Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
„Ég hélt það væri verið að rukka mig
eða eitthvað, mér datt ekki í hug að
þetta væri neitt svona,“ sagði Helga
Sóley Torfadóttir, áskrifandi að
Morgunblaðinu, þegar hún tók við
vinningi sínum í gær í áskrifendaleik
blaðsins og bílaumboðsins Öskju.
Helga var dregin út í happdrætt-
inu 17. desember sl. en allir áskrif-
endur voru í pottinum. Hún hreppti
glæsilegan rafbíl af gerðinni Honda
e. Bíllinn var svo afhentur í Öskju,
umboði Honda-bifreiða, í gær.
Helga Sóley hefur í raun verið
áskrifandi að Morgunblaðinu alla
sína ævi. „Fyrst voru það foreldrar
mínir og síðan tók ég bara við,“ sagði
hún.
Fyrir á Helga fjögurra ára gaml-
an bíl en þessi á eftir að koma að
góðum notum. Hún býst við því að
selja gamla bílinn, enda langar hana
að læra vel á þann nýja. Helga hefur
aldrei áður keyrt rafbíl en var þó far-
in að hugsa um að einhvern tímann í
framtíðinni yrði hún komin á slíkan
bíl.
Honda e er hannaður með þétt-
býlisnotkun að leiðarljósi og knúinn
hreinni raforku úr náttúru Íslands.
Akstursdrægni bílsins er allt að 220
km sem er nægileg drægni til viku-
legs aksturs innan borgarmarkanna.
Magnús E. Kristjánsson, for-
stöðumaður sölu- og markaðssviðs
Árvakurs, afhenti Helgu Sóleyju
lyklana að bílnum.
„Morgunblaðið og Askja tóku
höndum saman í þessu áskrift-
arhappdrætti. Morgunblaðið kann
virkilega vel að meta áskrifendur
sína og alltaf gaman að geta farið í
svona samstarf og gefa áskrifendum
möguleika á að vinna svona frábær-
an bíl. Morgunblaðið þakkar Öskju
kærlega fyrir þetta samstarf á sama
tíma og það óskar Helgu Sóleyju
innilega til hamingju með bílinn,“
sagði Magnús við afhendinguna.
Rafbíll Magnús E. Kristjánsson afhendir Helgu Sóleyju Torfadóttur glænýjan Hondu e, rafbíl.
Vinningshafinn hélt það
væri verið að rukka sig
Vann Hondu-rafbíl í áskrifendaleik Morgunblaðsins
Vinningshafi Helga Sóley hæstánægð með nýja bílinn.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Boðað blíðvirði á nýársnótt gefur til-
efni til að ætla að mikil svifryks-
mengun af völdum flugelda verði á
höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt og
fram eftir fyrsta degi ársins. Á und-
anförnum árum hafa um 600 tonn af
skoteldum verið flutt inn árlega, en
svifryksmengun vegna flugelda telst
bæði varasöm og heilsuspillandi,
segir í tilkyningu frá Reykjavíkur-
borg. Fólk er hvatt til að sýna aðgát
og ganga rétt frá flugeldarusli.
Hávaði vegna flugelda verður oft
mikill og því eru gæludýraeigendur
hvattir til að huga vel að dýrum sín-
um, segir í áminningum bæði frá
borginni og Matvælastofnun. Best er
að halda köttum inni dagana í kring-
um áramót og hafa hunda ávallt í ól
þegar þeim er hleypt út.
Fólk með viðkvæm öndunarfæri,
hjarta- og æðasjúkdóma og börn eru
sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki.
Æskilegast er fyrir þennan hóp að
vera innandyra þegar mest gengur á
í kringum miðnættið og loka glugg-
um.
Eftir áramótin verður flugelda-
rusl víða. Reykjavíkurborg hvetur
fólk því til að tína sprekið saman og
setja í rusladalla, sem eru fyrir al-
mennt sorp. sbs@mbl.is
Flugeldamengun líkleg á nýársnótt
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Seyðfirðingar geta átt von á því að
rýma þurfi hluta byggðar allt fram á
vor hið minnsta ef umhleypingar eru
í veðri. Helgast það af því að stór
fleki losnaði frá skammt frá þeim
stað þar sem stóra aurskriðan féll
fyrir um ellefu dögum. Veðurstofan
fylgist náið með ástandinu og búast
má við hreyfingum í hlíðunum fyrir
ofan byggð næstu mánuði.
„Ef að Veðurstofan metur það
sem svo að það þurfi að rýma getur
vel verið að það verði gert. Það verð
ur þó sennilega ekki á sama skala og
núna. Utan við stóru skriðuna eru
enn laus jarðlög sem losnuðu frá.
Þegar veðurspá er vond og að-
stæður óhagstæðar þá getur vel ver-
ið að rýmt verði,“ segir Björn Odds-
son fagstjóri hjá almanna-
varnardeild ríkislögreglustjóra.
Hefur hann stýrt 22 fundum með
lögreglunni á Austurlandi, sveitarfé-
lagi og stofn unum þeirra síðustu
vikur.
Svæðið sem um ræðir er að mestu
leyti fyrir ofan verkstæði og skemm-
ur. Björn útilokar þó ekki að íbúa-
byggð sé einnig undir.
Veðurstofan sendi fleiri ofanflóða-
sérfræðinga til Seyðisfjarðar í gær
til að meta aðstæður í skriðusárinu
og þar í kring.
Engar breytingar að ráði
frá því fyrir jól í Botnabrún
Í gærkvöldi barst svo tilkynning
frá almannavarnardeild ríkislög-
reglustjóra og lögreglustjóranum á
Austurlandi þess efnis að rýmingum
á svæðinu yrði aflétt að hluta.
Sérfræðingar Veðurstofu Íslands
könnuðu aðstæður í Botnabrún í gær
og ekki var að sjá neinar breytingar
að ráði frá því fyrir jól. Einnig höfðu
hreyfingar verið mældar daglega
voru þær litlar sem engar. Því var
talið að stöðugleiki hafi aukist nægi-
lega mikið til þess að hægt væri að
aflétta ferkari rýmingu. Enn er rým-
ing í gildi á ákveðnu svæði en íbúar
fjögurra gatna máttu í gærkvöldi
snúa heim. Staðan í farvegi stóru
skriðunnar og í nágrenni verður
skoðuð frekar í dag.
Allir upp á tærnar í þíðu
Hann áréttar þó að aðstæður nú
séu með ágætum. „En það má bú-
ast við því í umhleypingum fram á
vor að einhverjar hreyfingar verði í
hlíðinni. Ef við segjum sem svo að
spáð verði þíðu í mars apríl, þá munu
allir fara upp á tærnar,“ segir Björn-
.Hreinsun hófst í gær á þeim svæð-
um þar sem það þykir óhætt. Enn er
ekki hafið hreinsunarstarf á því
svæði sem stóran skriðan féll. End-
anlegt umfang þeirra skemmda sem
orðið hafa á húsum er því óljóst eins
og sakir standa. Helgast það m.a. af
því skoðunarmenn frá Náttúruham-
faratryggingum Íslands hafa ekki
komist inn á svæðið til að meta end-
anlegt tjón. Ýmist er um að ræða alt-
jón að ræða eða að hús hafi skemmst
án þess að þau séu sýnilega ónýt.
Aflétta rýmingu á stærra svæði
Seyðfirðingar gætu þurft að rýma hús fram á vor Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði
Íbúar fjögurra gatna fengu að snúa heim í gær Fleiri ofanflóðasérfræðingar hafa skoðað svæðið
Morgunblaðið/Eggert
Aurskriður Eyðilegging á gömlum reisulegum húsum á Seyðisfirði er sorg-
leg staðreynd í kjölfar aurskriða sem féllu skömmu fyrir jól fyrir austan.