Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 2020Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  306. tölublað  108. árgangur  VONGÓÐUR UM GÓÐA FLUG- ELDASÖLU NÍU LÍF SPRENGIR SKALANN FRIÐBERT EIGNAST HEKLU AÐ FULLU LEIKSÝNINGAR ÁRSINS 25 VIÐSKIPTAMOGGINNLANDSBJÖRG 4 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að fyrstu bólusetningarnar í gær hafi verið stór áfangi í baráttunni við kórónuveiruna. Vel gekk að koma bóluefni lyfjarisans Pfizer á rétta staði, en farið var með efnið á 21 stað utan höfuðborgar- svæðisins. Innan höfuðborgarsvæðisins voru 1.500 manns bólusettir í gær. Vonir standa til að hægt verði að ljúka bólusetningu um allt land í dag, alls voru um fimm þúsund skammtar í fyrstu send- ingu. „Það er merkilegt afrek að vera komin hingað svona stuttu eftir að faraldurinn fór af stað. Maður leyfði sér ekki að þora að vona þetta í byrjun árs. Þetta er gríðarlega stór áfangi,“ segir Katrín um gærdaginn en engir hnökrar voru í bólusetning- unni og allt gekk samkvæmt áætlun. Að hennar sögn er um að ræða mikil tímamót. „Smám saman sjáum við fram á bjartari tíma. Ég held að þetta marki stór og mikil tímamót í þessu veirustríði.“ Beðið eftir svörum frá Pfizer Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær eru hugmyndir um að hingað til lands komi nokkur hundruð þúsund skammtar af bóluefni á viðræðu- stigi. Málið er sagt mjög viðkvæmt, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er boltinn nú hjá Pfi- zer. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir áttu fund með lyfjarisanum í fyrradag. Hvorugur þeirra hefur viljað tjá sig um málið. Að því er heimildir Morgunblaðsins herma eru stjórnendur Pfizer nú að kanna eigin framleiðslu- getu auk þess sem verið er að meta vísindalegt gildi rannsóknar hér á landi. Slík rannsók fælist í því að kanna hvort hægt væri að ná nægilegu hjarðónæmi til að hægt væri að kveða kórónuveir- una niður hjá heilli þjóð á skömmum tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vilja tjá sig um mál- ið. „Ég held að við verðum bara að leyfa þessu að koma í ljós.“ Fyrsta skrefið stigið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrstur Fyrsta bólusetning á hjúkrunarheimili fór fram á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í gær þegar Þorleifur Hauksson heimilismaður var bólusettur.  Bólusetning gekk vel og lýkur í dag  Forsætisráðherra segir daginn marka stór og mikil tímamót í stríðinu við kórónuveiruna  Boltinn sagður hjá Pfizer MHófu bólusetningu »6 og 11 Sara Björk Gunnarsdóttir var kjör- in íþróttamaður ársins 2020 af Samtökum íþróttafréttamanna í gærkvöld og hlaut því þessa nafn- bót í annað skiptið á þremur árum. Sara vann mikinn yfirburðasigur í kjörinu en hún fékk fullt hús, 600 stig, frá þrjátíu félögum Samtaka íþróttafréttamanna, og setti bæði stigamet í kjörinu og vann með meiri yfirburðum en nokkur annar í 65 ára sögu þess. Hún fékk 244 stigum meira en næsti íþróttamað- ur sem var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex árum sem kona hreppir þennan eftirsótta titil og Sara Björk er jafnframt fyrsta konan í 65 ára sögu kjörsins sem sigrar í tvígang en hún var einnig kjörin íþrótta- maður ársins 2018. » Íþróttir Ljósmynd/Bragi Valgeirsson Sigurvegari Sara Björk Gunnarsdóttir íþróttamaður ársins 2020 með verð- launagripinn eftirsótta eftir afhendinguna í gærkvöld. Yfirburðasigur Söru í kjörinu  Kona kjörin í fjórða sinn á sex árum Mjólkursamsalan og dótturfyrir- tækið Ísey útflutningur ehf. hafa aukið áherslu á útflutning á skyri sem framleitt er hér á landi. Er það m.a. gert til að auka verðmæti mjólkurprótíns sem annars þyrfti að flytja út sem undanrennuduft á lágu verði og til að nýta tollfrjálsan kvóta fyrir skyr í löndum Evrópusam- bandsins. Samstarfsfyrirtæki Íseyjar út- flutnings í Danmörku framleiðir skyr sem selt er á helstu mörkuðum Evrópu. Þaðan kemur skyrið sem selt er í verslunum í Bretlandi en nú er verið að ljúka uppsetningu verk- smiðju í Wales sem sinna mun þeim markaði. Samhliða þessu hefur MS selt skyr frá Íslandi í Sviss og víðar. Nú hefur verið samið við tvær danskar verslanakeðjur, Meny og Spar, um að kaupa Íseyjarskyr beint frá Ís- landi og Edeka-verslunarkeðjan í Bæjaralandi í Þýskalandi mun taka skyr frá Íslandi í sölu snemma á næsta ári. Stefnir í að flutt verði út um 850 tonn af skyri frá Íslandi á þessu ári og stefnt að 1.400 tonna útflutningi á næsta ári. »10 Japan Íseyjarskyr er nú selt í þús- undum verslana í Japan. Íslenskt skyr beint í verslanir  850 tonn út í ár  Athafnamað- urinn Skúli Mog- ensen undirbýr ásamt fjölskyldu inni opnun sjó- baða í Hvamms- vík í Hvalfirði næsta sumar. Skúli segir í samtali við Við- skiptaMoggann að unnið sé að öflun tilskilinna leyfa fyrir starf- seminni. Þá taki áformin auðvitað mið af því hvernig gangi að kveða niður kórónuveiruna. Spurður hvaða tækifæri hann sjái í rekstrinum segist Skúli hafa mikla trú á íslenskri ferðaþjónustu og Íslandi sem áfangastað. Skúli verður framkvæmdastjóri félagsins, Hvammsvíkur sjóbaða ehf., en kveðst jafnframt vera með önnur járn í eldinum. Þau verkefni séu trúnaðarmál að sinni. Skúli Mogensen í ferðaþjónustu á ný Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 306. tölublað (30.12.2020)
https://timarit.is/issue/411878

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

306. tölublað (30.12.2020)

Iliuutsit: