Morgunblaðið - 30.12.2020, Page 20

Morgunblaðið - 30.12.2020, Page 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Hljóðmagnarar Hljóðmagnari hentar vel þeim sem þurfa að heyra betur og er einfaldur í notkun. Þægilegt samskiptatæki. Með margmiðlunarstreymi tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki. Vekjaraklukka fyrir þá sem sofa fast eða heyra illa Að vakna á réttum tíma hefur aldrei verið auðveldara Vekur með ljósi, hjóði og/eða tirtingi svo að maður þarf ekki að sofa yfir sig. Verð frá kr. 19.800 Verð frá kr. 58.800 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér hefur tekist að vekja athygli á þér og þínum málstað. Sveigjanleiki og ákveðni eru kjörorð dagsins sem og alla daga. 20. apríl - 20. maí  Naut Að kjósa peninga eða hluti fram yfir fólk veit aldrei á gott. Leggðu þig fram um að gera þær breytingar sem þú vilt sjá í lífi þínu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þið hafið ráð undir rifi hverju og getið komið ýmsu í verk ef þið leggið ykkur fram um að leita. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu ekki að þröngva óraunhæf- um hugmyndum þínum upp á vini og vandamenn. Vertu vakandi fyrir utan- aðkomandi áhrifum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Allt er gott í hófi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir lent í deilum um skiptingu á eignum. Þú ert góður vinur og það vita þeir sem hafa leitað til þín. Haltu því áfram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Oft er það svo að samferðamenn okkar setja upp grímu til þess að halda okkur frá tilfinningum sínum. Ef þú sérð færi á að komast undir grímuna gerðu það þá. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að forðast rifrildi, það er ekki til neins. Réttu fram sáttarhönd og sjáðu hvað gerist. Einhver reynir að ná til þín en þú tekur ekki eftir því. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sköpunarmætti þínum er best beint að því sem þú gerir vel nú þegar. Reyndu að borða minna af skyndibitamat og meira af ávöxtum og grænmeti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þar sem þú ert alltaf svo nær- gætin/n, gæti það valdið vissum aðilum sársauka ef þú ætlar að vera hispurslaus. Ekki stressa þig, leyfðu örlögunum að sjá um sitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki er allt gull sem glóir og hin sönnu auðæfi eru ekki fólgin í gulli eða gim- steinum. Passaðu þig á að reyna ekki að gera öllum til geðs, enginn getur þjónað tveimur herrum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Notaðu tækifærið á meðan kraft- urinn er til staðar og komdu eins miklu í verk og þú mögulega getur. A xel Sæland fæddist 30. desember í Reykholti í Biskupstungum. „Reykholt var nafli al- heimsins hjá mér öll mín fyrstu ár. Ég gekk í grunn- skólann þar og var byrjaður að taka virkan þátt í garðyrkjustöð- inni strax þegar ég var átta ára. Síðan var holtið og hitaveituskurð- irnir í uppáhaldi hjá mér og vinum mínum. Þar gerðust ævintýrin og þá sérstaklega á veturna þegar fennti yfir skurðina og við gátum grafið okkur inn í þá og fundið ís- hella.“ Axel segist hafa haft mikinn áhuga á íþróttum en það hafi verið erfitt að sérhæfa sig í einni grein þar sem einungis var ein æfing í boði á viku í hverri grein. „Því má segja að maður hafi verið sæmileg- ur í öllum íþróttum. Skólastjórinn okkar, Unnar Þór Böðvarsson, kom samt skák- og borðtennisáhuga á hærra plan þar sem við gátum stundað það allar frímínútur og fengið kennslu í því á skólatíma. Árangurinn var eftir því þar sem við náðum 3. sæti á grunnskólamóti Suðurlands á yngra stigi og þar var ég valinn bestur á 4. borði. Árið eftir var ég á fyrsta borði og okkar sveit vann grunnskólamótið á yngra stigi. Borðtennisáhuginn í skólanum varð slíkur að Umf. Bisk. vann HSK-mótin mörg ár í röð og ég ásamt mörgum öðrum í skól- anum var farinn að sækja æfingar til Reykjavíkur og æfa með ung- lingalandsliðinu.“ Eftir grunnskólann fór Axel í Menntaskólann á Laugarvatni. „Laugarvatn varð mitt annað heim- ili næstu árin þar sem ég ákvað að fara í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni þegar ég kláraði menntaskólann, en tók mér þó eins árs pásu frá námi á milli og vann við smíðar. Þarna eignaðist ég mína eilífðarvini og við erum fjórir úr menntaskólaárganginum sem erum í miklu sambandi.“ Axel vann mestmegnis á garð- yrkjustöðinni heima á sumrin, en prófaði þó siglingar niður Hvítá hjá Bátafólkinu, smíði hjá Biskverk og ekki síst að þjálfa íþróttir, fótbolta og frjálsar hjá Umf. Bisk. „Síðasta árið í íþróttakennaraskólanum keyrði ég á milli Reykholts og Laugarvatns, en þá sinnti ég mest- allri þjálfuninni hjá Umf. Bisk.“ Eftir námið, árið 2004, flutti Axel til Reykjavíkur og starfaði á leik- skólanum Efstahjalla í Kópavogi. Þar hitti hann aftur eiginkonu sína, Heiðu Pálrúnu, en hún hafði flust frá Dalvík til að læra hjúkrun. „Ég kynntist henni fyrst árið 2002 á Þjóðhátíð í Eyjum, en svo þarna fjórum árum seinna förum við að senda hvort öðru sms og ákváðum síðan að fara á „deit“. Það var reyndar mjög fyndið að við vorum búin að ákveða dag, en föttuðum síðan bæði sitt í hvoru lagi að það var valentínusardagurinn, og fannst það kannski fullmikið fyrir fyrsta stefnumótið, en við hittumst og upp frá því höfum við verið sam- an.“ Árið 2006 voru heimahagarnir farnir að kalla og Axel og Heiða ákváðu að flytja í Reykholt. „Þar sem Heiða hafði starfað í björg- unarsveit frá unga aldri var það eitt af okkur fyrstu verkum heima að stofna sameiginlega unglinga- deild í Björgunarsveitinni Biskupi ásamt Smára Stefánssyni í Björg- unarsveitinni Ingunni. Þetta tókst alveg ótrúlega vel og við vorum með 30 krakka víðs vegar úr sveit- unum og þetta var virkilega gef- andi og skemmtilegt starf.“ Axel tók einnig sæti í skólanefnd sveitarfélagsins og var þar í 13 ár. Hann hefur verið virkur í sveitar- stjórnarmálum og situr í sveitar- stjórn Bláskógabyggðar í dag. „Samfélagið hérna er lítið og manni er ekkert alveg sama hvernig það þróast og stýrist. Sveitarstjórnin hér hefur unnið mjög vel saman og afskaplega gott að vera þar inni.“ Fjölskyldan og garðyrkjan hafa átt hug Axels alveg síðan þau fluttu heim og hjónin reka garðyrkjustöð- ina Espiflöt ásamt foreldrum hans. Árið 2014 fór Axel í garðyrkjuskól- ann á Reykjum í Ölfusi og útskrif- aðist sem garðyrkjufræðingur af ylræktarbraut vorið 2016. Garðyrkjustöðin Espiflöt var stofnuð árið 1948 af afa og ömmu Axel Sæland blómabóndi á garðyrkjustöðinni Espiflöt – 40 ára Fjölskyldan Hér er fínasta sjálfa af fjölskyldunni á Espiflöt. Frá vinstri: Heiða, Axel, Auðunn Torfi, Lilja Björk, Adda Sóley og Áki Hlynur. Fóru á stefnumót á valentínusardaginn Blómaræktunin Espiflöt ræktar yfir tvær og hálfa milljón blóma á ári fyrir íslenskan markað á 8.000 fermetrum og mikill vöxtur er í greininni. Til hamingju með daginn 30 ára Ágúst Ingi ólst upp í Hafnarfirði og er Hafnfirðingur í húð og hár. Hann er bílasmiður hjá H. Jónssyni á Smiðshöfða. Helstu áhugamál hans eru allt sem viðkemur bílum, hestamennska og íþróttir. Maki: Karen Björk Wiencke, f. 1993, ljós- myndari, en vinnur núna hjá Fé- lagsþjónustu Hafnarfjarðar. Börn: Gabríella Þóra Samúelsdóttir, f. 2012 og Alexander Jökull Flygenring, f. 2019. Foreldrar: Hildur Guðfinnsdóttir, f. 1961, vinnur í Héraðsdómi Reykjaness, og Magnús Flygenring, f. 1952, atvinnubíl- stjóri. Ágúst Ingi Flygenring 30 ára Anna Lilja ólst upp á Sauðár- króki en býr núna í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Anna Lilja er hársnyrtimeistari en er í fæðingarorlofi eins og er. Helstu áhugamál hennar eru fjölskyldan, tón- list og söngur, en hún syngur í kór. Maki: Finnur Sigurðarson, f. 1988, starfar við ferðaþjónustu. Börn: Brynmar Sölvi, f. 2014; Baltasar Hörður, f. 2018 og Birnir Bassi, f. 2020. Foreldrar: Guðbjörg Elsa Helgadóttir, f. 1965, stuðningsfulltrúi og Guð- mundur Brynjar Ólafsson, f. 1962, vél- virki. Þau búa á Sauðárkróki. Anna Lilja Guðmundsdóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.