Alþýðublaðið - 08.01.1920, Blaðsíða 3
ar sýrur eða sölt verka á ]>au.
Lirfur þær, er komu úr eggjunum
hjá Loeb, voru heldur minni, en
að öðru leyti alveg eins og þær
lirfur, sem orðið höfðu til á eðli-
legan hátt, það er fyrir tilverkvað
karldýra.
Auðvitað hefir þessum tilraun-
um verið haldið áfram við ýmsar
amerískar vísindastofnanir, og eftir
því sem sagt er frá í ýmsum
amerískum tímaritum, hafa þær
leitt mjög merkilegt atriði í ljós,
sem getur orðið mjög mikilsvert
fyrir framtíð mannkynsins.
Það er dr. med. ungfrú Elisa-
beth Mallevie; sem er prófessor í
lífeðlisfræöi við hinn heimsþekta
kvennaháskóla í Northampton Mass,
sem hefir á svona glæsilegan hátt
haldið áfram tilraunum þeirra
Garells og Loebs. Ungfrú Malle-
vie er ákafur kvenfrelsisvinur og
tilraunir hennar fóru fram í á-
kveðnum tilgangi, sem só þeim,
að reyna að láta kvenegg þróast án
þess að frjóvgun hafi farið fram.
í Ameríkú er auðvelt að fá það,
sem með þarf til þesskonar til-
rauna, því margar miljónerafrúr
nénna ekki að vera að eiga við
það að ala börn, og láta því gera
á sér holskurð og taka úr sér
eggjastokkana, enda fylgir því sá
kostur, að kvenfólk, sem lætur
gera þennan skurð, heldur miklu
lengur fegurðinni én hinar, sem
láta svo lítið að eiga börn.
Dr. med. ungfrú Elisabeth Molle-
vie hefir nú ræktað eggjastokka,
er þannig voru burtskornir, eftir
aðferðum Carrels, og hefir eigi ein-
ungis tekist að halda þeim lifandi
um lengri tíma, heldur hefir það
sýnt sig, sem merkilegt þykir, að
allir vísirarnir þroskast á þennan
hátt í egg, en það verður ekki
þegar alt gengur sinn vanagang.
í eggjastokkunum báðum er til
samans um 6Ö þús. eggjavísirar,
on af þeim verða sjaldan nema
4 til 5 hundruð að fullþro3ka
eggjum, en af þeim frjóvgast ekki
aftur nema tiltölulega fá, því sjald-
gæft. er að kona eigi yfir 20 börn.
(Frh.).
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Bjargar yimenka?
Khöfn 4. jan.
Enski fjármálafræðingurinD, sir
George Paish, er kominn tii
Bandaríkjanna til þess að reyna
að fá þar stórt lán til viðbjarg-
ar viðskiftalífi Evrópu.
[Sir George Paish er fjármála-
ráðunautur ensku stjórnarinnar,
og hefir verið það stríðsárin. Hann
er ritstjóri hagfræðisritsins „Sta-
tist“. Nýlega ritaði hann grein
um fjárhagsvandræði Evrópu, og
hélt því fram, að öll lönd álfunn-
ar væru í hinni stærstu hættu
stödd fjárhagslega, nema Þjóða-
bandalagið útvegaði fé í Vestur-
heimi. 'Áleit hann að það þurfi að
minsta kosti 36 miljarða króna,
ef að gagni eigi að verða. Út-
dráttur úr hinni eítirtektaverðu
grein sir George Paish mun bráð-
um verða birtur hér í blaðinu].
Útlenðar fréttir.
Frá UngTerjnm.
Friedrich, sem myndaði stjórn í
Ungverjalandi þegar Bela Kun
varð að láta af völdum, sökum
inarásar Rúmena, lagði niður völd
í síðastl. mánuði. Heitir hinn nýi
forsætisráðherra Huszar, og er
ráðaneytið myndað af öllum flokk- |
um, einnig jafnaðarmönnum. —
Friedrich er hermálaráðherra í
þessu samsteypuráðaneyti.
Norrænir prófessorar til
Eistlands.
Eistlendinga vantar lögfræðís-
prófessora til háskólans í Dor- ,
pat, og vilja fá norræna lög-
fræðinga í þau embætti. Þeir
hafa þegar fengið einn Norður-
laDdabúa, dr. Bjerre, sem orðinn
er prófessor í Dorpat í hegningar-
rétti, en vantar menn í prófessors-
embættin í borgararétti og róm-
verskum rétti.
Eystrasaltsríkin
Latvia, Lithá og Eistland gerðu
í fyrra mánuði samninga við
Bolsivíka um að skiftast á her-
föngum, þannig að maður kæmi
»
fyrir mann; á hver fangi, sem
skilað er, að vera vel út búinn
að fatnaði og vistum.
Kona þingfulltrúi í Englandi.
Nýlega var kosið til þings í 4
kjördæmum í Englandi. í einu
kjórdæminu komst frændi North-
cliffes lávarðar, Mr. Harmsworth,
á þing með miklum meiri hluta.
Hann er aðeins 21 árs gamall.
En þess ber að gæta, að fjölskylda
hans kvað vera mjög voldug í því
kjördæmi. En í P.ymouth var
Lady Astor kosin á þing í stað
manns hennar er tók við lávarðs-
tign föður síns. Hún er fyrsta
konaD, sem tekur sæti í neðri
málstofu brezka parlamentsins.
Hún og maður hennar kváðu hafa
gefið mikið fé í góðgerðaskyni þar
í borginni og eru þau því vinsæl
þar.
Ensku blöðin segja að ýmsar
aðrar ríkar hefðarfrúr langi til að
fara á stúfana og komast inn á
þing líka.
Góðgerðasemin er notuð víðar £
pólitiskum tilgangi en hér á ís-
landi.
í hinum kjördæmunum komst
jafnaðarmaður að í öðru, en stjórn-
arsinni að í hinu.
Kosningar í Ítalín.
Yið kosningarnar í Ítalíu í
vetur kaus aðeins helmingur hjós-
enda. Jafnaðarmenn unnu glæsi-
legan sigur, sérstaklega í borgun-
um í Norður-Ítalíu og í ýmsum
sveitakjördæmum. Katólskir jafn-
aðarmenn fengu einnig mörg sæti,
og mun flokkur þeirra ráða mestu
í þinginu.
Ini iaginn og vegion.
Ábyrgð á bráðabirgðaláni Bygg-
ingarfélags Reykjavíkur var sam-
þykt við aðra umræðu á síðasta
bæjarstjórnarfundi.
Iínattspyrnuráð íslands hefir
sent bæjarstjórn erindi um knatt-
spyrnuvöll á Melunum. Málið hefir
ekki enn komið fyrir bæjarstjórn.
Gjaldkerastaðan við höfnina
er auglýst laus. Föst laun 3500
kr. hækkandi upp 1 4500 kr.