Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 12

Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 12
12 BÆJARINS BESTA AFLAFRÉTTIR ísafjörður: Guðbjartur landaði á mánudag um 100 tonnum. Aflinn var aðallega þorsk- ur. Sett var í tvo gáma til Bretlands. Hálfdán í Búð landaði á laugardag 75 tonnum, mestmegnis þorski og ýsu. Sett var í einn gám. Orri fór í fimm róðra í síðustu viku og landaði 41 tonni. Guðný fór í fjóra róðra og var með um 35 tonn. Júlíus Geirmundsson kom inn á mánudagskvöld eftir sex sólarhringa á veið- um til að ná í umbúðir. Hann er nú kominn með afla að verðmæti 13 millj- ónir. Taka átti 30 tíma stopp vegna veðurs. Pál! Pálsson landaði á mánudag 115 tonnum. Afl- inn var aðallega þorskur. Sett var í fjóra gáma. Guðbjörg landaði 165 tonnum á mánudag, mestur hluti aflans var þorskur. Sett var í 5 og hálfan gám. Guðbjörg átti að fara út aftur seint í gær, þriðjudag. Hafdís fór ekkert á sjó í síðustu viku vegna bilunar. Viðgerð lauk á mánudag. Rækjutogarinn Hafþór er á veiðum. Hann fór út þann 4. janúar. Bolungarvík: Heiðrún landaði á mánu- dag 90 tonnum af þorski og setti í tvo gáma. Dagrún landaði á þriðjudag rúmum 50 tonnum af þorski eftir rúman sólarhring á veið- um. Sólrún er á veiðum fyr- ir norðan land. Hún fór út 6. janúar og var komin með 5 tonn af rækju eftir fyrsta daginn. Flosi landaði 53,5 tonn- um úr fimm róðrum. Jakob Valgeir fór líka í fimm róðra og landaði samtals 30 tonnum. Júpiter landaði 7. janúar 1154 tonnum af loðnu. Þess má geta að þetta er stærsti farmur sem hefur komið á land í Bolugnarvík úr einu skipi frá upphafi útgerðar þar. Súðavík: Haffari landaði á mánu- dag 50 tonnum. Bessi er á veiðum. Hann á söludag þann 15. janúar í Grimsby í Bretlandi. Suðureyri: Elín Þorbjarnardóttir er í viðgerð og hefur verið það í rúma viku. Ekki vitum við hvað Sig- urvon og Ingimar öfluðu í síðustu viku því að í gær var símasambandslaust við Suðureyri og bilun var ekki fundin þegar BB fór í prentun. Flateyri: Eins og fram kemur í frétt annars staðar í blaðinu er Gyllir nú loks á leið á miðin eftir að hafa verið í viðgerðum undanfarnar vikur. Fiskverkafólk hefur síðustu viku unnið afla línubátanna en þeir hafa aflað ágætlega og lönduðu samtals um 65 tonnum. Vísir fór í fjóra róðra og var með um 8,5 tonn að meðaltali í róðri og Jónína var með svipaðan afla eftir fimm róðra. Þingeyri: Framnes landaði á mánudag um 100 tonnum. Aflinn var aðallega þorsk- ur. Sléttanes er ennþá í við- gerð í Reykjavík vegna bil- unar í togspili. Bibbi Jóns fór í einn róð- ur í síðustu viku og var með 4,8 tonn. Tjaldanes fór í þrjá róðra og landaði sam- tals 15,4 tonnum. Aðrir línubátar eru stopp vegna banndaga. Tálknafjörður: Tálknfirðingur kom inn á mánudagskvöld undan ó- veðrinu og landaði 35 tonn- um af þorski eftir þrjá sól- arhringa á veiðum. María Júlía fór í þrjá róðra í síðustu viku og landaði samtals 17 tonnum. Máni fór í tvo og landaði 11 tonnum. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason er á veið- um. Hann fór út á laugar- daginn. Patreksfjörður: Andey fór í fjóra róðra fyrstu viku ársins og land- aði samtals 27,4 tonnum. Tálkni fór í tvo róðra og landaði úr þeim 16,2 tonn- um. Egill fór í fjóra og landaði 22 tonnum rúmum. Brimnes fór einnig í fjóra róðra og landaði tæpum 36 tonnum samtals. Vigdís fór í fimm róðra og landaði 41 tonni. Vestri fór í fimm róðra og landaði samtals 36,5 tonnum. Patrekur landaði 31 tonni eftir fjóra róðra. Þrymur landaði á mánudag um 50 tonnum. Hólmavík: Hólmadrangur er á veið- um. Hann fór út 4. janúar. Línubátarnir eru rétt að byrja á veiðum eftir ára- mótin og hafa lítið landað ennþá. Rækjuvertíðin hófst á mánudag. Tíu bátar veiða innfjarðarrækjuna. Línubáturinn Guðrún Ottósdóttir, sem leggur upp hjá Hlein h.f., fór í tvo róðra í síðustu viku og landaði 11,6 tonnum. A UGL YSINGAR Datsun Cherry Til sölu er Datsun Cherry, árgerð 1981. Ekinn 64.000 km. Verð kr. 30.000.- Upp- lýsingar í 0 7571 eftir kl. 18. Húseign Til sölu er Húseignin Brunngata 12a. Selst á hag- stæðu verði ef samið er strax. Upplýsingar í 0 4028 eftir kl. 19. Kettlingar Fjórir gullfallegir kettlingar fæast gefins. Upplýsingar í 0 4742. Einbýlishús Til leigu er einbýlishús á fsa- firði. Laust strax. Upplýs- ingar í 0 3562. Stólar Tveir stakir hægindastólar óskast til kaups. Helst með viðarörmum og gormum í setu. Mega vera gamlir og lúnir. Uppl. í 0 3215. Skíðabúnaður Til sölu er topp svig- og göngubúnaður. Upplýsing- ar gefur Pernilla í 0 4194 eftirkl. 17. ísskápur óskast Vantar þig að losna við gamlan ísskáp? Mig vantar ísskáp, ódýran eða gefins. Upplýsingar í 0 3908. Kettlingar Þrír góðir kettlingar óska eftirframtíðarheimili. Upp- lýsingar í 0 4435. Kvenmannsúr Fundist hefur kvenmannsúr með svartri leðuról. Nánari upplýsingar á Pósthúsinu. Hjónarúm Til sölu er hjónarúm. Upp- Iýsingar í 0 7590. Tapað Kvenmannsarmbandsúr með hvítri leðuról tapaðist um áramótin. Finnandi vinsaml. hafi samband í 0 3774. Afruglari Til sölur er afruglari, eldri gerð. Verð kr. 15:000.- Kostar nýr um 25.000,- Upplýsingar í 0 4105 milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 19. Þvottavél Sjálfvirk ódýr þvottavél óskast. Má vera í minna lagi. Uppl. í 0 4105 á milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 19. Vatnsrúm Nýlegt vatnsrúm er til sölu. 1.50 á breidd. Verð kr. 55.000 á borðið. Upplýsing- ar í 0 3904. Bæjarins bestu kettlingar 2 kettlingar fást gefins. Upplýsingar í 0 7389.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.