Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 18

Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Tilkynningar Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi Bæjarstjórn Akraness samþykkti 15. desember s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits skv. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar felast m.a. að í stað tveggja hæða með inndreginni þriðju hæð, er gert ráð fyrir þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð meðfram Dalbraut, þar sem gafl fjórðuhæðar er 9 m. frá norðurgafli hússins. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,73 í stað 1,53. Engin breyting er gerð á skilmálum deiliskipulagsins. Tillagan verður til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is frá og með 2. janúar til og með 18. febrúar 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. febrúar 2021 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Nú hefur verið gert hlé á dagskrá félags og tómstundastarfsins fram yfir áramót. Hvetjum þó fólk til að nýta sér sundstaði, heilsuleikfimi í útvarpi og sjónvarpi og nýta gott veður þegar það býðst til útiveru. Kaffikrókurinn er opinn alla virka daga kl. 10.30 og þá eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Starfsfólk félags og tómstundastarfs eldri bæjarbúa óskar ykkur öllum gleðilegrar hátíðar. Allt félags og tómstundastarf eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi liggur niðri yfir hátíðarnar. Kaffikrókurinn er þó opinn alla virka daga kl. 10.30 eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Smá- og raðauglýsingar  þú það sem    á FINNA.is með morgun- ✝ Guðrún Er-lendsdóttir fæddist á Ak- ureyri 23. nóv- ember 1949. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 16. desember 2020. Foreldrar hennar voru Erlendur Snæbjörnsson, f. í Svartárkoti í Bárðdælahreppi 1916, d. 2001, og Hrefna Jóns- dóttir, f. á Pálmholti í Arn- arneshreppi í Eyjafirði 1926, d. 2013. Systkini Guðrúnar: Sólveig, f. 1945, Jón, f. 1948, d. 1996, Lovísa, f. 1951, Óskar, Högnadóttir Fuentes, f. 7. apr- íl 2012. 3) Ólafur Hrafn, f. 4. maí 1981, í sambúð með Sig- ríði Halldórsdóttur, sonur þeirra Halldór Hrafn, f. 7. jan- úar 2020. Guðrún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1969. Að stúdentsprófi loknu lærði hún meinatækni við Tækniskóla Íslands og starfaði sem meinatæknir og lífeinda- fræðingur í Reykjavík, á Ak- ureyri og í Eskilstuna í Sví- þjóð. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju 30. des- ember kl. 13.30. Streymt verður á Facebook: Útfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/yybfk6f4 Virkan hlekk á steymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat f. 1952, d. 2009, Snæbjörn, f. 1956, d. 2013 og Hörð- ur, f. 1965. Guðrún giftist 24. júní 1973 Hilmi Hrafni Jó- hannssyni, f. 5. janúar 1949. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 5. mars 1972, í sambúð með Jacek Koz- lowski, börn þeirra eru Ísak, f. 17. janúar 2011, og Rakel, f. 26. ágúst 2013. 2) Högni, f. 27. maí 1974, kvæntur Karina Marlene Fuentes Morales, dóttir þeirra Isidora Guðrún Taktu þér tíma Taktu þér tíma, tak hann á bak þér og finn, hve þungur hann er. Farðu varlega með hann, hann kveinkar sér, róaðu hann. Svalt herbergið andar, blómaangan liðinna ára liggur í loftinu, þú dokar við, og dag einn er tíminn horfinn og herbergið er autt. (Bo Carpelan/ þýð. Bragi Sigurjónsson) Dag einn er tíminn horfinn og herbergið er autt. Guðrún Er- lendsdóttir skólasystir mín varð bráðkvödd 16. desember sl. Líf- kraftur hennar var svo mikill að dauði hennar kom á óvart þótt hún hefði átt við langvarandi veikindi að stríða. Guðrún var fædd og uppalin á Akureyri í stórum systkinahópi. Hún hét eftir ömmu sinni, Guð- rúnu Árnadóttur, húsfreyju í Svartárkoti í Bárðardal og á Ás- láksstöðum í Kræklingahlíð. Við vorum því bæði komin út af Jóni eldra Jónssyni á Mýri í Bárðar- dal. Við gengum saman í skóla, í barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla og urðum stúdentar saman frá Menntaskólanum á Akureyri 1969. Einhvern veginn æxlaðist það svo að í landsprófi og á menntaskólaárunum vorum við samrýnd, kannski af því við áttum bæði heima á Norður- brekkunni, kannski af því ein vin- kvenna Guðrúnar bjó eitt árið heima hjá fjölskyldu minni, kannski af því við vorum bæði úr stórum systkinahópi en helst held ég það hafi verið gleðin sem fylgdi Guðrúnu sem dró vinskap okkar saman. Móður minni þótti líka gaman að hitta þessa rösku og glaðværu frænku sína. Guðrún var dugleg eins og hún átti kyn til. Foreldar hennar komu upp mörgum börnum, byggðu fjöl- skyldu sinni falleg hús og bjuggu þeim gott heimili. Guðrún bar þess vitni að hafa notið öryggis í æsku og gekk ótrauð menntaveg- inn. Létt skap sitt hafði hún líka sem heimanfylgju og það aflaði henni vinsælda og auðveldaði henni lífið. Eftir stúdentspróf lagði Guð- rún stund á lífeindafræði og vann lengi sem meinatæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, þar sem Guðmundur Karl Pétursson, ömmubróðir hennar, hafði lengi verið farsæll og vin- sæll yfirlæknir. Ég fluttist hins vegar burt og samskipti okkar Guðrúnar minnkuðu. En seinna varð ég svo lánsamur að vinna með dóttur hennar um langt skeið. Hún hefur hlotið dugnað- inn og lundina frá móður sinni. Vegna samvinnu okkar fylgdist ég með Guðrúnu í veikindum hennar en átti þess einnig kost að hitta hana, endurnýja vináttuna og efla minningarnar frá því þeg- ar við vorum ung saman í skóla á Akureyri. En nú andar svalt herbergið aðeins angan rauðu rósarinnar sem Guðrún bar á útskriftardegi okkar á Akureyri, 16. júní 1969, heitasta degi sumarsins, í sólskini og sunnanvindi. Tíminn til að hittast og minnast er horfinn, herbergi Guðrúnar autt. Ég votta fjölskyldu hennar innilega samúð mína. Úlfar Bragason. Hún stendur okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, Guðrún Erlendsdóttir, kær vinkona sem við kveðjum hér. Við kynntumst á Akureyri, vorum saman allan skólaferilinn og eftir MA var haldið til Reykjavíkur á vit nýrra ævintýra. Allan þennan tíma var Guðrún okkar haldreipi og jafn- vel fyrirmynd á stundum. Hver myndi ekki vilja vera bú- in að lesa allt efnið snemma, dag- inn fyrir stúdentsprófin? Kannski nýta tímann sem myndaðist til að sækja sér smá lit með gönguferð upp í fjall? Hver myndi ekki vilja hafa gengið fram á klappirnar við fótstall Helga magra og Þórunn- ar hyrnu til að fá að hlusta á Guð- rúnu leggja á ráðin um hvert næst skyldi halda? Ein unaðsminningin er stans í Varmahlíð á puttaferðalagi frá Reykjavík, þegar Skagafjörður- inn breiddi út faðminn móti vin- konunum. Þá var talað um fram- tíðina, hugsanlega ferð til Ísraels, þar sem vinna á samyrkjubúum gat verið kostur. Ekki varð af ferð til Austurlanda nær, en skroppið til Spánar og vissulega þurfti ekki alltaf að fara langt. Reykjavík hafði ýmislegt sem heillaði. Hvar sem Guðrún fór og á öll- um tímabilum lífs síns hafði hún frumkvæði á sinn nærfærna hátt. Ef hugurinn var eitthvað þungur og kvíði sótti að hjá þeirri sem fjarri var sínum, var ekkert mál að draga fram dýnu og búa henni næturstað. Ef ein var langdvölum í útlöndum, greip hún til pennans til að senda hvatningu. Það sem ber hæst á milli okkar Guddu var trúnaður. Hún var alltaf trygg og góð. Við hefðum treyst henni fyrir öllu. Hún stóð við orð sín og brást ekki trausti. Hjálpsemi og góðmennska við okkur og styrkur hennar í öllum veikindunum er aðdáunarverður, einnig trygglyndi hennar og hjálpsemi við Hilmi. Við dáðumst mikið að því. Síðan var hún mjög skemmtileg og var aldrei fyndin á annarra kostnað. Hún var sönn og góð manneskja, æskuvinkona sem við erum ævarandi þakklátar fyrir að hafa átt. Guðrún elskaði að lesa Davíð Stefánsson, sá skáldinu auðvitað bregða fyrir á Akureyri. Við velj- um lokaorð ljóðsins Vorboði. Þar yrkir hann til konunnar sem gerði líf hans bjartara, rétt eins og Guðrún auðgaði líf okkar vin- kvennanna. Og svipur hennar sýndi hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. Við sendum eiginmanni henn- ar Hilmi, börnunum Helgu, Högna, Ólafi Hrafni og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Erlendsdóttur. Fanny Ingvarsdóttir, Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir, Helga Heimisdóttir, Margrét Hallsdóttir, Þórhalla Gísladóttir. Guðrún Erlendsdóttir Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.