Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 6
Um áramót:
6
BÆJARINS BESTA
SMÁ
AUGLÝSINGAR
Range Rover
Til sölu er Range Rover, ár-
gerð 1975. Ekinn 106.000
km. Verðhugmynd kr.
270.000,- Uppl. Í0 6173.
Tapað
Tapast hefur Citizen karl-
mannsúr. Úrið tapaðist að-
fararnótt 7. jan. sl. fyrir
utan Krúsina. Hafið samb. í
0 6173. Fundarlaun.
Fundið
Pentax PC35 myndavél
fannst fyrir framan Krúsina
á Gamlárskvöld. Upplýs-
ingar í 0 4560.
Ford Bronco
Til sölu er lítið breyttur
Ford Bronco, árgerð 1973.
Upplýsingar í 0 7161.
Skíðagalli
Til sölu er lítið notaður,
góður skíðagalli á krakka.
Verð kr 7000,- Upplýsingar
í 0 3384.
Isfirðingar og aðrir
Ég skipti um rennilása og
geri við margt fleira. Upp-
lýsingar í 0 4848.
Kettlingur
Kettlingurfæst gefins. Upp-
lýsingar í 0 4108.
Bílskúr
Til leigu er bílskúr á Eyr-
inni. Upplýsingar í 0 4775.
Húsnæði óskast
Okkur vantar húsnæði til
leigu frá júní eða fyrr.
Leiguskipti möguleg á 4ra
herb. íbúð við Fellsmúla í
Reykjavík. Uppl. gefa
Vigdís eða Egill í 0 4121.
Vatnsrúm
Nýlegt lítið notað King Size
vatnsrúm er til sölu vegna
flutninga. Tilboð óskast.
Upplýsingar í 0 4481 eftir
kl. 17.
Lyklakippa
Lyklakippa á stálkeðju tap-
aðist. A kippunni er einn
húslykill og tveir pípulyklar.
Kippan tapaðist við ára-
mótabrennu á Gamlárs-
kvöld. Skilvís finnandi vin-
samlega skili kippunni á lög-
reglustöðina.
Dekk
Til sölu eru 13” nagladekk,
notuð einn vetur. Verð kr.
2000.- pr. stk. Upplýsingar
gefur Björn í 0 4792 eða
4560.
Herbergi til leigu
Til leigu er herbergi. Upp-
lýsingar í 0 4532.
MMC L-300
Til sölu er Mitsubishi L-300,
4x4, árgerð 1985. Upplýs-
ingar í 0 3112 og 3106 eftir
kl. 19.
Samningarnir eru lausir
- hverjir eru möguleikarnir?
Pétur Sigurðsson forseti A.S.V. skrifar:
ísafirði 4. janúar 1990
ÓÐIR félagar!
Gleðilegt og árang-
ursríkt nýtt ár og þökk fyrir
viðkynningu og samstarf á
liðnu ári.
Nú við áramót eru allir
kjarasamningar okkar laus-
ir, með þeim möguleikum
sem slíkt gefur. Flestir eru á
því að þeir kostir sem nú eru
fyrir hendi liggi aðallega í því
hvort hægt sé að ná verulega
niður verðbólgunni. Þar
með að ná langþráðum stöð-
ugleika í. efnahagsmálum og
tryggja kaupmátt.
Eftir fyrsta misserið þegar
vextir hefðu almennt lækkað
og verðlag haldist stöðugt,
yrði rekstrarstaða fyrirtækja
og fjölskyldna tryggð.
Þegar slíku jafnvægi og
bata er náð, væri hægt að
sækja kaupmáttaraukningu
ef þjóðarframleiðsla dregst
ekki því meir saman. Kaup-
mátt höfum við hvorki sótt
né varið með beinum launa-
hækkunum í samningum. Því
í hvert sinn sem einhverjir
áfangasigrar hafa unnist með
þeirri aðferð, hafa sterkari
aðilar komið á eftir og hirt
það sem samið var um fyrir
verkafólk og ávallt gott bet-
ur, aukið þannig launamun
og stuðlað að verðbólgu og
óáran hjá útflutningsat-
vinnuvegunum. Afleiðingin
síðan hækkað vöruverð,
gengisfellingar og aukin
skattlagning sem bitnar
alltaf verst á þeim sem
lægstu launin hafa.
Árangurinn
eyðilagður
Þegar samningar voru í
undirbúningi sl. vetur benti
ég á, að umsamdar taxta-
hækkanir á undanförnum
árum hefðu hvorki fært okk-
ur meiri kaupmátt né jöfnun
lífskjara. Frjálst og eftirlits-
laust verðlag á allri nauð-
synjavöru, frjáls fjármagns-
sala og sjálfvirk óheft
verðlagning á allri þjónustu
og landbúnaðarvörum, hafa
yfirleitt eyðilagt mestan
þann árangur sem talið var
að náðst hefði. Einstöku
áfangar, t.d. í kauptryggingu,
námskeiðsálögum, orlofs- og
desemberuppbót og ýmsum
félgslegum þáttum hafa að
vísu náðst. Mikið vantarþó á
að okkar fólk standi jafnfæt-
is öðrum launþegum á þess-
um sviðum. Ég tel að miklu
meiri áherslu eigi að leggja á
að ná jöfnuði við aðra í þess-
um efnum.
Samningar okkar um
„Hlutaskiptin" hafa þó skil-
að fólki umtalsverðum ár-
angri, jafnvel betri en reikn-
að var með í upphafi. Þetta
launakerfi þarf þó að festa
og bæta með hefðbundnum
samningi eins og alltaf stóð
til.
Þær samningaviðræður
sem nú hafa átt sér stað frá
því á jólaföstu og standa
enn, hafa gengið út á að
finna leið til samkomulags
um kaupmáttaraukningu án
taxtahækkana, jafnframt leit
að tryggingu fyrir því, að for-
sendur væntanlegrar lausnar
fáist tryggðar svo vinnufrið-
ur haldist t.d. út árið. Mest
um vert er lækkun verðbólgu
og lækkun tilkostnaðar hjá
heimilum launafólks, ásamt
því að tryggja hverri vinnu-
fúsri hönd atvinnu. Þetta er
enginn nýr sannleikur sem
þarna er leitað, samningur
okkar „Sólrisusamningarn-
ir“ frá 25. janúar 1988 voru
grundvallaðir á þessum sjón-
armiðum. Markmiðum slíks
samnings verður seint náð
nema um þau náist þjóðar-
sátt og engum leyft að rjúfa
slík grið.
Samningar
sjómanna
Samningar sjómanna eru
einnig í undirbúningi. Þegar
hafa borist tillögur til kröfu-
gerðar frá nokkrum félög-
um, m.a. Sjómannafélagi Is-
firðinga. Sjómenn hafa
vegna skerðingar á aflaheim-
ildum lækkað nokkuð í laun-
um þegar um heildargreiðsl-
ur til þeirra er að ræða, það
mun þó hafa komið mismik-
ið við einstaklinga eins og
gengur. Skiptakjörin hafa
einnig rýrnað vegna olíu-
verðsviðmiðunar í samning-
um. Olíuverð hefur farið
hækkandi á heimsmarkaði
og spáð er sömu þróun á
næstu árum. Það getur ekki
verið sanngjarnt að sjómenn
taki einir á sig hækkun á slík-
um tilkostnaði. Eðlilegra
væri að skattlagning hins op-
inbera sé lækkuð til að halda
olíuverðinu í sem mestu
jafnvægi.
Launamöguleikar vest-
firskra sjómanna verða þó
ekki auknir að ráði nema
með auknum afla. Nálægðin
við fengsælustu fiskimiðin
hefur alla tíð verið undir-
staða tilveru okkar byggðar-
lags og verður áfram. Höfuð
nauðsyn er því nú sem fyrr
að losna undan þeim þræla-
járnum sem „Kvótalögin"
eru. Þar hefur gætt mikils
tvískinnungs hjá þeim sem
við höfum starfað með und-
anfarið við að losa okkur við
þessa helfjötra.
Geigvænleg
byggðaröskun
Freistandi væri því hér í
þessu bréfi að ræða frekar
um byggðamál almennt því
auðvitað hvílir vandinn ekk-
ert síður á okkur í verkalýðs-
félögunum en örðum, vegna
þeirrar geigvænlegu byggð-
arröskunar á Vestfjörðum
sem orðið hefur undanfarið,
þar sem fólksfjöldi í okkar
byggðarlagi hefur ekki bara
staðið í stað, heldur hefur
orðið hér mikil fólksfækkun,
Pétur Sigurðsson.
þrátt fyrir fjölgun þjóðarinn-
ar í heild. Vonandi er engin
uppgjöf í ,,kvótastríðinu“ þó
hlé sé á bardögum. Fyrir
okkur er engin lausn, öðru-
vísi en afnám „kvótalag-
anna“. Þeir sem samþykkja
aðra leið eru liðhlaupar og
ekkert annað. Ef við aftur á
móti verðum að sætta okkur
við lítt breytt lög um veiði-
stjórnun er vandi fyrir hönd-
um, sem kosta mun miklar
fórnir. Þá verða Vestfirðing-
ar að nota allt það fé sem
þeir geta höndum yfir komist
til að kaupa skip og kvóta til
að tryggja hér vöxt og við-
gang byggðar. Ég veit að ef
slíkur vandi steðjar að, þá
munu Vestfirðingar taka
höndum saman til lausnar.
Það verður hlutverk verka-
lýðsfélaganna ekki hvað
minnst.
Hér er mál að linni að
sinni. Fljótlega verður boð-
að til kjaramálaráðstefnu á
vegum sambandsins. Þar sjá-
umst við vonandi vígreif að
vanda.
Með baráttu kveðjum!
Pétur Sigurðsson
forseti A.S.V.
Díana Erlingsdóttir og
Veigar Þór Guðbjörns-
son, Eyrargötu 6, ísafirði,
eignuðust son þann 7. jan-
úar. Drengurinn vó 3960
grömm og var 53 sm.
BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 isafjörður, S 4560.
Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir.
Útgáfudagur: Miðvikúdagur. Upplag: 3600 eintök. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2,'s 4570.
Telefax, S4564. Setning, umbrot og prentun: H-PRENT sf, Suðurtanga 2,400 Isafjörður. BÆJARINS BESTA er aðili að
Samtökum Bæjar- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. Ettirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda
og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.