Alþýðublaðið - 08.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Steingrím Jónsson verkfræð- ing, sem dvalið hefir í Stokkhólmi, hefir rafmagnsnefnd bæjarins ráðið til þess að semja reglur um inn- lagningar raforku, og til þess að hafa eftirlit með innlagningu með- an á byggingu rafstöðvarinnar stendur. Kaupið er 800 kr. á mánuði. Trúlofnn sína opinberuðu á jóladaginn þau Jóhanna Ingólfs- dóttir frá Akureyri og Matthías Jónasson verkam. Ránargötu 28. Bafmagnsnefnd bæjarins hefir ráðið þá j, verkfræðingana Broager Christensen og Guðm. Hlíðdal til Í>e8s að standa fyrir byggingu hinnar fyrirhuguðu rafmagnsstöðv- ar; hinn fyrnefndi á að standa fyrir vatnvirkjahl., hinn síðarnefndi rafmagnshlutanum. Ekki eiga þeir að gera það ókeypis, því þeir eiga að fá 1000 kr. hver á mánuði. Mr. Dowell í London hefir boðist til þess að leigja veiðirétt- inn í Elliðaánum næsta sumar á 500 sterlingspund. Bóbhaldara á skrifstofu hafn- arinnar hefir hafnarnefnd skipað þá Guðm. Jakobsson og Helga Hallgrímsson. Hinn fyrri fær laun samkv. 5. launafl. en hinn síðari samkv. 6. launaflokki. Enn fremur hefir Axel Jónsson verið ráðinn umsjónarmaður við höfnina (laun samkv. 8. launafl.). Allir þessir menn eru ráðnir samkv. tillögum hafnarstjóra. Hreinlát stúlka óskast í vist nú þegar um óákveðin tíma. Uppl. á Bjargarstíg 3 niðri. Brjóstnál (einkenni rautt blóm) tapaðist Laugard. 27. des. Finnandi skili henni á afgr. Alþb. gegn fundarlaunum. liitil íbúö óskast sem fyrst. A. v. á. Fundlnn merktur karlmanns- gullhringur. A. v. á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafnr Friðriksson.__________ Prentsmiðjan Gutenberg. iJóéursiló íil söíu Rjá éC. & Hbuus. JUíar nauðsynjavörur fáið þér beztar og ódýrastar í cTuaupfélagi varRamannat Laugaveg 22 A. Sími 728. Gjaldkerastaðan við Reykjavíkurhöfn er laus frá 1. marz 1920. Árslaun 3500 krónur, hækkandi annaðhvert ár um 200 kr. upp í 4500 kr. Launaviðþót vegna dýrtíðar greiðist samkvæmt samþykt um laun starfsmanna Reykjavíkurkaupstaðar. Skriflegar umsóknir um stöðuna sendist undirrit- uðum á hafnarskrifstofuna fyrir 10. jan. 1920. Hafnarstjórinn í Reykjavík 30. des. 1919. Þórarinn Kristjánsson. Kristalssápa af beztu tegund fæst ódýrust í verzlun Sigurjóns Péturssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.