Morgunblaðið - 17.10.2020, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2020
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofu Langanesbyggðar og heyrir beint undir sveitar-
stjóra og er staðgengill hans. Hann hefur faglega forystu og verkstjórn á daglegum
verkefnum skrifstofunnar. Hann hefur umsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfs-
mannahaldi sveitarfélagsins og stofnana þess í umboði sveitarstjóra.
Helstu verkefni eru:
• Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar.
• Umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins í umboði sveitarstjóra.
• Undirbúningur og frágangur funda sveitarstjórnar, nefnda og ráða.
• Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra
undir sveitarfélagið.
• Tekur þátt í faglegri framkvæmd verkefna á grunni sérfræðiþekkingar sinnar.
• Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og birtingu fundargerða.
• Yfirumsjón og ábyrgð með leyfisveitingum, uppfærslum á samþykktum, reglum og
gjaldskrám.
Menntun:
• Á sviði viðskipta, stjórnsýslu eða lögfræði.
Reynsla:
• Úr stjórnsýslu og rekstri.
• Af stefnumótun og verkefnastjórnun æskileg.
• Á skjalastjórnunar- og bókhaldskerfum æskileg.
• Á sviði kjaramála, stjórnunar, og samningagerðar æskileg.
Hæfni:
• Í samskiptum.
• Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
• Greiningarhæfni ásamt hæfni í úrvinnslu og framsetningu talnalegra upplýsinga.
• Gott vald á íslensku og enskukunnátta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jónas Egilsson, sveitarstjóri - jonas@langanesbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2020 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.
Langanesbyggð leitar eftir
skrifstofustjóra
Langanesbyggð er öflugt og
vaxandi sveitarfélag með
spennandi framtíðarmöguleika.
Á Þórshöfn búa um 400 manns í
fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn
var endurnýjaður árið 2016 og
er öll aðstaða og aðbúnaður til
fyrirmyndar. Nýr leikskóli var
tekinn í notkun haustið 2019.
Gott íbúðarhúsnæði er til staðar
og öll almenn þjónusta er á
Þórshöfn.
Á staðnum er gott íþróttahús
og innisundlaug og stendur
Ungmennafélag Langaness fyrir
öflugu íþróttastarfi.
Í þorpinu er mikið og fjölbreytt
félagslíf. Samgöngur eru góðar,
m.a. flug fimm daga vikunnar til
Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta
nágrenni eru margar helstu
náttúruperlur landsins og ótal
spennandi útivistarmöguleikar,
s.s. fallegar gönguleiðir og stang-
og skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á
öllum aldri, af báðum kynjum, með
margskonar menntun og reynslu.
Í samræmi við jafnréttisáætlun
Langanesbyggðar eru karlar jafnt
sem konur hvött til að sækja um
störf hjá sveitarfélaginu.
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu
starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting
og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings
að vel takist til.
Fagnað er í ályktun Fjórð-
ungsþings Vestfirðinga, sem
haldið var í sl. viku, að fram-
kvæmdir séu að hefjast við
endurnýjun og uppbyggingu
Vestfjarðavegar í Gufudals-
sveit og á Dynjandisheiði.
Ítrekuð er jafnframt krafa
um að tenging Bíldudalsvegar
við Vestfjarðaveg verði tekin
þessu samhliða og verkefnin
unnin innan samgönguáætl-
unar sem gildir til 2024.
Strandavegir
verði endurnýjaðir
Minnt er í ályktun á að end-
urnýja þurfi vegi í nágrenni
Hólmavíkur á Ströndum.
Staða Strandabyggðar sé al-
varleg og hafi sveitarfélagið
nýverið verið tekið inn í verk-
efnið Brothættar byggðir.
Undir þeim hatti sé leitað
allra leiða til að bæta búsetu-
skilyrði á svæðinu. Úrbætur í
innviðum eru þar lykilþáttur.
Þá er þess krafist að end-
urnýjun vegar um Veiðileysu-
háls á Ströndum verði hluti af
fjárfestingarátaki rík-
isstjórnar til að mæta efna-
hagssamdrætti vegna heims-
faraldurs kórónuveiru.
Árneshreppur muni ljúka
fjögurra ára þátttöku í verk-
efninu Brothættum byggðum
á árinu 2021. Verkefnið hafi
eflt ferðaþjónustu, samfélagið
og menningu á svæðinu en lít-
ið hafi þokast með uppbygg-
ingu innviða. Úr því verði að
bæta.
Lífæð byggða
Í ályktun Fjórðungsþings
Vestfirðinga er lýst áhyggj-
um af áhrifum kórónuveir-
unnar á innanlandsflug til
lengri tíma litið. Gerð sé krafa
á stjórnvöld að horfa til inn-
anlandsflugs sem lykilþáttar
fyrir þróun samfélaga og at-
vinnulífs og ekki verði dregið
úr framlögum vegna stöðu
dagsins í dag. Ítrekuð er
krafa um meiri framlög til
innanlandsflugs og að meiri
peningar verði veittir til við-
halds og endurbóta á flugvöll-
unum á Gjögri, Bíldudal og
Ísafirði og til flugleiðsagnar.
„Þá minnir Fjórðungsþing
á mikilvægi Reykjavík-
urflugvallar fyrir samgöngur
á milli landsbyggðar og höf-
uðborgar. Áætlunarflug á
milli Reykjavíkur og Ísafjarð-
ar, Bíldudals og Gjögurs eru
mikilvægustu almennings-
samgöngur Vestfirðinga og
lífæð byggðanna stóran hluta
ársins. Því er fagnað verkefn-
inu Loftbrúnni sem tók gildi á
þessu ári,“ segir í ályktun.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ísafjörður Höfuðstaður Vestfjarða, miðstöð þjónustu í héraði.
Vilja vegabætur
og styrkja flugið
Ályktað um samgöngumálin
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Loftbrú Ernir fljúga til Bíludals þar sem þessi mynd er tekin.
Óbreytt þjónusta verður á
næstunni í þjóðgarðinum á
Þingvöllum og taka land-
verðir á móti gestum í allan
vetur, hér eftir sem hingað til.
Þetta gerist þrátt fyrir að
upphafi vikunnar þurfti að að
segja upp starfsfólki hjá þjóð-
garðinum vegna fækkunar
ferðamanna sem fylgt hefur
kórónuveirufaraldrinum.
Landvarsla verður allt árið
í þjóðgarðinum. Á næstunni
mun hún þó taka mið af
breyttu heimsóknamynstri.
Einnig með megináherslu á
háannartímabil frá maí til
september og þar sem hlut-
verk landvarða er að veita
fræðslu um sögu og náttúru
Þingvalla. Sýningin Hjarta
landsins í gestastofu á Hak-
inu verður opin og önnur
þjónusta við gesti eftir því
sem sóttvarnir og veður leyfa.
„Landsmenn eru hvattir til
að heimsækja þjóðgarðinn og
njóta þess sem haust- og vetr-
araðstæður bjóða upp á,“ seg-
ir í tilkynningu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvellir Svipsterkur arkitektúr ráðherrabústaðarins.
Óbreytt á Þingvöllum