Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.12.2020, Qupperneq 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is 20% afsláttur gildir út 31. desember í verslun og í vefverslun selena.is Aðhaldsföt undir áramótadressið Það dylst engum að árið sem senn rennur sitt skeið muni límast inn í sögubækurnar um ókomna tíð og óhætt að segja að kórónuveirufarald- urinn hafi lagt heims- byggðina á hliðina. Fljótlega eftir að Ís- land tók við formennsku í Norð- urlandaráði í upphafi árs voru góð ráð dýr, en líkt og á fleiri víg- stöðvum þurfti að hugsa starfið upp á nýtt í gegnum hinn staf- ræna heim. Þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem komu í kjölfar Co- vid-19 er formennskuár Íslands um margt eftirminnilegt og mörgu var áorkað á þessum skrýtnu tím- um. Áður en heimurinn svo að segja lokaðist vegna heimsfaraldursins tókst undirrituðum að fara í op- inbera heimsókn til skoska þings- ins en þetta var í fyrsta sinn sem forsvarsmönnum Norðurlandaráðs var boðið í slíka heimsókn. Skotar hafa mikinn áhuga á að efla tengsl við Norðurlöndin og kom bersýni- lega í ljós hversu mikla tengingu löndin hafa hvað viðkemur sögu, menningu og tungumálum. For- seta Norðurlandaráðs tókst einnig að heimsækja pólska þingið, sem var eftirminnileg för, en heim- sóknin var ekki síst merkileg fyrir stjórnarandstöðuna þar í landi og vakti koma norrænu erindrekanna mikla athygli. Meiri sveigjanleiki og kraftur Síðan skall kórónukrísan á og í kjölfar hennar riðlaðist öll dagskrá ráðsins og mikil óvissa varð um skipulag funda ársins. Það var leyst með fjarfundum og þó að ör- litlir byrjunarörðugleikar hafi orð- ið á þeim tókst ráðinu að halda uppi öflugu pólitísku starfi allt ár- ið. Segja má að hið nýja fyr- irkomulag hafi veitt starfinu meiri sveigjanleika og kraft. Ísland valdi þrjú áherslusvið fyrir formennsku sína: að standa vörð um lýðræðið, meðal annars með því að berjast gegn fals- fréttum, standa vörð um líf- fræðilegan fjölbreytileika og að efla tungumálakunnáttu innan Norðurlandanna. Þing Norðurlandaráðs hápunkturinn Hápunktur ársins, þing ráðsins, hefði átt að fara fram í lok októ- ber í Hörpu og hefði sennilega orðið einn stærsti viðburður ársins með helstu framámönnum og -kon- um af Norðurlöndunum ásamt því að aðalframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, António Guterres, hafði þegið boð um þátttöku. Aflýsa þurfti þinginu í fyrsta sinn og þess í stað voru haldnir stafrænir fundir. Úr varð frábær mæting á alla fundina í þingvik- unni, allir forsætisráðherrarnir mættu, sem hefur ekki gerst lengi. Fundirnir voru hver öðrum dýna- mískari og gagnlegar umræður áttu sér stað. Fundurinn með Ant- ónio Guterres, um áhrif Covid-19 á heimsbyggðina, var einn af há- punktum þingsins þar sem þing- menn og ráðherrar allra Norð- urlandaþjóðanna gátu í fyrsta sinn eftir skilaboðin frá Guterres rætt sín á milli hvernig hvert og eitt norrænu landanna hafði tekist á við krísuna. Í fyrsta sinn í ár var verðlauna- afhending Norðurlandaráðs í ýms- um flokkum send út í sjónvarpi á Norðurlöndunum í samstarfi við RÚV sem fékk gott áhorf og náði út til fleiri áhorfenda en áður, sem var mjög ánægjulegt. Samfélagsöryggi og hringrásarhagkerfið Starf Norðurlandaráðs er mik- ilvægur og merkilegur vettvangur fyrir norrænu löndin og ýmis áhugaverð málefni sem ráðið fjallar um og hefur áhrif á hverj- um tíma. Það sem hefur verið fyr- irferðarmest undanfarið er um- ræðan um samfélagsöryggi, matarsóun, sýklalyf, súrnun sjáv- ar, hringrásarhagkerfið, greiðslu- lausn milli landamæra (P27), nor- rænt rafrænt auðkenni þvert á landamæri (MR-Digital), rafrænir fylgiseðlar með lyfjum ásamt sam- eiginlegum lyfjakaupum í kjölfar Covid-19, stjórnsýsluhindranir og mikilvægi smærri tungumála svo eitthvað sé nefnt. Mikil umræða hefur verið á árinu um landamæralokanir og samráðsleysi og var stefna Norð- urlandaráðs um samfélagsöryggi tekin upp á öllum fundum með ráðherrum. Stefnan er víðtæk og varðar mörg ólík málefnasvið. For- sætisnefnd Norðurlandaráðs setti saman skýrslu fyrr á þessu ári um samfélagsöryggi og mögulegt nor- rænt samstarf. Ljóst er að mun meira samstarf er mögulegt og gagnlegt en hins vegar hefur því miður skort á pólitíska forystu til að leiða það starf. Norðurlandaráð hefur óskað eftir því að rík- isstjórnirnar á Norðurlöndunum meti hvernig fari best á að nýta norrænu ráðherranefndina í sam- starfi um norræna utanríkis- og öryggismálastefnu, þar á meðal norrænt samstarf um samfélags- öryggi og almannavarnir ásamt að veita því stuðning. Norðurlandaráð hefur átt fleiri góða og gagnlega fundi á árinu sem tengjast alþjóðasamstarfi. Þannig átti ráðið stafrænan fund með Svetlönu Tíkanovskaju, leið- toga stjórnarandstöðunnar í Bel- arús, þar sem lýst var yfir stuðn- ingi við stjórnarandstöðuna í landinu. Norðurlandaráð hefur haft verulegar áhyggjur af ástand- inu í Belarús og lagði áherslu á að ráðið styður ætíð lýðræði, grund- vallarreglur réttarríkisins, mann- réttindi og jafnræði allra ein- staklinga. Það má með sanni segja að árið hafi verið viðburðaríkt og lær- dómsríkt á nýstárlegan hátt þar sem krafturinn í Norðurlandaráði fékk að njóta sín á viðsjárverðum tímum. Eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur og Oddnýju Harðardóttur » Starf Norðurlanda- ráðs er mikilvægur og merkilegur vett- vangur fyrir norrænu löndin og ýmis áhuga- verð málefni sem ráðið fjallar um og hefur áhrif á hverjum tíma. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný Harðardóttir Höfundar eru forseti og varaforseti Norðurlandaráðs. Dýnamískt og öflugt starf þrátt fyrir heimsfaraldur Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.