Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 13

Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 13
Sjálfsagt munu stjórnmálamenn, með dyggri aðstoð hag- fræðinga, aldrei hætta að deila um hvernig skynsamleg- ast sé að bregðast við efnahagslegum sam- drætti. Jafn fráleitt og það hljómar eru margir þeirrar skoð- unar að best sé að minnka súrefnið til atvinnulífsins og heimilanna, með hækkun skatta og gjalda. Ekki eru mörg ár síðan ríkisstjórn brást við efnahagslegu áfalli með þeim hætti. En jafnvel einfaldur lær- dómur vefst fyrir mörgum, ekki síst þeim sem telja ríkið upphaf og endi alls – hina eiginlegu upp- sprettu verðmæta. Í ágúst síðastliðnum ítrekaði ég, í grein á síðum Morgunblaðs- ins, að það vitlausasta sem hægt væri að gera í efnahagslegum þrengingum vegna faraldurs kór- ónuveirunnar væri að „freista þess að auka tekjur ríkisins með þyngri álögum á fyrirtæki og/eða heimili“. Í þeim leik tæki ég ekki þátt: „En að opna fyrir súrefn- iskrana skatta og gjalda er ekki aðeins skynsamleg leið heldur arðbær fjárfesting til framtíðar fyrir ríkissjóð og almenning. Tekjugrunnur ríkis og sveitarfé- laga verður styrkari til lengri tíma og ráðstöfunartekjur launa- fólks meiri. Þetta er ekki flókn- ara.“ Allt frá því að Sjálfstæðisflokk- urinn tók sæti í ríkisstjórn 2013 hefur verið unnið að því að lag- færa skattkerfið, – gera það samkeppnishæfara við önnur lönd hvort heldur þegar kemur að fyr- irtækjum eða einstaklingum. Á stundum hefur gengið hægt að koma umbótum í gegn enda engu líkara en öskrandi ljón standi í veginum. En það hefur miðað í rétta átt. Þegar kemur að umbótum í skatta- og gjaldakerfi ríkisins reyndist árið 2020 gott – eig- inlega sérlega gott þegar erfiðar aðstæður eru hafðar í huga. Sam- hliða umfangsmiklum aðgerðum til að styðja beint við atvinnulífið og heimilin, hafa mikilvæg skref verið tekin til að auka samkeppn- ishæfni landsins til frambúðar. Hér verða nokkur dæmi nefnd. Tekjuskattur einstaklinga lækkar Vegna breytinga á lögum um tekjuskatt sem Bjarni Benedikts- son beitti sér fyrir sem fjár- málaráðherra lækkaði tekjuskatt- ur einstaklinga á árunum 2014 til 2018 um 25 milljarða á árs- grundvelli með tilheyrandi hækk- un ráðstöfunartekna heimilanna. Enn róttækari kerfisbreytingar í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafa tryggt frekari lækkun með innleið- ingu nýs lægra skatt- þreps. Fyrra skrefið var tekið í byrjun þessa árs og það síð- ara verður stigið í byrjun nýs árs. Með breytingunum verður tekjuskattur ein- staklinga um 21 milljarði króna lægri á ári en að óbreyttum reglum. Þessi lækkun kemur fyrst og síðast þeim til hagsbóta sem eru í lægstu tekjuhópunum en fólk með meðaltekjur nýtur einnig góðs af. Líkt og ég þreytist ekki á að taka fram hef ég aldrei verið hrif- inn af margþrepa tekjuskatts- kerfi. Miklu fýsilegra er að hafa eitt skattþrep með breytilegum persónuafslætti sem lækkar eftir því sem tekjur hækka. En í ljósi þess að kerfisbreytingarnar tryggðu lækkun tekjuskatts studdi ég þær heilshugar. Tryggingagjald lækkar enn Þriðja árið í röð lækkar trygg- ingagjaldið og verður 6,10% á komandi ári. Þar með hefur gjald- ið lækkað um 0,75%-stig á kjör- tímabilinu og um 1,59%-stig frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn og Bjarni Bene- diktsson settist í stól fjár- málaráðherra árið 2013. Þetta er liðlega 20% lækkun á gjaldi sem leggst á launagreiðslur fyrirtækja og er sérstaklega íþyngjandi fyrir lítil fyrirtæki og fyrirtæki í vexti. Lækkun tryggingagjalds á nýju ári nemur um fjórum milljörðum króna. Endurgreiðsla virðisaukaskatts Endurgreiðsluhlutfall virðis- aukaskatts vegna vinnu á bygg- ingarstað við nýbyggingu, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% á liðnu vori. Heimild til endurgreiðslu var jafnframt víkkuð út og tekur m.a. til frístundahúsnæðis, mann- virkja í eigu tiltekinna fé- lagasamtaka og bílaviðgerða. Það þarf ekki miklar rann- sóknir til að komast að því að hækkun á endurgreiðslu heppn- aðist sérlega vel. Létti undir með einstaklingum og félagasamtökum og studdi vel við atvinnu iðn- aðarmanna. Endurgreiðslan hefur verið framlengd út komandi ár og er reiknað með að alls verði um níu milljarðar króna endurgreiddir vegna þessa. Í huga þess er hér skrifar eru rök til þess að fast- setja fulla endurgreiðslu til ein- staklinga til frambúðar, enda skattaleg ívilnun sem allir hagn- ast á. Byggt undir framtíðina Í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir að endur- greiðslur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar yrðu liðlega 3,9 milljarðar. Auk- inn kraftur í nýsköpun og laga- breytingar hafa hins vegar leitt til þess að endurgreiðslurnar verða mun umfangsmeiri eða tæpir 5,2 milljarðar. Á komandi ári er reiknað með að endur- greiðslur nemi um 10,2 millj- örðum. Í raun er endurgreiðsla vegna rannsókna og þróunar fjárfesting í framtíðinni – fjárfesting í nýjum tækifærum og störfum, þar sem lagður er grunnur að fjölbreytt- ara atvinnulífi. Stefna stjórnvalda undir forystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur nýsköp- unarráðherra er að styðja við ný- sköpun á markaðslegum for- sendum, ekki aðeins með endurgreiðslum heldur einnig hækkun á framlögum til Tækniþróunarsjóðs og með stofn- un Kríu. Fyrr á þessu ári var skattaafsláttur til einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköp- unarfyrirtækjum hækkaður tíma- bundið úr 50% í 75% af fjárhæð fjárfestingar. Samhliða voru fjár- hæðarmörk hækkuð úr tíu millj- ónum í 15 milljónir. Stefnan er að bera ávöxt. Fjár- festar hafa lagt nýsköpunarfyr- irtækjum til um 17 milljarða króna á þessu ári og þar af eru um 12 milljarðar erlent áhættufé. Hækkun frítekjumarks fjármagnstekna Frítekjumark fjármagnstekna verður tvöfaldað – hækkað úr 150 í 300 þúsund krónur á komandi ári. Um leið nær frítekjumarkið til arðs og söluhagnaðar skráðra hlutabréfa auk vaxtatekna. Hækkun frítekjumarksins kemur sér hlutfallslega best fyrir þá ein- staklinga og hjón sem hafa tak- markaðar fjármagnstekjur en nýtist þeim ekki sem njóta fjár- magnstekna af óskráðum fé- lögum, s.s. arðgreiðslna einka- hlutafélaga. Með þessu er ýtt undir sparnað og hvatt til fjár- festinga einstaklinga í skráðum félögum. Þetta er í samræmi við Eftir Óla Björn Kárason » Þegar kemur að um- bótum í skatta- og gjaldakerfi ríkisins reyndist árið 2020 gott – eiginlega sérlega gott þegar erfiðar aðstæður eru hafðar í huga. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Lækkun skatta og skýrir valkostir stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka beina þátttöku almennings í atvinnulífinu, en þess er að vænta að fjármálaráðherra leggi fram frumvarp á nýju ári um skattaaf- slátt einstaklinga vegna hluta- bréfakaupa. (Þess ber að geta að frumvarp sama efnis er til með- ferðar hjá efnahags- og við- skiptanefnd þingsins, en flutn- ingsmenn eru sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins og er sá er þetta skrifar fyrsti flutnings- maður). Um það verður ekki deilt að skilvirkur hlutabréfamarkaður er óaðskiljanlegur frá öflugu efna- hagslífi og hagvexti þjóða. Skattalegir hvatar til að styðja við skipulegan hlutabréfamarkað og tryggja fyrirtækjum greiðan aðgang að áhættufjármagni, ekki aðeins frá stofnanafjárfestum heldur ekki síður með beinni þátttöku almennings, munu skipta miklu í viðspyrnu efnahagslífsins á komandi árum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur atvinnuvegafjárfesting dregist verulega saman á þessu ári. Á þriðja ársfjórðungi nam samdrátturinn um 21,8% borið saman við sama tímabil fyrra árs. Fyrstu níu mánuði ársins er áætl- að að atvinnuvegafjárfesting hafi dregist saman um 9,9% að raun- gildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2019. Í þjóð- hagsspá Hagstofunnar er reiknað með að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um 12,6% á árinu, sem kemur í kjölfar mikils sam- dráttar á síðasta ári eða 18%. Samdráttur í fjárfestingum fyrirtækja er áhyggjuefni enda forsenda framþróunar í atvinnu- lífinu og þar með verðmætasköp- unar samfélagsins. Það umhverfi lágra vaxta sem við búum við í dag ætti að öðru jöfnu að örva fjárfestingu og því er samdráttur í fjárfestingu meira áhyggjuefni en annars. Auðvitað spilar óvissa um þróun efnahagsmála hér inn í en skattaleg umgjörð skiptir einnig miklu. Hár fjármagns- tekjuskattur ýtir til dæmis ekki undir fjárfestingu heldur dregur úr henni. Ranglæti leiðrétt Það var sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í því skömmu fyrir jól að leiðrétta áralangt ranglæti vegna skattlagningar söluhagn- aðar frístundahúsa með tilheyr- andi skerðingum á réttindum al- mannatrygginga. Frá og með komandi áramótum verður sölu- hagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærð- armörk laga, ekki lengur skatt- lagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum al- mannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. Annað réttlætismál var hækkun skattfrelsismarka erfðafjárskatts úr 1,5 milljónum í fimm milljónir króna. Hækkunin nýtist sér- staklega einstaklingum sem fá út- hlutaðan arf úr eignaminnstu dánarbúunum en miðað við álagn- ingu 2020 eru um 23% dánarbúa undir fimm milljónum að heild- arverðmæti. Sá er þetta skrifar lagði fram frumvarp um þrepaskiptingu erfðafjárskatts, sem náði ekki fram að ganga. Þar var lagt til að skatturinn yrði 5% af eignum dánarbús undir 75 milljónum króna og 10% af því sem umfram er. Með samþykkt frumvarpsins hefði tvöföldun erfðafjárskatts ár- ið 2010 gengið að mestu til baka. Hitt er svo annað að við eigum að taka frændur okkar í Noregi og Svíþjóð til fyrirmyndar í þessum efnum, en þar er erfðafjárskattur ekki lagður á. Kosningaár Hér hefur fyrst og síðast verið horft til lækkunar skatta sem náðst hefur á árinu sem senn er að baki. Hitt er rétt að ýmis gjöld hafa verið hækkuð (ekki síst í takt við þróun verðlags) en sú hækkun er aðeins brot af þeim lækkunum hafa náðst fram. Við stefnum því í rétta átt. Sú stað- reynd stendur hins vegar óbreytt að Ísland er háskattaland í al- þjóðlegum samanburði. Eitt stærsta verkefnið á nýju kjörtímabili verður að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar skiptir skattbyrði miklu en ekki síður hvaða og hvernig skattar eru lagðir á. Ein tegund skattheimtu kann að verða skyn- samleg á meðan önnur drepur allt í dróma. Það skal t.d. viðurkennt að ég hef vaxandi efasemdir um álagningu kolefnisgjalds með þeim hætti sem gert hefur verið. Vísbendingar eru um að kolefn- isgjaldið, undir hatti grænna skatta, skili ekki þeim árangri sem stjórnvöld stefna að. Komandi ár er kosningaár. Í september leggja kjósendur lín- urnar. Í einfaldleika sínum er val- ið nokkuð skýrt; lægri skattar eða hærri, aukin samkeppn- ishæfni eða minni, meiri verð- mætasköpun eða samdráttur, ný- sköpun og einkarekstur eða aukin ríkisumsvif. Með vali sínu ráða kjósendur því hvort við sem sam- félag höfum efni á því að halda áfram að byggja upp öflugt vel- ferðarkerfi og góð lífskjör. Að þessu sögðu óska ég les- endum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Megi komandi ár verða öllum gæfuríkt. 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Þessa dagana er loksins að rofa til á Íslandi. Fyrsta lota bóluefnis er komin til landsins og sól farin að hækka á lofti. Skín við sólu Skagafjörður er þekktur ljóðabálkur þjóðskáldsins Matt- híasar Jochumssonar og full ástæða er til þess fyrir landsmenn að taka undir þá lofgjörð nú um hátíð- arnar. Því veldur sú myndarlega matargjöf sem Kaupfélag Skag- firðinga færði þeim sem minna mega sín, og um leið þjóðinni allri, í aðdraganda jóla og ára- móta. Enda þótt kaup- félagið kysi að vanda að halda sér til hlés frá umræðu og at- hygli greindi Morgunblaðið frá því höfðinglega framtaki KS að gefa hjálp- arstofnunum fjörutíu þúsund máltíðir til útdeilingar í aðdrag- anda jólahátíðar. Ég hef fengið um það staðfestar upplýs- ingar að þörfin hafi verið enn meiri en ætlað var og kaupfélagið einfaldlega heitið hjálparstofnunum því að brúa það bil sem þyrfti til þess að allir sem á þurftu að halda gætu fengið matarþörf uppfyllta það sem eftir lifði ársins. Mér er sagt að þann- ig hafi framlag kaupfélagsins um það bil tvöfaldast. Um áttatíu þúsund matarpakkar hafi á síð- ustu vikum ratað til heimila bág- staddra úr þessari miklu matar- kistu sem Skagafjörður svo sannarlega er. Það hefði orðið heimsfræg frétt hefði t.d. Bill Ga- tes, einn ríkasti maður heims, gefið þjóð sinni, Bandaríkja- mönnum, 80 milljónir máltíða fyr- ir hátíðarnar. Jafnframt hefðu ís- lenskir fjölmiðlar örugglega margsagt frá gjafmildi auðkýf- ingsins. En hlutfallslega er gjöf kaupfélagsins af þessari stærð- argráðu. Rekstur Kaupfélags Skagfirð- inga hefur alla tíð verið til fyr- irmyndar. Órofa samstaða skag- firskra bænda í 130 ára sögu kaupfélagsins hefur lagt grunn að gjöfulli búmennsku sem nú orðið teygir sig langt á haf út og færir íslenskri þjóð mikil verðmæti úr auðlindum lands og sjávar. Öllum nema trúföstum ESB-sinnum er nú orðið fullljóst hve sjálfbærni Íslendinga í matvælaframleiðslu er mikilvæg. Hrunið kenndi okk- ur það og nú Covid-faraldurinn. Við eigum bændur og sjómenn sem eru líftrygging okkar fyrir búsetu hér. Fiskurinn, kjötið, mjólkurvörurnar og grænmetið okkar er talið í fremstu röð að heilnæmi og gæðum í veröldinni. Við getum lært margt af Skag- firðingum og skagfirska efna- hagssvæðinu. Ekki einungis af leiðum þeirra til vandaðra bú- skaparhátta heldur einnig af höfðingsskap þeirra og lítillæti. Þessi mikla matargjöf, sem hér verður ekki reynt að meta til fjár, ætti að vera þjóðinni allri áminning um að standa vörð um sjálfbæra og verðmætaskapandi framleiðslu heilnæmra matvæla í þeirri íslensku náttúru sem okkur hefur verið treyst til þess að nýta og varðveita í senn. Þar eru og verða íslenskir bændur, hinir einu og sönnu landverðir okkar, í fremstu röð. Eftir Guðna Ágústsson »Mér er sagt að fram- lag kaupfélagsins hafi um það bil tvöfald- ast. Um áttatíu þúsund matarpakkar hafi á síð- ustu vikum ratað til heimila bágstaddra. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Tröllaukin matargjöf bjargaði jólum margra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.