Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bretar lukuviðskipta-samningi
við ESB á loka-
metrum. Í sömu
andrá lauk ESB
öðrum samningi.
Við Kína. Það er
sagt víðáttumeira
og fjölmennara en
hitt en um sumt virtist einfald-
ara að eiga við kommúnistarík-
ið í austri. Búrókratar hafa
auðvitað svipaðan dansstíl nær
og fjær, og snýta sér ekki yfir
skorti á lýðræðislegu umboði
fremur en öðrum óþarfa. Meg-
inástæðu þess að Bretar sam-
þykktu í þjóðaratkvæði, eftir
áratuga umræðu, að koma sér
burt úr ESB. Því réð mestu að
horfa upp á þverrandi fullveld-
isáhrif þjóðarinnar þrátt fyrir
loforð og fullyrðingar um hið
gagnstæða. En hvers vegna
þurfti fjögur ár í samnings-
gerðina?
Hið ömurlega en um leið aug-
ljósa svar var að til stóð að
tryggja að ákvörðun þjóð-
arinnar yrði örugglega eyði-
lögð með „útgöngusamn-
ingnum“. Búrókratar í Brussel
stóðu sig og höfðu góðan skiln-
ing á verkefninu enda væri full-
veldi einstakra þjóða eiginlega
meinloka. Það er athyglisvert
að talsmátinn í Brussel hefur
gjörbreyst. Í viðræðum gagn-
vart öðrum þjóðum hefur þar
verið hert á tali um fullveldi.
En ekki er átt við þjóðirnar,
sem ýmsir nefna enn svo. Nú er
talað með vaxandi heilagleika
og þunga um að umheimurinn
verði að sýna fullveldi ESB til-
hlýðilega virðingu, enda verði
ella tekið fast á móti. Ekki þarf
lengur að ýta aðildarríkjum í
bás hverrar fyrir sig. Þær rata
nú sjálfar og eiga hrós skilið.
Belja á bás veltir ekki fullveld-
inu fyrir sér.
Í aðdraganda þjóðarat-
kvæðis í Bretlandi lýstu báðar
megin fylkingar því yfir að þær
myndu virða niðurstöðu at-
kvæðagreiðslunnar. Breskir
ESB-sinnar trúðu afgerandi
könnunum um að samfelldur
hræðsluáróður myndi tryggja
rétta niðurstöðu. Og það hafði
hann vissulega gert. Án hans
hefðu úrslitin orðið enn meira
afgerandi. En þegar svarið lá
fyrir breyttu andstæðingar
fullveldisins um takt. Þá ultu
aðalatriði málsins ekki á nið-
urstöðu þjóðarinnar heldur á
útgöngusamningi sem næðist
ekki nema að ESB gæti tryggt
að Bretar færu í raun ekki úr
sambandinu. Það kom á daginn
að ekki var meirihluti fyrir út-
göngu í breska þinginu nema að
samningur um hana þýddi í
raun að ekki væri um útgöngu
að ræða! Verulegur meirihluti
þingmanna Íhaldsflokksins
vildi standa við loforðið gagn-
vart þjóðinni. En hinir svikulu í
þeim hóp voru nægjanlega
margir þegar að
þeir bættust við
þingmenn Skota,
meirihluta þing-
manna Verka-
mannflokks og
Frjálslynda flokks-
ins. Nýkjörinn for-
sætisráðherra tap-
aði hverri
atkvæðagreiðslunni af annarri
og sömu kraftar komu í veg fyr-
ir að kalla mætti á þjóðina til
hjálpar. Þingforsetinn studdi
áframhaldandi veru Breta í
ESB og misnotaði aðstöðu sína
þannig að reyndustu menn hafa
ekki séð önnur eins tilþrif. En
samsærismönnum varð á í
messunni og misstu þjóðina í
kosningar laust fyrir jól 2019.
Þar vann Boris miklu stærri
sigur en hann dreymdi um.
Hvert kjördæmið af öðru sem
stutt hafði Verkamannaflokk-
inn áratugum saman var nú
komið með upp í kok. Þrátt fyr-
ir kosningasigur Borisar hékk
breska ESB-liðið áfram á þeirri
von svikaleikurinn bæri enn
ávöxt og bitu búrókratar enn
fastar í skjaldrendur og hótanir
og heimsendaspár yrðu enn
magnaðar upp um óhugnaðinn
sem yrði hrektust Bretar
samningslausir burt. En hinn
margtuggni boðskapur var
ónýtur orðinn. „Enginn samn-
ingur“ yrði þúsundfalt betri en
svikasamningurinn, sagði Bor-
is.
BBC benti á að ESB væri
samband frjálsra þjóða og það
tæki ríkisstjórnir þeirra og
þing óra tíma að fara yfir flók-
inn samning í þaula. Sennilega
var sú þula sú fyndnasta af
þeim öllum. Boris samþykkti
svo rétt fyrir jól samning upp á
1246 síður. Sendiherrar allra
hinna landanna „lásu“ samn-
inginn fyrir hönd þjóða sinna
og þúsunda þingmanna. Og
99,99% af þessum hálfa millj-
arði í ESB hafði aldrei heyrt að
þessi samningur væri til. En
það voru nokkrir sem lásu. Þar
á meðal rannsóknarhópurinn
ERG undir forystu erki-
andstæðings veru Breta í ESB,
sir Bill Cash. Cash og rann-
sóknarhópi hans líst vel á
samninginn. „Hann uppfyllir
algjörlega kröfur okkar um
endurheimt fullveldi bresku
þjóðarinnar.“ Og Nigel Farage,
sem ekki kallar alltaf Boris
Johnson ömmu sína, sem hann
hefur aldrei verið, var sammála
þessari jákvæðu niðurstöðu
Cash. Og nú stefnir í að samn-
ingurinn, sem sagt var ómögu-
legt að ná, verði sennilega sam-
þykktur fyrir árslok með
dúndrandi meirihluta í breska
þingingu. Sturgeon heima-
stjórnarráðherra Skota sam-
þykkir ekki viðskiptasamning-
inn. Þingflokksformaður
hennar segir að samningurinn
tryggi ekki að Bretar verði
áfram í ESB! Getur það verið?
Það eru margir sem
geta ekki torgað
neinu næstu árin
nema því sem þeir
þurfa að éta ofan í
sig}
Það hafðist
L
ækkun greiðsluþátttöku sjúklinga
er afgerandi þáttur í því að jafna
aðgengi fólks að heilbrigðisþjón-
ustu og sporna við heilsufars-
legum ójöfnuði af félagslegum og
fjárhagslegum ástæðum. Lækkun greiðslu-
þátttöku sjúklinga er eitt þeirra atriða sem ég
hef sett í sérstakan forgang í embætti heil-
brigðisráðherra á kjörtímabilinu, þannig að
sjúklingar borgi minna fyrir heilbrigðisþjón-
ustu og lyf, en ríkið borgi stærri hlut. Lækk-
unin er ein stærsta jöfnunaraðgerð sem rík-
isstjórnin hefur ráðist í á þessu kjörtímabili.
Markmiðið er að greiðsluþátttaka sjúklinga
verði á pari við það sem best gerist á Norð-
urlöndunum.
Um áramótin síðustu lækkuðu ýmis gjöld.
Sem dæmi um breytingar sem tóku gildi í byrj-
un árs 2020 má nefna að þá lækkuðu almenn komugjöld í
heilsugæslu úr 1.200 krónum í 700 krónur, hormóna-
tengdar getnaðarvarnir voru felldar undir lyfja-
greiðsluþátttökukerfið fyrir konur sem eru 20 ára eða
yngri auk þess sem niðurgreiðslur ríkisins vegna ýmiss
búnaðar fyrir lungnasjúklinga og fólk með sykursýki voru
auknar. Áætlaður kostnaður vegna framangreindra breyt-
inga nemur um 135 milljónum króna á ári.
Nú um áramótin lækka gjöld sjúklinga fyrir heilbrigð-
isþjónustu enn frekar en þá lækka almenn komugjöld í
heilsugæslu úr 700 krónum í 500 krónur og sem fyrr
greiða börn, öryrkjar og aldraðir ekkert komugjald. Fellt
verður niður sérstakt komugjald hjá þeim sem
sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir
hjá. Heilsugæslan um allt land tekur um ára-
mót við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi
og þar með lækkar gjald fyrir leghálsskimun
úr 4.818 krónum í 500 krónur.
Heilsugæslan mun enn fremur frá áramót-
um gefa út gjaldfrjáls vottorð fyrir starfshæfn-
ismat sem er forsenda fyrir umsókn um starfs-
endurhæfingu hjá VIRK.
Hætt verður að krefjast tilvísunar frá heim-
ilis- eða heilsugæslulækni fyrir börn sem fara í
rannsókn í beinu framhaldi af komu á slysa-
deild eða á bráðamóttöku sjúkrahúsa og gjöld
fyrir þessar komur falla niður. Sama máli
gegnir ef börn fara til sérfræðings á göngu-
deild eða dagdeild sjúkrahúsa í beinu fram-
haldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku.
Auk þessa verður meðal annars dregið úr greiðsluþátt-
töku sjúklinga vegna lyfja, tannlæknakostnaður aldraðra
og öryrkja lækkar og síðar á árinu verður kostnaður við
hjálpartæki sömuleiðis lækkaður.
Ofangreindar breytingar eru allar til þess fallnar að
lækka greiðsluþátttöku sjúklinga, og auka þátt ríkisins í
greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu. Enginn ætti að þurfa að
neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og það er
mitt markmið að stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigð-
isþjónustu, óháð efnahag.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Sjúklingar borga enn minna
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að innveginmjólk til mjólkursamlag-anna verði heldur minni íár en var á síðasta ári.
Heldur þróunin áfram en fram-
leiðslan náði hámarki á árinu 2018.
Framleiðslan hefði að öllum lík-
indum minnkað meira ef bændur
hefðu getað
fækkað mjólk-
urkúm en vegna
langra biðlista
eftir slátrun sitja
bændur lengur
uppi með kýr og
þær halda áfram
að skila afurðum.
Innvigtun
mjólkur eftir
hverja kú jókst
fyrstu mánuði
ársins, að sögn Jóhönnu Hreins-
dóttur, formanns stjórnar Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM).
Fyrstu sjö mánuðina voru greiddar
29 krónur á hvern lítra sem fram-
leiddur var umfram greiðslumark en
1. ágúst var greiðslan lækkuð í 20
krónur. Við það minnkaði áhugi
bænda á að framleiða mjólk á þessu
verði og dró heldur úr framleiðslunni
seinni hluta ársins.
Áfram minni innvigtun
Mjólkurkúm fækkaði um nærri
því 100 á árinu. Jóhanna telur að
þeim hefði fækkað meira ef bændur
hefðu getað fengið gripunum slátrað
þegar þeir vildu. Meðalframleiðsla á
kú hefur aukist á hverju ári vegna
kynbóta og róbótavæðingar fjósa en
útlit er fyrir að hægt hafi á þróuninni
í ár, af fyrrgreindum ástæðum.
Framleiðslan er meiri en sala á
innanlandsmarkaði og yfir útgefnu
heildargreiðslumarki sem landbún-
aðarráðherra ákvað að hafa óbreytt á
næsta ári, 145 milljónir lítra.
Jóhanna segir að búist sé við að
innvigtun haldi áfram að dragast
saman á komandi ári. Á móti þeirri
þróun vinni þó langir biðlistar eftir
slátrun á eldri mjólkurkúm og á
meðan skili þær mjólk til vinnslu.
Markaður fyrir mjólkurafurðir
hefur breyst mikið í faraldrinum.
Sala til hótela og veitingahúsa hefur
dregist saman en sala í dag-
vöruverslunum hefur aukist enda
dvelja fleiri heima við vinnu og nám.
Jóhanna Hreinsdóttir segir að
stærsta áskorun sem mjólkur-
framleiðslan og mjólkuriðnaðurinn
standi frammi fyrir sé misræmi í sölu
afurða sem byggjast annars vegar á
fituríkum vörum og hins vegar á mjólk-
urpróteini. Mun meira selst af fituríkari
afurðum frá innlendum framleiðendum
en vörum þar sem próteinið er uppi-
staða efnainnihalds. Á ársgrundvelli er
sala á fitugrunni orðin rúmlega 23 millj-
ónum lítra meiri en sala á prótein-
grunni. Framleiðslan miðast við fitu-
hlutann til þess að hægt sé að hafa allar
vörur á boðstólum. Bilið hefur meira en
tvöfaldast á þriggja ára tímabili.
Ástæðan er margþætt, að sögn Jó-
hönnu. Samdráttur í sölu hefur meira
komið fram í próteinhlutanum. Telur
hún að ástandið megi rekja til stórauk-
inna innflutningskvóta fyrir osta og
innflutnings á röngum tollnúmerum en
ostar eru einmitt próteinrík afurð.
Birgðir hlaðast upp
Mjólkurpróteinið þarf að selja úr
landi en það er þrautin þyngri, ekki síst
vegna kórónuveirufaraldursins, og verð
á undanrennudufti, sem er helsta út-
flutningsvaran, lækkaði um nærri 50% í
janúar til apríl. Það endurspeglaði hrun
á mörkuðum fyrir búvörur vegna kór-
ónuveirunnar. Þetta hefur leitt til mik-
illar birgðasöfnunar. Ef birgðirnar eru
umreiknaðar í mjólk má sjá að þær
voru 15 milljónum lítra meiri í lok sept-
ember en ári fyrr og samsvarar aukn-
ingin ársnyt próteinþáttar mjólkur frá
50 kúabúum af algengri stærð. Eitt-
hvað hefur saxast á birgðirnar síðan.
Aukinn innflutningur
á ostum veldur vanda
Dregur úr framleiðslu mjólkur
Innvegin mjólk og heildargreiðslumark, milljónir lítra
*Áætlun fyrir 2020
Heimild: SAM
150
140
130
120
110
100
Innvegin mjólk
Greiðslumark
125,1
122,9
133,5
146,0
150,2 151,1
152,5 151,6 151,0
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
114,5 116
123
140
136
144 145 145 145 145
*
Jóhanna
Hreinsdóttir
„Salan hefur
gengið nokk-
uð vel á
árinu, haldið
sjó, þrátt
fyrir ástand-
ið. Það er
ánægju-
legt,“ segir
Herdís
Magna
Gunn-
arsdóttir, formaður Lands-
sambands kúabænda.
Hún segir að íslenskir kúa-
bændur séu alltaf að gera betur
í sínum rekstri og einnig af-
urðastöðvar og flutningsfyr-
irtæki. Hún segir þó að menn
finni fyrir hækkun aðfanga en á
móti komi að bændur fái hærra
verð fyrir mjólkina.
Stóru málin á komandi ári eru
að hennar sögn að koma lofts-
lagsmálunum áfram og auka
rannsókna- og þróunarstarf.
„Við erum flest að líta til þess
að geta bætt búskaparhætti og
nýtingu aðfanga og mun bættur
rekstur einnig skila sér í lofts-
lagsmálum og hagræðingu í
greininni,“ segir Herdís.
Vilja bæta
búskapinn
FORMAÐUR KÚABÆNDA
Herdís Magna
Gunnarsdóttir