Bæjarins besta - 10.01.1990, Síða 8
BB-viötalið
8
BÆJARINS BESTA
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í opnuviðtali um sjálfan sig, bæjarmálin,
framkvæmdagleði bæjarfulltrúanna og einkum og sér í lagi: Skuldir ísafjarðarkaupstaðar
HARALDUR Líndal Haraldsson hefur gegnt bæjarstjórastarfinu í níu ár en er nú á för-
um frá ísafirði. Hann og kona hans, Ólöf Thorlacius, hafa keypt íbúð í vesturbænum í
Reykjavík og þegar kjörtímabili núverandi meirihluta bæjarstjórnar lýkur fara þau suður.
,,Mér hefur liðið vel hér en menn mega ekki vera of lengi í svona starfi“ segir hann. Kannski
svolítið dæmigert svar frá honum, segir sjaldan of mikið en svarar þó. Hann viðurkennir
ákveðna metnaðargirni en segist vera lítið fyrir sviðsljósið. Kannski einn af þeim sem vill
hafa völd en vera á ,,bak við tjöldin" ef svo má að orði komast. Vinnan tekur nær allan hans
tíma en um helgar er skrifstofunni lokað og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Bæjarmálin eru lítið til
umræðu á heimilinu og bæjarbúar hafa virt friðheigina þar og ónáða Iítið með símhringingum
utan vinnutíma.
Aður en ég fór til fundar við Harald var ég ákveðin í að í þetta sinn skyldi mér takast að fá
hann til að ræða sínar eigin skoðanir á hinum ýmsu málum bæjarins og um leið kynna les-
endum persónuna Harald L. Haraldsson. Hvernig til tókst er ykkar að dæma um, sjálf er ég
sæmilega ánægð með útkomuna:
Haraldur er fæddur 17.
ágúst árið 1952 í Keflavík og
er næstyngstur af sjö systkin-
um sem fædd eru á 20 ára
tímabili. Systurnar eru fjór-
ar, bræðurnir þrír. Faðir
hans, Haraldur Ágústson,
sem lést í október árið 1988,
vann sem verktaki á Kefla-
víkurflugvelli fyrir ríkið og
flugmálastjórn. Móðir hans,
Fjóla Eiríksdóttir, var
heimavinnandi enda margt í
heimili. Haraldur fór í Versl-
unarskólann í Reykjavík eft-
ir gagnfræðaprófið og lauk
þar stúdentsprófi. Á sumrin
á námsárunum vann hann
við ýmis störf, vann meðal
annars í fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli og var eitt
sumar flugþjónn hjá Loft-
leiðum. Eitt sumar vann
hann í Vínarborg í Austur-
ríki hjá fyrirtæki sem fram-
leiddi kristalsljósakrónur
fyrir efnafólk. Að loknu
stúdentsprófi hélt hann til
London þar sem hann nam
hagfræði í fjögur ár. Frá
Lundúnaháskóla lauk hann
B.Sc. (Econ) gráðu og tók
síðan mastersgráðu í hag-
fræði.
„Þegar ég lít til baka þá er
ég ekki frá því að ísafjörður
minni um margt á þá Kefla-
vík sem ég ólst upp í“ segir
hann. „Vitund fólks af hvort
öðru er svipuð og maður
minnist frá æskuárunum og
kannski er það ein skýringin
á því hvers vegna manni þyk-
ir orðið svo vænt um Isa-
fjörð.“
Árið 1978 hóf hann störf í
fjármálaráðuneytinu og var
þar til ársins 1981. „Reynsl-
an af því starfi og kynnin af
innviðum ríkisapparatsins
hafa komið sér mjög vel í
bæjarstjórastarfinu. Eg vann
fyrst í tolladeild ráðuneytis-
ins og síðan í gjaldadeild og
þar var maður í sambandi
við öll önnur ráðuneyti. Eins
hefur það komið sér mjög
vel að hafa hitt og kynnst
þeim mönnum sem þar vinna
og öll samskipti verða auð-
veldari þar af leiðandi" segir
hann um þann tíma.
28 ára
bæjarstjóri
Vorið 1981 var hann síðan
ráðinn bæjarstjóri á ísafirði,
28 ára gamall, einn yngsti
bæjarstjóri landsins þá.
Hann segist þó aldrei merkt
að fólki hafi fundist hann
fullungur til að gegna þessu
starfi. „Núna er ég með
næsthæsta starfsaldur af
starfandi bæjarstjórum í dag.
Haraldur og Ólöf ásamt börnum sínum, þeim Ragnheiði
Dögg, Haraldi Líndal og Arnari.
Ljósm. Myndás
Með hæsta starfsaldurinn er I tjarnarnesi. Þannig að það
Sigurgeir Sigurðsson á Sel- ' sést hvað skiptingarnar eru