Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 27
ÍSLANDSMÓTIÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Mikil óvissa ríkir um Íslandsmótið í knattspyrnu þessa dagana eftir að íslensk stjórnvöld framlengdu æf- inga- og keppnisbann á höfuðborg- arsvæðinu um tvær til þrjár vikur. Nýjar reglur taka gildi á morgun þar sem áfram verður æfinga- og keppnisbann á höfuðborgarsvæðinu en félög úti á landi mega hins vegar æfa áfram og keppa ef ekki koma fleiri en fimmtíu saman. Áhorfendur eru hins vegar ekki leyfðir þar. Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir rúmri viku þar sem kapp var lagt á að klára Ís- landsmótið en ÍTF er hagsmuna- samtök félaga í efstu deildum karla á Íslandi. „Við sendum frá okkur yfirlýsingu fyrir viku um að við vildum ljúka Ís- landsmótinu,“ sagði Haraldur Har- aldsson, formaður ÍTF, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sú ályktun var byggð á þeim upplýsingum sem lágu fyrir frá stjórnvöldum á þeim til- tekna tímapunkti. Við höfum ekki ályktað neitt frek- ar síðan en það er alveg ljóst að það eru mjög skiptar skoðanir um það hvað eigi að gera varðandi næstu skref. Staðan sem uppi er núna er því mjög erfið.“ Haraldur er framkvæmdastjóri Víkings úr Reykjavík og sjálfur vill hann ljúka tímabilinu með því að spila alla leiki. „Ég hef verið talsmaður þess að ljúka Íslandsmótinu á knattspyrnu- vellinum á meðan það er hægt. Ég lít á reglugerðina, sem KSÍ setti vegna kórónuveirufaraldursins, sem okkar siglingaplagg í þessu og það er ennþá hægt að ljúka mótinu miðað við hana. Það þarf hins vegar að fara vel yfir nýjustu reglur og fyrirmæli stjórnvalda, vega þau og meta, áður en einhver ákvörðun verður svo tek- in. Ef það er tekin ákvörðun um að ljúka mótinu þarf það að liggja alveg ljóst fyrir að það verði hægt innan þess tímaramma sem gefinn hefur verið upp.“ Yfirlýsingin stendur Haraldur viðurkennir að ekki séu allir sammála um hvað sé best að gera varðandi lyktir Íslandsmótsins. „Það eru skiptar skoðanir innan ÍTF eins og annars staðar um hvað sé best að gera. Við vorum samt sammála um að senda frá okkur þessa sameiginlegu yfirlýsingu um síðustu helgi sem sneri að því að ljúka mótinu. Sú yfirlýsing stendur á meðan ekkert annað hefur verið ákveðið. Það er mikið um það að menn séu að viðra sínar skoðanir við okkur og sjónarmiðið er oft á tíðum í þá áttina sem hentar hverju félagi best. Það er eðlilegt að menn berjist fyrir sínu félagi en það er að mörgu að huga í þessu og þetta er heimsfaraldur. Menn þurfa að taka það inn í mynd- ina því þetta er ekki bara svart eða hvítt og af eða á. Eins og staðan er í dag bíðum við bara eftir mótanefnd KSÍ sem er að vinna í þessum málum. Hún mun leggja fram einhverjar tillögur fyrir KSÍ á næstu dögum og þeir hafa líka fundað með okkur á undanförnum vikum. Menn eru að reyna að vinna þetta saman og í sem mestri sátt við alla.“ Miklu meira undir Formaðurinn viðurkennir að það sé alltaf hægt að vera vitur eftir á. „Þetta eru erfiðar aðstæður sem allir eru í og við erum öll að eiga við áður óþekkt ástand. Ég ætla mér ekki að fara að gagnrýna stjórnvöld fyrir þær ákvarðanir sem hafa verið teknar en mér finnst samt sem áður ákveðið ósamræmi hafa verið í ákveðnum hlutum á köflum. Í dag er ég mest ósáttur við að mótið hafi verið flautað af í tvær vik- ur í ágúst þegar einhver tíu til fimm- tán smit komu upp. Það er að skemma rosalega mikið fyrir okkur núna en að sama skapi er alltaf auð- velt að vera vitur eftir á. Það var vont að missa þann tíma út, án þess þó að ég vilji vera að gagnrýna ein- hvern sérstaklega.“ Einhverjir hafa kallað eftir því að fjölga liðum í efstu deildum til þess að gæta sanngirni, fari svo að mótið verði blásið af. „Það er ekki hægt að taka ákvörð- un um það núna hvort það eigi að fjölga í ákveðnum deildum. Þetta er mál sem þyrfti að taka fyrir á árs- þingi KSÍ í febrúar og þegar komið er fram í febrúar er mótastjórnin oftast búin að raða upp mótinu sem fram undan er í grunninn. Svona breytingar taka því oft ekki gildi fyrr en ári síðar og ég sé það því ekki gerast að við séum að horfa fram á einhverja fjölgun í efstu deildum ef ákveðið verður að blása allt mótahald af. Þetta er miklu stærra mál en svo að hægt sé að fjölga bara liðum í efstu deildunum. Það er miklu meira undir.“ Markmiðið að ljúka mótinu Haraldur segir mikilvægt að fylgja bráðabirgðareglugerð KSÍ sem sett var í samráði við ÍTF í júlí, eins og staðan er í dag. „Reglugerðin er auðvitað bara mannanna verk en það er ekki til umræðu að lengja tímabilið og það kæmi manni á óvart. ÍTF kom að gerð þessarar reglugerðar á sínum tíma og hún á ekki að koma neinum á óvart. Hún var fyrst og fremst gerð til þess að geta lokið keppni, ef eitthvað færi í skrúfuna hjá okkur. Nú kemur svo í ljós að það eina sem við höfum til að fara eftir er þessi reglugerð. Hún er sett fyrir akkúrat þær aðstæður sem við erum í núna og þá er það í raun okkar skylda ef svo má segja að fylgja henni eftir. Það er til lítils að vera að setja ákveðnar reglugerðir ef þeim er svo ekki fylgt,“ sagði Haraldur. „Við viljum ljúka mótinu“  Afstaða Íslensks toppfótbolta varðandi Íslandsmótið er sú sama  Skoðanir skiptar en bráðabirgðareglugerð KSÍ er okkar siglingaplagg, segir formaður ÍTF Morgunblaðið/Árni Sæberg Toppslagur Valur og FH eru í efstu sætum Pepsi Max-deildar karla og eiga að mætast í síðustu umferðinni, svo framarlega sem mótinu verður lokið. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Íslensku landsliðsmennirnir ellefu sem hófu umspilsleikinn gegn Rúm- eníu á Laugardalsvellinum 8. októ- ber áttu einstaklega náðuga fót- boltahelgi. Gylfi Þór Sigurðsson var sá eini þeirra sem spilaði, í rúmar 20 mín- útur með Everton gegn Liverpool á laugardaginn. Jóhann Berg Guðmundsson, Ar- on Einar Gunnarsson og Arnór Ingvi Traustason leika í kvöld með Burnley, Al-Arabi og Malmö. Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórs- son áttu allir frí þar sem enginn leikur var hjá þeirra liðum. Ragnar Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason léku ekki með sínum liðum vegna meiðsla og Hörður Björgvin Magn- ússon var í leikbanni og spilaði því ekki með CSKA Moskvu. Þessir ellefu ættu að vera líklegir til að hefja úrslitaleikinn gegn Ung- verjum í Búdapest 12. nóvember, ef allir verða heilir heilsu. Róleg helgi hjá landsliðsmönn- um Íslands Spánn Zaragoza – Murcia .............................. 98:86  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig fyrir Zaragoza og tók átta fráköst. Hann lék í 26 mínútur. Andorra – San Pablo Burgos .... (frl.) 87:82  Haukur Helgi Pálsson lék í 33 mínútur með Andorra, skoraði 18 stig og átti tvær stoðsendingar. Þýskaland Bikarkeppnin, A-riðill: Göttingen – Fraport Skyliners .......... 79:64  Jón Axel Guðmundsson skoraði 20 stig fyrir Fraport, tók fimm fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hann lék í 26 mínútur. Litháen Lietkabelis – Siaulai.......................... 101:76  Elvar Már Friðriksson lék í 34 mínútur með Siaulai, skoraði 20 stig, átti fjórar stoð- sendingar og tók fjögur fráköst.   Þýskaland Göppingen – Erlangen........................ 27:27  Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen. Melsungen – Minden ........................... 24:24  Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Essen – Balingen ................................. 33:27  Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Balingen. Stuttgart – Lemgo............................... 26:26  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert.  Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. Leverkusen – Bad Wildungen ........... 33:18  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Leverkusen. B-deild: Hüttenberg – Bietigheim ................... 20:22  Aron Rafn Eðvarðsson varði 10/3 skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Hamm – Gummersbach ...................... 27:25  Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Solingen – Sachsen Zwickau ............. 25:24 Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Sachsen Zwickau. Danmörk Bjerringbro/Silkeborg – Aalborg .... 28:26  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Vendsyssel – Köbenhavn.................... 28:37  Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 2 skot í marki Vendsyssel en Steinunn Hansdóttir var ekki með. Pólland Kielce – Gwardia Opole...................... 39:24  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Kielce en Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Noregur Drammen – Runar............................... 24:23  Óskar Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Drammen. Sviss Bern – Kadetten .................................. 31:35  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadett- en Schaffhausen.   ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Óhætt er að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi staðið á öndinni þegar hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk haltraði af velli þegar nokkrar mínútur voru búnar af grannaslagn- um við Everton á Goodison Park á laugardaginn. Van Dijk hefur gjörbreytt liði Liv- erpool sem hefur orðið bæði Evr- ópumeistari og Englandsmeistari með hann innanborðs síðustu tvö ár- in enda af mörgum talinn besti varn- armaður heims. Liverpool staðfesti í gær að Hol- lendingurinn þyrfti að fara í upp- skurð á hné og því blasir við að hann missir af stórum hluta tímabilsins. Ekki ber þó saman félaginu og fjöl- miðlum um hvort um laskað kross- band sé að ræða eða liðbönd í hnénu. En hvort heldur sem er, þá mun reyna verulega á varnarleik Eng- landsmeistaranna næstu mánuði. Til viðbótar þessu stóra áfalli eru þeir án markvarðarins Alissons sem stendur og afleysingamann hans, Adrián, vantar talsvert upp á að vera í sama gæðaflokki. Grannaslagurinn endaði 2:2 og þar voru lukkudísirnar með Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum. Gylfi lék síðustu 20 mínúturnar en Dom- inic Calvert-Lewin jafnaði fyrir Everton undir lokin með sínu sjö- unda marki í fyrstu fimm leikjunum. Í uppbótartíma virtist Jordan Hend- erson hafa tryggt Liverpool sigur en mark hans var eftir nokkra skoðun dæmt af. VAR-myndbandakerfið hefur í kjölfarið sætt gagnrýni úr herbúðum Liverpool, bæði vegna þess að Pickford slapp við refsingu fyrir brotið á van Dijk þar sem Hol- lendingurinn var úrskurðaður rang- stæður, og vegna þess að úrskurður VAR-dómaranna í lokin var umdeil- anlegur og langan tíma tók að kom- ast að niðurstöðu. Eftir stendur að leikurinn endaði 2:2 og Everton er á toppi deild- arinnar með 13 stig eftir fimm um- ferðir. Frábær byrjun hjá Gylfa og félögum og greinilegt er að Carlo Ancelotti er að móta afar öflugt lið, sem sýndi líka karakter með því að jafna tvívegis gegn Liverpool. Sadio Mané og Mohamed Salah gerðu mörk Liverpool og Michael Keane fyrra mark Everton. Ótrúlegur lokakafli West Ham West Ham átti ótrúlegan loka- kafla gegn Tottenham í Lundúna- slag í gær. Tottenham komst í 3:0 á fyrstu 15 mínútunum og West Ham minnkaði ekki muninn fyrr en á 82. mínútu. En það dugði samt Hömr- unum því Manuel Lanzini skoraði stórbrotið jöfnunarmark með skoti í markvinkilinn með síðustu spyrnu leiksins, 3:3. Gareth Bale kom inn á hjá Tottenham í fyrsta sinn eftir endurkomuna frá Real Madrid.  Ross Barkley skoraði sigur- mark Aston Villa gegn Leicester í uppbótartíma á útivelli í gærkvöld, 1:0, og Villa er þar með eina liðið sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa.  Raheem Sterling tryggði Man- chester City sigur á Arsenal, 1:0.  Harry Maguire, Bruno Fern- andes, Aaron Wan-Bissaka og Marc- us Rashford skoruðu fyrir Man- chester United í 4:1-útisigri á Newcastle þar sem staðan var 1:1 fram á 86. mínútu.  Jannik Vestergaard jafnaði fyr- ir Southampton gegn Chelsea í upp- bótartíma, 3:3, í leik liðanna á Stam- ford Bridge. AFP Slasaðist Jordan Pickford skellir Virgil van Dijk á Goodison Park. Hvað gerir Liverpool nú?  Gæti verið án Virgils van Dijk það sem eftir er tímabils  Á leið í uppskurð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.