Morgunblaðið - 19.10.2020, Side 32

Morgunblaðið - 19.10.2020, Side 32
MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Englandsmeistarar Liverpool urðu fyrir miklu áfalli um helgina þegar einn besti knattspyrnumaður heims, Virgil van Dijk, slasaðist í nágrannaslagnum gegn Ever- ton. Nú hefur verið staðfest að Hollendingurinn þurfi að fara í uppskurð á hné og þar með gæti hann misst af því sem eftir er af þessu keppnistímabili. »27 Verður van Dijk ekki meira með? ÍÞRÓTTIR bjuggu um 400 manns í þorpinu. „Á þeim tíma var minna hugsað um list- nám en það að lifa af og bókin ber þess merki að ég ólst upp í skugga Þormóðsslyssins 1943,“ rifjar hún upp. Þar vísar hún til þess þegar vél- skipið Þormóður frá Bíldudal sigldi frá Patreksfirði 17. febrúar með sjö manna áhöfn og 24 farþega til Reykjavíkur en steytti á skeri út af Garðsskaga daginn eftir með þeim afleiðingum að skipið fórst og enginn um borð lifði af. „Þegar ég náði sama aldri og foreldrar mínir voru á þegar þessi alvarlegi atburður varð furðaði ég mig á því hvernig fólk lifði af þessa ofboðslegu sorg og þetta hræðilega áfall sem gekk yfir þetta litla þorp. Ekkert heimili á Bíldudal var ósnort- ið af þessum atburði.“ Lífsins gangur veitir Valgerði inn- blástur og hún segist gjarnan setjast niður og hugsa um það sem sé að ger- ast í veröldinni. „Þegar eitthvað stingur mig í hjarta er gott að geta komið því niður á blað.“ Hún gerir ekki upp á milli ljóðanna, því þau segi öll ákveðna sögu, en segir að fyrsta ljóðið, „Snúið“, sé kannski lýsandi fyrir bókina. Þau búi á afskekktum stað og megnið af vetrinum í mikilli kyrrð og þögn. „Ég skrifa mikið um náttúruna og kemst vel í snertingu við hana hérna á Leirubakka.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út bókina Öldufax, sjónarrönd af landi, eftir Valgerði Kr. Brynjólfs- dóttur íslenskufræðing. „Eftir að ég hætti að hafa tíma til að sinna fræð- unum fékk ég út- rás fyrir þörfina til að skrifa með þessum hætti,“ segir Valgerður um þessa fyrstu ljóðabók sína, en hún starfaði áður meðal annars á Árnastofnun og skrifaði þá fræði- greinar um bókmenntir auk þess sem ljóð eftir hana hafa birst í tímaritum. Hjónin Valgerður og Anders Han- sen hafa verið með hótelrekstur, veit- ingahús og hestaleigu á Leirubakka við Heklurætur síðan 2005. Það hefur verið meira en fullt starf og skrift- irnar því setið á hakanum, en Val- gerður segist hafa reynt að nýta vel þann litla frítíma, sem hafi gefist á veturna frá um 2011, til að sinna ljóðagerð. „Þegar maður vinnur alla daga frá morgni til kvölds er lítill tími til sköpunar samhliða hefðbundnum störfum,“ útskýrir hún. Valgerður leggur áherslu á að sveitafólk sé vant að nota hverja mín- útu, því alltaf sé verk að vinna. „Ljóð- in hafa dottið ofan í skúffuna öðru hverju þessi ár og þegar kórónu- veiran skall á gafst frí frá önnunum í hótelrekstrinum og þá fór ég að tína upp úr skúffunni,“ segir Valgerður um bókina. Hún segist reyndar oft hafa hugsað sér að gefa út ljóðabók en ekki hafi gefist tími til þess fyrr en nú. „Stundum hef ég sagt að gaman væri að geta málað vegna þess að ein- hverjar myndir voru í höfðinu á mér og skemmtilegt væri að koma þeim á blað en svo áttaði ég mig á því að ég gæti frekar málað með orðum en pensli.“ Sjóslys og heimsviðburðir Valgerður ólst upp á Bíldudal við sunnanverðan Arnarfjörð og þá Málar með orðum frekar en penslum  Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir með fyrstu ljóðabók sína Ljósmynd/Anders Hansen Skáld Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir sækir innblástur í náttúruna. MENNING Hið nýstofnaða Dúó Edda heldur streymistónleika í Hljóðbergi menningarhússins Hannesarholts í dag, mánudag, klukkan 16. Fylgjast má með á facebooksíðu Hannesarholts. Dúettinn skipa tvær ungar tónlistar- konur, Vera Panitsch á fiðlu og Steiney Sigurðardóttir á selló. Fyrstu tónleikar Dúós Eddu voru í Eldborgarsal Hörpu í vor og á döfinni eru tónleikar hér heima og er- lendis. Á streymistónleikunum í dag flytja þær verk eft- ir Erwin Schulhoff og Zoltán Kodály. Hið nýstofnaða Dúó Edda heldur streymistónleika í Hannesarholti Sýndu að þú sért framúrskarandi EKKI SPARA KRAFTANA Í KRAFTI CREDITINFO Á hverju ári mælir Creditinfo hreysti íslenskra fyrirtækja út frá lykiltölum í rekstri síðustu þriggja ára. Að jafnaði standast aðeins 2% fyrirtækja þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja sem þýðir að þau eru komin í úrvalshóp, landsliðið í sinni grein, og eru líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur. Ef þitt fyrirtæki er í þessum hópi getur þú pantað vottun og sýnt að þú sért framúrskarandi. Kynntu þér málið á creditinfo.is. ER ÞITT FYRIRTÆKI FRAMÚRSKARANDI? PANTAÐU VOTTUN!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.