gaman að kafa ofan í tónlistina
hans og reyna. Allt er það mikil áskorun fyrir
hljóðfæraleikarann, en þær eru allar krefj-
andi þessar 32 sónötur og það er hollt fyrir
píanóleikara að fara í gegnum þær. Auðvitað
er líka mjög gefandi en um leið krefjandi að
fá að koma fram á einleikstónleikum,“ segir
Laufey og bætir við mikill tími liggi að baki
ferlinu.
Spann heilu tónverkin út frá stefjum
Þegar Laufey er spurð að því hvort
Beethoven eigi erindi í dag, 250 árum eftir
fæðingu hans, segir hún ákveðin að hann eigi
alltaf erindi.
„Hann er risi, einn af þeim stóru sem
ruddu brautina og komu með eitthvað nýtt á
sínum tíma. Þessi tónlist hans í píanósón-
ötunum er yndisleg og það er mikilvægt að
muna eftir Beethoven. Hann var algjör píanó-
snillingur og þekktur fyrir að biðja fólk sem
varð á vegi hans um stef, sem hann svo spann
heilu tónverkin út frá. Fyrir vikið er áhuga-
vert og krefjandi fyrir okkur píanóleikara að
takast á við tónlistina hans og einmitt þess
vegna er enn mikilvægara fyrir okkur að
kynnast píanóverkum hans. Tónlistin hans er
eitt af því sem hefur fylgt mannkyninu
undanfarin 250 ár og gefið okkur mikið. Við
erum enn að hlusta á þessa tónlist og þetta
eru klassísk meistaraverk. Að mínu mati lyft-
ir tónlist Beethovens anda mannsins.“
Nánar á heimasíðunni Salurinn.is
Laufey Sigrún Haraldsdóttir
Tónlist hans lyftir anda mannsins
Laufey Sigrún Haraldsdóttir ein þeirra þriggja sem flytja sónötu eftir Beethoven í kvöld í Salnum
Aladár Rácz Sólborg Valdimarsdóttir
Beethoven Íslenskir píanóleikarar heiðra
tónskáldið með því að flytja sónöturnar.
Að hálfu ári liðnu virðistaldararftaki spænskuveikinnar, Covid-19, enn ífullu fjöri – með hrapal-
legum afleiðingum fyrir tónlistar-
lífið jafnt hérlendis sem víðast hvar.
Fyrir vikið hafa unnvörpum fallið
niður tónleikar – og þar með einnig
gagnrýn umfjöllun, sem í mínu til-
felli hefur dregizt allt frá 5. marz
þar til nú. Þá var, líklega í fyrsta
skipti í sögu Morgunblaðsins, um
„fjarstadda“ umsögn að ræða, og
svo er einnig að þessu sinni, enda
um sams konar neyðaraðstæður að
ræða – fáskipaða tónleikasókn sakir
smithættu.
Á móti vó sem í fyrra sinn bein
sjónvarpsútsending, er gerði heima-
sætum hlustendum kleift að njóta
sýnilegra hliða viðburðarins að
mörgu leyti líkt og ef staddir væru á
staðnum. Einna bezt með nálægri
myndfókusun á staka spilara – en
kannski síður ef miðað er við mis-
mikil hljómflutningsgæði heimil-
anna sem seint munu skáka þrívíðri
staðarheyrð. Enn bar þó fátt á sýni-
legum viðbrögðum hlustenda úti í
sal.
Hvað sem líður e.t.v. frómustu
ósk margra í núríkjandi áþján – að
raungild „verðmætasköpun“ nái
loks að vega ögn þyngra en var með-
an nöpur neyzluhyggja stóð sem
hæst – þá má óhætt fullyrða að 250
ára afmælisbarn ársins, Ludwig van
Beethoven, hafi skilað sínum æver-
andi kjarnagæðum að fullu.
Sem betur fer þarf músíkalskt al-
þýðunæmi ekki alltaf á menningar-
söguþekkingu að halda (þótt spilli
ekki fyrir), og í frísklega samtaka
útfærslu SÍ á lokaþætti frumraunar
hans í sinfóníugreininni frá 1795-
1800 var oft kampakátt á hjalla und-
ir hvetjandi forystu nýja aðalstjórn-
andans Evu Ollinkainen.
Aðalvirtúós lýðveldisins, Víkingur
Heiðar Ólafsson, sá síðan með brav-
úr um 3. Píanókonsert Ludwigs frá
téðu aldamótaári – og læddi um leið
fram marga kím-íhugula náveru-
stund innan um brilljöntu hápunkt-
ana í kjörgóðum samleik er beindi
við hæfi athyglinni að ýmsum afger-
andi nýbrumum verksins fyrir sína
samtíð við eldheitar undirtektir.
Loks léku þau Víkingur og
strengjadeild SÍ upphafið að Glass-
works ameríska naumhyggju-
tónsmiðsins Philips Glass, um 7 mín.
að lengd, er laðaði fram þónokkrar
ljóðrænar andrár, þrátt fyrir ítræk-
an ritháttinn. Sólístinn lét að því
loknu undan þrálátum fagnaðar-
kröfum áheyrenda og lék sem auka-
lag prelúdíu eftir Debussy; að von-
um af íðilfágaðri innlifun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einleikarinn „Aðalvirtúós lýðveldisins, Víkingur Heiðar Ólafsson, sá síðan
með bravúr um 3. Píanókonsert Ludwigs frá téðu aldamótaári …“
Enn að fjarstöddu
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbn
Beethoven: Sinfónía nr. 1, lokaþáttur
(III.); Píanókonsert nr. 3. Philip Glass:
Upphaf úr Glassworks (úts. Christian
Badzura). Einleikari: Víkingur Heiðar
Ólafsson píanó. Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands. Stjórnandi: Eva Ollikainen. Kynn-
ir: Halla Oddný Magnúsdóttir. Fimmtu-
daginn 17.9. kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Skjaldborg – hátíð íslenskra heim-
ildamynda var haldin í Bíó Paradís
um helgina. Tvenn verðlaun eru
veitt á Skjaldborg; áhorfendaverð-
launin Einarinnn og Ljóskastarinn,
dómnefndarverðlaun. Af sóttvarna-
ástæðum afhenti dómnefnd hvor
tveggja verðlaunin í ár. Einarinn
2020 hlaut heimildamyndin Er ást
eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur
sem er saga um sorgarferli Helenu
Jónsdóttur eftir fráfall eiginmanns
hennar Þorvaldar Þorsteinssonar. Í
umsögn dómnefndar segir: „Höf-
undur nálgast viðkvæmt viðfangs-
efni af mikilli næmni og tekst að
gera úr áhrifamikið verk.“
Heimildamyndin Hálfur álfur eft-
ir Jón Bjarka Magnússon hlaut
Ljóskastarann en myndina gerði
Jón Bjarki um afa sinn á hundr-
aðasta aldursári. Að mati dóm-
nefndar er myndin sterk og heil-
steypt, einlæg og tilgerðarlaus.
Hálfur álfur og Er ást hlutu verðlaunin
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Verðlaunahafar Jón Bjarki og Kristín Andr-
ea með verðlaunagripi sína á hátíðinni.