Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 10

Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar viljum við þakka fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða - Rut og Silja Gleðilega hátíð Opnum aftur 4. janúar Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll en til kl. 23 og kalla ekki á mikið eft- irlit og/eða löggæslu.“ Húsið í Pósthússtræti 5 var reist árið 1915. Það er í klassískum stíl og er síðasta verk Rögnvalds Ólafs- sonar, sem kallaður hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Þetta er þriðja pósthúsið við samnefnda götu. Þegar Íslandspóstur hætti rekstri pósthúss þar í nóvember 2018 lauk einnar og hálfrar aldar póststarfsemi við göt- una. Fram kemur á heimasíðu Reita að til leigu séu tvær efstu hæðir húss- ins, 2. og 3. hæð. Hæðirnar eru um 325 fermetrar og henta vel fyrir skrifstofur. Pósthússtræti 3, gamla lögreglu- stöðin, er hlaðið steinhús, reist árið 1882. Bæði húsin eru friðuð. inu og verði þessar byggingar hluti mathallarinnar. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslu- fundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur 22. desember sl. en afgreiðslu þess var frestað til næsta fundar. Reitir sóttu upphaflega um leyfi fyrir mat- höll árið 2019 en sækja nú um breyt- ingu á áður samþykktu erindi. Starfsemi veldur ekki ónæði Veitingastaðirnir í mathöllinni verða í flokki ll, tegund C. Í reglugerð er þessari tegund veitingastaða þann- ig lýst: „Umfangslitlir áfengisveit- ingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í ná- grenninu, svo sem með háværri tón- list, og afgreiðslutími er ekki lengri Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Svokallaðar mathallir hafa rutt sér til rúms í Reykjavík á undanförnum ár- um og nú hillir undir eina slíka í mið- bænum. Reitir fasteignafélag hf. hafa sótt um leyfi til þess að breyta núverandi starfsemi á 1. hæð gamla pósthússins í Pósthússtræti 5 í mathöll með alls 12 rekstrareiningum. Staðurinn á að rúma samtals 161 gest í sæti á 1. hæð og 28-50 í kjall- ara, eða allt að 211 gesti. Einnig er sótt um leyfi til að endurbyggja 132 fermetra skúr í porti gömlu lög- reglustöðvarinnar baka til og bæta við 140 fermetra glerbyggingu í port- Morgunblaðið/Ómar Pósthúsið gamla Matur og drykkir koma í stað bréfa og böggla áður fyrr ef áformin um breytingar ganga eftir. Mathöll í miðbæinn  Sótt um leyfi til veitingastarfsemi í gamla pósthúsinu  Tólf veitingastaðir og yfir 200 gestir á tveimur hæðum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á skyri undir merkjum Íseyjar á erlendum mörkuðum hefur gengið ágætlega þrátt fyrir erfiðar ytri að- stæður, að sögn Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra Íseyjar útflutnings ehf. Salan hefur gefið eftir á hefð- bundnum mörkuðum vegna að- stæðna en nýir markaðir vegið það upp. Útflutningur á skyri sem fram- leitt er á Íslandi hefur verið aukinn og mun aukast enn frekar á komandi ári. Mesti vöxturinn hefur verið í Benelux-löndunum og þá einkum í Hollandi þar sem sala á Íseyjarskyri hefur meira en tvöfaldast á milli ára. Einnig hafa markaðir í Frakklandi, Slóveníu og Danmörku bæst við. Í Danmörku er samstarfsaðili Íseyjar með mjólkursamlag sem framleiðir skyr fyrir flesta markaði Evrópu. Nú hefur Ísey gert samning við tvær danskar verslunarkeðjur, Meny og Spar, um að kaupa skyr beint frá Ís- landi. Í verslanir í Bæjaralandi Einnig er verið að undirbúa út- flutning á skyri frá Íslandi á markað í Þýskalandi og telur Ari að skyrdós- irnar verði komnar í hillur verslana Edeka-verslanakeðjunnar í Bæjara- landi snemma á næsta ári. Ísland hefur um fjögur þúsund tonna tollfrjálsan kvóta til útflutn- ings á skyri til Evrópusambandsins. Fyrirhugað var að nota hann til út- flutnings til Bretlands en Brexit setti strik í þann reikning. Í staðinn hefur verið samið um framleiðslu á skyri fyrir Bretlandsmarkað í Wales og hefst framleiðsla þar á næstu vikum. Meiri sala er á fituríkari mjólkur- afurðum hér innanlands en vörum með meira prótíninnihaldi. Verður því misvægi í efnainnihaldi þeirra mjólkurafurða sem hér er markaður fyrir og þarf að flytja út það prótín sem eftir situr. Það er gert í formi undanrennudufts eða annarra vara sem lágt verð fæst fyrir á heims- markaði. Meira fæst fyrir mjólkur- prótínið með því að nýta það í skyr og því hefur verið aukin áhersla á út- flutning á skyri sem hér er framleitt. Stefnir í að flutt verði út um 850 tonn af skyri á þessu ári og að hann aukist í 1.400 tonn á næsta ári. Heildartekjur aukist Tekjur af framleiðsluleyfum hafa ekki aukist í þeim takti sem búist var við. Munar mest um Japan. Þar hef- ur kórónuveirufaraldurinn hægt á markaðssetningu á Íseyjarskyri. Framleiðsla hjá samstarfsaðila Ís- eyjar á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu hefst væntanlega í apríl. Ari segir að þótt sala á skyri standi nokkurn veginn í stað og leyf- istekjur séu minni en reiknað var með hafi tekjur fyrirtækisins aukist nokkuð, aðallega vegna lækkunar á gengi íslensku krónunnar. Nýir skyrmarkaðir vegið samdrátt upp  Mesta aukning í sölu á Íseyjarskyri í ár er í Hollandi Stórmarkaður Skyrið frá Ísey er komið í hillur fjölda verslana og fer enn víðar á næsta ári. Þá bætist meðal annars Þýskaland við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.