Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/ Dark Ash Walnut
að innan. 2020 GMC Denali,
magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu fleirra.
5th wheel í palli.
VERÐ
12.990.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of
torque, 4X4, 10-speed Automatic
transmission. 6 manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 Ford F-350 XLT 6-manna
Litur: Carbon Black/ Walnut að
innan. 2020 GMC Denali, magn-
aðar breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira. Samlitaðir
brettakantar, gúmmimottur í húsi
og palli.
VERÐ
13.190.000 m.vsk
2020 GMC Denali Ultimate 3500
ATH. ekki „verð frá“
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Hún fer bara vel af stað, fólk tekur
vel í það að mæta fyrr og dreifa álag-
inu til þess að það sé ekki örtröð
svona á síðasta degi,“ segir Þór Þor-
steinsson, formaður Landsbjargar, í
samtali við Morgunblaðið, spurður
um gengi flugeldasölu björgunar-
sveitanna sem hófst á mánudaginn.
„Það er bara heilmikil bjartsýni
og ég er búinn að heyra í fólki svona
hringinn um landið. Þetta lítur bara
vel út,“ bætir hann við.
Rótarskot eru sem fyrr einnig í
boði fyrir fólk sem hefur ekki hug á
að skjóta upp flugeldum en vill samt
sem áður styrkja starf björgunar-
sveitanna.
„Þau eru bara fjáröflun sem er
skemmtileg og góð viðbót við flug-
eldana og nýr valkostur. Fólk tekur
vel í þetta og sérstaklega gaman að
sjá fólk koma inn á sölustaði björg-
unarsveitanna sem jafnvel hefur
aldrei gert það áður,“ segir Þór.
Meðalár í útköllum hjá
björgunarsveitum landsins
Þór segir að árið sem senn er að
líða hafi verið meðalár í útköllum hjá
björgunarsveitunum. Covid hafi
ekki haft úrslitaáhrif á annir björg-
unarsveitanna en þó sett svip á
starfsemi þeirra.
„Sem betur fer hefur ekki verið
mikið um Covid-mál á okkar könnu
þrátt fyrir að við séum vissulega
skrifaðir inn í viðbragðsáætlun al-
mannavarna við heimsfaraldri inflú-
ensu,“ sagði Þór.
Útköll hafi verið að einhverju leyti
tæknilega erfiðari vegna Covid,
setja þurfti upp skilrúm í ökutækj-
um og stundum þurfti að skipta upp
sveitum til þess að fá ekki inn hóp-
smit í heilu björgunarsveitirnar. Þá
hafi Íslendingar stundað mikla úti-
vist í sumar, en Íslendingar hafa
alltaf verið stærsti hópurinn sem
björgunarsveitirnar þjónusta. Aftur
á móti hefur stórum bílslysum fækk-
að og aðkomu björgunarsveitanna
að þeim, sem má líklega rekja til
fækkunar ferðamanna.
Verkefni sem björgunarsveitirnar
hafa sinnt á árinu eru að sögn Þórs
um 1.300, en meðaltalið er á milli
1.200 og 1.500 á ári.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styrkur Flugeldasala björgunarsveitanna gengur að sögn formanns vel og bjögunarsveitarfólk fullt bjartsýni.
Flugeldasala björgunar-
sveitanna fer vel af stað
Formaður Landsbjargar kveðst bjartsýnn á sölu í ár
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tekið er á veru Ríkisútvarpsins á
auglýsingamarkaði í lögum um fé-
lagið, ekki í þjónustusamningi, að
sögn Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og
menningarmálaráðherra. Hún segir
þó að við gerð nýs þjónustusamnings
hafi ráðherra og útvarpsstjóri í
fyrsta sinn gefið út yfirlýsingu um
starfsemi Rúv á auglýsingamarkaði.
Með því sé þessi þáttur betur skýrð-
ur en áður hafi verið gert.
Nefnir Lilja að í yfirlýsingunni fel-
ist ákveðnar væntingar um hegðun
Rúv á auglýsingamarkaði. Segir að
verðskrá Rúv og afsláttarkjör eigi að
vera opinbert plagg sem birtist á vef
þess. Tekur ráðherra fram að hún
telji að auglýsingatekjur Ríkis-
útvarpsins hafi aldrei verið lægri að
raungildi en nú stefni í.
Eins og annars staðar
á Norðurlöndunum
Spurð hvort hún telji að Rúv sé of
fyrirferðarmikið á þessum markaði
rifjar Lilja upp þau ummæli sín að
vera ríkisfjölmiðilsins á auglýsinga-
markaði eigi að vera með sama hætti
og sambærilegra miðla annars stað-
ar á Norðurlöndunum. Ef dregið
verði úr fyrirferð Rúv til samræmis
því sem algengast er í hinum ríkj-
unum þurfi jafnframt að tryggja
fjármögnun almannaþjónustu Ríkis-
útvarpsins.
„Stóra málið er stóru alþjóðlegu
efnisveiturnar. Ég hef talað fyrir því
að við skattleggjum einhliða þær
auglýsingar sem þær selja hér. Við
eigum að stíga stórt skref í því efni
og vera hugrökk,“ segir Lilja. Varð-
andi vanda einkarekinna fjölmiðla
bætir hún því við að mikilvægt sé að
lögfesta fjölmiðlafrumvarpið. Í því
felist stuðningur við fjölmiðlana.
Skýra betur veru
Rúv á markaði
Hvetur til skattlagningar efnisveitna
Morgunblaðið/Ómar
RÚV Félagið verður á auglýs-
ingamarkaði þó með breyttu sniði.