Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  306. tölublað  108. árgangur  VONGÓÐUR UM GÓÐA FLUG- ELDASÖLU NÍU LÍF SPRENGIR SKALANN FRIÐBERT EIGNAST HEKLU AÐ FULLU LEIKSÝNINGAR ÁRSINS 25 VIÐSKIPTAMOGGINNLANDSBJÖRG 4 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fyrstu bólusetningarnar í gær hafi verið stór áfangi í baráttunni við kórónuveiruna. Vel gekk að koma bóluefni lyfjarisans Pfizer á rétta staði, en farið var með efnið á 21 stað utan höfuðborgar- svæðisins. Innan höfuðborgarsvæðisins voru 1.500 manns bólusettir í gær. Vonir standa til að hægt verði að ljúka bólusetningu um allt land í dag, alls voru um fimm þúsund skammtar í fyrstu send- ingu. „Það er merkilegt afrek að vera komin hingað svona stuttu eftir að faraldurinn fór af stað. Maður leyfði sér ekki að þora að vona þetta í byrjun árs. Þetta er gríðarlega stór áfangi,“ segir Katrín um gærdaginn en engir hnökrar voru í bólusetning- unni og allt gekk samkvæmt áætlun. Að hennar sögn er um að ræða mikil tímamót. „Smám saman sjáum við fram á bjartari tíma. Ég held að þetta marki stór og mikil tímamót í þessu veirustríði.“ Beðið eftir svörum frá Pfizer Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær eru hugmyndir um að hingað til lands komi nokkur hundruð þúsund skammtar af bóluefni á viðræðu- stigi. Málið er sagt mjög viðkvæmt, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er boltinn nú hjá Pfi- zer. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir áttu fund með lyfjarisanum í fyrradag. Hvorugur þeirra hefur viljað tjá sig um málið. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma eru stjórnendur Pfizer nú að kanna eigin framleiðslu- getu auk þess sem verið er að meta vísindalegt gildi rannsóknar hér á landi. Slík rannsók fælist í því að kanna hvort hægt væri að ná nægilegu hjarðónæmi til að hægt væri að kveða kórónuveir- una niður hjá heilli þjóð á skömmum tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vilja tjá sig um mál- ið. „Ég held að við verðum bara að leyfa þessu að koma í ljós.“ Fyrsta skrefið stigið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrstur Fyrsta bólusetning á hjúkrunarheimili fór fram á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í gær þegar Þorleifur Hauksson heimilismaður var bólusettur.  Bólusetning gekk vel og lýkur í dag  Forsætisráðherra segir daginn marka stór og mikil tímamót í stríðinu við kórónuveiruna  Boltinn sagður hjá Pfizer MHófu bólusetningu »6 og 11 Sara Björk Gunnarsdóttir var kjör- in íþróttamaður ársins 2020 af Samtökum íþróttafréttamanna í gærkvöld og hlaut því þessa nafn- bót í annað skiptið á þremur árum. Sara vann mikinn yfirburðasigur í kjörinu en hún fékk fullt hús, 600 stig, frá þrjátíu félögum Samtaka íþróttafréttamanna, og setti bæði stigamet í kjörinu og vann með meiri yfirburðum en nokkur annar í 65 ára sögu þess. Hún fékk 244 stigum meira en næsti íþróttamað- ur sem var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex árum sem kona hreppir þennan eftirsótta titil og Sara Björk er jafnframt fyrsta konan í 65 ára sögu kjörsins sem sigrar í tvígang en hún var einnig kjörin íþrótta- maður ársins 2018. » Íþróttir Ljósmynd/Bragi Valgeirsson Sigurvegari Sara Björk Gunnarsdóttir íþróttamaður ársins 2020 með verð- launagripinn eftirsótta eftir afhendinguna í gærkvöld. Yfirburðasigur Söru í kjörinu  Kona kjörin í fjórða sinn á sex árum Mjólkursamsalan og dótturfyrir- tækið Ísey útflutningur ehf. hafa aukið áherslu á útflutning á skyri sem framleitt er hér á landi. Er það m.a. gert til að auka verðmæti mjólkurprótíns sem annars þyrfti að flytja út sem undanrennuduft á lágu verði og til að nýta tollfrjálsan kvóta fyrir skyr í löndum Evrópusam- bandsins. Samstarfsfyrirtæki Íseyjar út- flutnings í Danmörku framleiðir skyr sem selt er á helstu mörkuðum Evrópu. Þaðan kemur skyrið sem selt er í verslunum í Bretlandi en nú er verið að ljúka uppsetningu verk- smiðju í Wales sem sinna mun þeim markaði. Samhliða þessu hefur MS selt skyr frá Íslandi í Sviss og víðar. Nú hefur verið samið við tvær danskar verslanakeðjur, Meny og Spar, um að kaupa Íseyjarskyr beint frá Ís- landi og Edeka-verslunarkeðjan í Bæjaralandi í Þýskalandi mun taka skyr frá Íslandi í sölu snemma á næsta ári. Stefnir í að flutt verði út um 850 tonn af skyri frá Íslandi á þessu ári og stefnt að 1.400 tonna útflutningi á næsta ári. »10 Japan Íseyjarskyr er nú selt í þús- undum verslana í Japan. Íslenskt skyr beint í verslanir  850 tonn út í ár  Athafnamað- urinn Skúli Mog- ensen undirbýr ásamt fjölskyldu inni opnun sjó- baða í Hvamms- vík í Hvalfirði næsta sumar. Skúli segir í samtali við Við- skiptaMoggann að unnið sé að öflun tilskilinna leyfa fyrir starf- seminni. Þá taki áformin auðvitað mið af því hvernig gangi að kveða niður kórónuveiruna. Spurður hvaða tækifæri hann sjái í rekstrinum segist Skúli hafa mikla trú á íslenskri ferðaþjónustu og Íslandi sem áfangastað. Skúli verður framkvæmdastjóri félagsins, Hvammsvíkur sjóbaða ehf., en kveðst jafnframt vera með önnur járn í eldinum. Þau verkefni séu trúnaðarmál að sinni. Skúli Mogensen í ferðaþjónustu á ný Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.