Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Immortelle blómið. Fyrir 200.000 árum síðan bjó náttúran til betri valkost en tilbúið retínól. Nú hefur nýtt ofurseyði sem unnið er úr lífrænum Immortelle blómum verið bætt við formúlu Divine kremsins. Það virkar jafn vel og retínól sem gefur húðinni fyllingu og sléttir hana en er jafnframt mildara fyrir húðina. Hver þarf tilbúið innihaldsefni þegar náttúran getur gert enn betur? a 7 40 wwKringl n 4-12 | s. 57 -70 | w.loccitane.is aeilíf ! Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bólusetningarherferð Evrópusam- bandsins (ESB) fór misjafnlega hratt af stað en við blasir umfangsmikil og flókin skipulagning til að bólusetning nógu margra af 450 milljónum íbúa sambandsins nái því takmarki sínu að gera út af við kórónuveirufaraldur- inn. Það óhapp vildi til við bólusetningu á elliheimili í Stralsund á norður- strönd Þýskalands að átta starfs- menn fengu fimmfaldan skammt af bóluefninu. Leggja þurfti fjóra þeirra inn á spítala og sögðust yfirvöld vona að þeir biðu ekki tjón af mistökunum. Í suðurhluta Þýskalands varð að end- ursenda um 1.000 skammta sem reyndust hafa verið fluttir í venjuleg- um nestisboxum sem héldu bóluefn- inu ekki nógu köldu. Á Ítalíu kvört- uðu stjórnmálamenn undan því að Þýskaland hafi fengið stærri skammt af bóluefninu en sanngjarnt væri. Á nýársdag er ætlunin að ESB hafi borist 12,5 milljónir skammtar og þeir verði 200 milljónir í september. Eða til að bólusetja 100 milljónir manns af 450 milljónum íbúa ESB. Evrópusambandið og þýsk stjórn- völd staðhæfa að nóg verði til af bólu- efni gegn kórónuveirunni. Tafir á undirritun samninga um kaup á því mun hins vegar þýða að elixírinn muni berast seint og jafnvel að ónóg verði af bóluefninu. ESB hafnaði kauprétti að mörg hundruð milljón- um skammta til viðbótar, að sögn tímaritsins Der Spiegel. Að sögn ritsins var andstaða við að nýta valréttin aðallega í Frakklandi, en samið hafði verið við franska lyfja- fyrirtækið Sanofi um framleiðslu á 300 milljónum skammta af bóluefni þess, en notkun þess hefur ekki hlotið samþykki enn. Franska stjórnin vildi ekki taka tilboði BioNTech því það hefði þýtt að ESB hefði alls keypt 800 milljónir skammta af því. Þróunarferli Sanofi/GSK bóluefn- isins fór af sporinu eftir að þátttak- endur í einni prófun þess fengu minni skammt en til stóð. Mælingar á þeim voru því ógiltar og varð San- ofi að aflýsa þriðja þróunarfasa bólu- efnisins sem ráðgerður var nú í des- ember. Vonast fyrirtækið til að geta endurtekið annan fasann í febrúar. Spiegel fer hörðum orðum um mis- tök ESB við innkaup á bóluefninu. Upphaflega tilkynnti heilbrigðis- ráðuneytið í Berlín að líklega bærust Þjóðverjum aðeins um 400.000 skammtar og þeir yrðu orðnir 11 til 13 milljónir í mars nk., eða aðeins brot af því sem færu til Bandaríkj- anna. Spiegel segir þetta hættulega stöðu en nú hefði þýska stjórnin áttað sig og frá í síðustu viku hafi hún gagnráðstafanir sem hafi einkennst af æðibunugangi. Eru hafnar viðræð- ur við framleiðendur bóluefna í þeim tilgangi að fjölga skömmtunum og fá þá fyrr. Segir Spiegel að yfirvöld í Berlín hafi áttað sig allt of seint. Mánuðum saman hafi legið fyrir að önnur lönd myndu fá mun meira bóluefni en Þjóðverjar og hefja bólusetningu á undan þeim. Fyrir bragðið yrðu að- gerðir þeirra gegn kórónuveirufar- aldrinum skilvirkari og árangursrík- ari. „Í Berlín og höfuðstöðvum ESB í Brussel var of lítið gert og allt of seint og það var jafnan réttlætt með sjálfsánægjusvörum: Í Evrópu eru lyf prófuð betur og af meiri ná- kvæmni en annars staðar í veröld- inni, og gnótt er bóluefnis, þökk sé góðri skipulagningu, segir í Der Spie- gel. Bólusett á mismunandi hraða í ESB  Evrópusambandið hafnaði boði um valrétt á 500 milljónum aukaskammta bóluefnis  Þýsk stjórn- völd staðhæfa að nóg verði til af bóluefni gegn kórónuveirunni  Umfangsmikil og flókin skipulagning AFP Stunga Hafin var bólusetningarherferð gegn kórónuveirufaraldrinum í Argentínu í gær með rússneska bóluefnið Spútník fimmta að vopni. Hér fær starfsmaður sjúkrahússins í borginni Rosario í héraðinu Santa Fe sinn skammt. Hinn annálaði franski tísku- hönnuður Pierre Cardin er látinn. Hann var 98 ára og lést á sjúkra- húsi í Neuilly við París í gær. Cardin er eignað að hafa gjörbylt tísku- fatahönnun með framúrstefnu- legum línum og formum á sjöunda og áttunda áratug nýliðinnar aldar. Sköpun hans þótti draumórakennd en honum er þakkað að hafa fært tískuna frá elítunni og nær alþýð- unni. Hann fór og inn á áður óþekktar brautir með því að selja afnotarétt af nafni sínu til að merkja ýmsan varning, svo sem sólgleraugu. Pierre Cardin fæddist á Ítalíu 1922 en flutti til Frakklands barn að aldri. agas@mbl.is FRAKKLAND Tískukóngurinn Cardin látinn Pierre Cardin Jarðskjálfti af stærð 6,4 skók Kró- atíu í gær og höfðu fleiri en 20 hlotið meiðsli og sjö manns látist er Morgunblaðið fór í prentun. Fram kemur í umfjöllun frétta- stofu Reuters að viðbragðsaðilar hafi dregið fólk úr byggingum sem hrundu eða hlutu aðrar skemmdir í borginni Petrinja og öðrum smærri bæjum. Þá hafi her- inn verið kallaður út til að veita aðstoð. Skjálftinn fannst í höfuðborg- inni Zagreb og jafnvel í Vín höf- uðborg Austurríkis. Í Slóveníu ákváðu stjórnvöld að slökkva á kjarnorkuverum í öryggisskyni. KRÓATÍA Sjö látið lífið í mikl- um jarðskjálfta Útkall Margir tóku höndum saman. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.