Morgunblaðið - 30.12.2020, Síða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
England
Brighton – Arsenal.................................. 0:1
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal í leiknum.
Burnley – Sheffield United .................... 1:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Southampton – West Ham ...................... 0:0
WBA – Leeds............................................ 0:5
Manchester United – Wolves.................. 1:0
Staðan:
Liverpool 15 9 5 1 37:20 32
Manch. Utd 15 9 3 3 31:23 30
Leicester 16 9 2 5 29:20 29
Everton 15 9 2 4 26:19 29
Aston Villa 14 8 2 4 28:14 26
Chelsea 16 7 5 4 31:18 26
Tottenham 15 7 5 3 26:15 26
Manch. City 14 7 5 2 21:12 26
Southampton 16 7 5 4 25:19 26
West Ham 16 6 5 5 23:21 23
Leeds 16 7 2 7 30:30 23
Wolves 16 6 3 7 15:21 21
Arsenal 16 6 2 8 16:19 20
Crystal Palace 16 5 4 7 20:29 19
Newcastle 14 5 3 6 17:24 18
Burnley 15 4 4 7 9:20 16
Brighton 16 2 7 7 18:25 13
Fulham 15 2 5 8 13:23 11
WBA 16 1 5 10 11:35 8
Sheffield Utd 16 0 2 14 8:27 2
B-deild:
Birmingham – Derby ............................... 0:4
Sheffield Wed. – Middlesbrough ............ 2:1
Huddersfield – Blackburn....................... 2:1
Luton – Bristol City ................................. 2:1
Norwich – QPR......................................... 1:1
Preston – Coventry .................................. 2:0
Rotherham – Barnsley............................. 1:2
Wycombe – Cardiff .................................. 2:1
Stoke – Nottingham Forest .................... 1:1
Staða efstu liða:
Norwich 22 13 5 4 30:20 44
Swansea 21 11 6 4 25:12 39
Bournemouth 20 10 8 2 35:16 38
Brentford 21 10 8 3 34:20 38
Watford 21 10 7 4 24:15 37
Reading 21 11 3 7 32:27 36
Stoke 22 9 8 5 26:21 35
C-deild:
Shrewsbury – Blackpool ........................ 1:0
Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik-
mannahópi Blackpool.
Spánn
Sevilla – Villarreal .................................... 2:0
Barcelona – Eibar .................................... 1:1
Cadiz – Valladolid..................................... 0:0
Levante – Real Betis................................ 4:3
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 13 10 2 1 26:5 32
Real Madrid 15 10 2 3 27:14 32
Real Sociedad 16 7 5 4 25:12 26
Sevilla 14 8 2 4 17:10 26
Villarreal 16 6 8 2 20:16 26
Barcelona 15 7 4 4 29:15 25
Granada 14 6 3 5 17:22 21
Meistaradeild karla
Úrslitaleikur:
Barcelona – Kiel .................................. 28:33
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Barcelona og átti 5 stoðsendingar.
Leikur um bronsverðlaun:
París SG – Veszprém ........................... 31:26
Þýskaland
B-deild:
Aue – Hamm......................................... 26:26
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 10
mörk fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson
varði 10 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Vináttulandsleikir karla
Túnis – Argentína................................. 27:28
Katar – Spánn....................................... 26:28
Slóvakía – Tékkland............................. 21:28
Pólland – Rússland............................... 25:23
Evrópudeildin
Baskonia – Valencia............................ 71:70
Martin Hermannsson skoraði 9 stig og
tók 2 fráköst fyrir Valencia á 16 mínútum.
Valencia hefur unnið 10 leiki af 17 og er í
sjöunda sæti af 18 liðum deildarinnar.
Evrópubikarinn
C-riðill:
Mónakó – Andorra .............................. 66:64
Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig fyr-
ir Andorra, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsend-
ingar á 19 mínútum.
Lokastaðan: Virtus Bologna 10/0, Lo-
komotiv Kuban 8/2, Mónakó 6/4, Andorra
3/7, Lietkabelis 2/8, Antwerpen 1/9. Bo-
logna, Kuban, Mónakó og Andorra fara í
16-liða úrslitin.
NBA-deildin
Atlanta – Detroit .............................. 128:120
Brooklyn – Memphis ............... (frl.) 111:116
Oklahoma City – Utah ..................... 109:110
Denver – Houston ............................ 124:111
LA Lakers – Portland...................... 107:115
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Manchester United virðist í fyrsta
skipti frá því að Sir Alex Ferguson
lét af störfum árið 2013 vera komið af
alvöru í toppbaráttuna í ensku úr-
valsdeildinni í fótbolta. United vann
dramatískan 1:0-sigur á Wolves á
heimavelli í gærkvöld í leik sem
Ferguson hefði verið stoltur af.
Spilamennskan var ekki sú besta en
seiglan sem einkenndi liðið hjá Skot-
anum var til staðar og hélt liðið
áfram allt þar til í blálokin. United
uppskar sigurmark frá Marcus Ras-
hford í uppbótartíma og er liðið í öðru
sæti með 30 stig, aðeins tveimur stig-
um frá Englandsmeisturum Liver-
pool.
Eftir 0:1-tapið gegn Arsenal 1.
nóvember hefur United spilað níu
deildarleiki, unnið sjö og gert tvö
jafntefli. United mætir Aston Villa á
nýársdag og er næsti deildarleikur
þar á eftir sannkallaður risaslagur
gegn Liverpool á Anfield og gæti
toppsætið verið undir.
Arsenal er einnig á sigurbraut og
var sigurinn gegn Brighton annar
sigur liðsins í röð eftir sjö leiki í röð
þar á undan án þess að fagna sigri.
Alexandre Lacazette skoraði í öðrum
leiknum í röð og er hann töluvert
heitari en fyrirliðinn Pierre Emerick-
Aubameyang sem hefur aðeins skor-
að þrjú mörk á öllu tímabilinu. Þrátt
fyrir heilt yfir mjög dapurt tímabil til
þessa hjá Arsenal er liðið ekki nema
þremur stigum frá fimmta sæti.
Nýliðar Leeds eru einnig þremur
stigum frá fimmta sæti eftir 5:0-
stórsigur á öðrum nýliðum West
Brom. Lærisveinar stóra Sam All-
ardyce gerðu flott jafntefli á heima-
velli meistaranna í síðustu umferð, en
liðið náði sér aldrei á strik gegn
Leeds, sem hefur unnið báða leiki
sína og ekki fengið á sig mark eftir
2:6-skellinn gegn Manchester United
á Old Trafford.
Þá fjarlægðist Burnley neðstu
sætin með 1:0-sigri á botnliði Shef-
field United. Er Burnley nú fimm
stigum fyrir ofan fallsætin en Shef-
field United, sem heillaði marga á
síðustu leiktíð, er aðeins með tvö stig
eftir 16 leiki og án sigurs.
United komið
í titilbaráttu
Tveimur stigum frá toppliði Liverpool
AFP
Gleði Marcus Rashford og Paul Pogba fagna sigurmarki Rashfords gegn
Úlfunum í gærkvöld en það skoraði hann í uppbótartímanum.
Þýska stórliðið Bayern München er
í viðræðum við Breiðablik um kaup
á landsliðskonunni ungu Karólínu
Leu Vilhjálmsdóttur. Hún staðfesti
þetta við mbl.is í gær, sem og að
hún verði frá æfingum og keppni
fram í mars vegna meiðsla í hné
sem komu í veg fyrir að hún léki tvo
síðustu leiki Íslands í undankeppni
EM. „Það er þvílíkur heiður að vera
orðuð við Bayern og ef þetta geng-
ur eftir er það mjög spennandi,“
sagði Karólína við mbl.is. Bayern er
á toppnum í Þýskalandi, fimm stig-
um á undan meisturum Wolfsburg.
Heiður að vera
orðuð við Bayern
Morgunblaðið/Eggert
Þýskaland Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir gæti farið til toppliðsins.
Líkur eru taldar á að tveggja vikna
hlé gæti verið gert á keppni í ensku
knattspyrnunni eftir áramótin. The
Telegraph greindi frá því í gær að
nokkrir stjórnarformenn félaga í
úrvalsdeildinni hefðu rætt þetta sín
á milli. Leik Everton og Manchest-
er City sem fram átti að fara í
fyrrakvöld var frestað vegna smita
í röðum City. Nýr stofn veirunnar
hefur valdið usla á Bretlandseyjum
og í kjölfarið hefur nokkrum leikj-
um þegar verið frestað í neðri
deildunum á Englandi núna um jól
og áramót.
Hlé á Englandi
í janúar?
AFP
Smit Manchester City fékk leik sín-
um við Everton frestað.
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Þýskalandsmeistarar Kiel eru Evr-
ópumeistarar karla í handbolta ár-
ið 2020 eftir 33:28-sigur Aroni
Pálmarssyni og samherjum hans
hjá Spánarmeisturum Barcelona í
úrslitaleik í Lanxess Arena í Köln í
gærkvöldi. Um er að ræða keppn-
ina frá því á síðustu leiktíð, en
henni var frestað til loka árs þar
sem ekki tókst að klára hana síðast-
liðið vor vegna kórónuveirunnar.
Aron hefur nú fjórum sinnum
leikið í úrslitum Meistaradeildar-
innar, tvisvar hefur hann fagnað
sigri en þurft að sætta sig við silfur
tvisvar í röð. Hann fór í úrslit með
Veszprém árið 2016 og tapaði þá í
vítakeppni fyrir Kielce. Aron fagn-
aði sigri, einmitt með Kiel, árin
2010 og 2012 undir stjórn Alfreðs
Gíslasonar en hann þarf að bíða enn
lengur eftir þriðja Evrópumeistara-
titlinum.
Aron lék afar vel fyrir Barcelona
gegn París SG í undanúrslitum, en
hann fann sig ekki eins vel gegn
sterkri 3-2-1 vörn Kiel og skoraði
aðeins eitt mark úr fimm skotum.
Aron lagði þó upp fimm mörk fyrir
samherja sína.
Norðurlandabúarnir í liði Kiel
stálu senunni en sænski hornamað-
urinn Niclas Ekberg skoraði átta
mörk og norska skyttan Sander
Sagosen bætti við sjö mörkum.
Aleix Gómez var markahæstur hjá
Barcelona með tíu mörk.
Glæsileg byrjun Tékkans
Eftir jafnar fyrstu mínútur
komst Kiel í 13:9 og var staðan í
hálfleik 19:16. Kiel spilaði afar
öruggan handbolta og hleypti
Barcelona ekki of nálægt sér í
seinni hálfleiknum og var sigurinn
verðskuldaður.
Tékkinn Filip Jícha, sem tók við
Kiel af Alfreð Gíslasyni fyrir síð-
ustu leiktíð, hefur unnið þýsku
deildina og Meistaradeildina í
fyrstu tilraun með liðið. Kiel, sem
fagnaði sínum fjórða Evrópumeist-
aratitli, er komið upp í þriðja sæti
yfir sigursælustu lið keppninnar
frá upphafi. Aðeins Gummersbach
með fimm sigra og Barcelona með
níu sigra hafa unnið oftar.
Fimm ár síðan Barcelona vann
Spænska stórveldið hefur hins-
vegar ekki unnið keppnina frá
árinu 2015. Barcelona hefur unnið
spænsku deildina tíu ár í röð, bik-
arkeppnina síðustu sjö ár og heims-
meistarakeppni félagsliða síðustu
þrjú ár, þar á bæ horfa menn hins
vegar á Meistaradeildina og því um
mikil vonbrigði að ræða.
Kiel virðist vera að ná fyrri styrk
en liðið var með mikla yfirburði í
þýskum handbolta á sínum tíma og
vann þýsku deildina ár hvert frá
2005 til 2010 og alls 17 sinnum á
milli 1994 og 2015, þar af sex sinn-
um undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.
Alfreð tókst hins vegar ekki að
fagna sigri í deildinni fjögur síð-
ustu ár sín með liðið, en hann gerði
Kiel þó að bikarmeistara í fyrra.
Þess má geta að Kiel og Barce-
lona eru saman í B-riðli í Meistara-
deildinni á þessari leiktíð og vann
Barcelona 32:26 og 29:25-sigra á
þýska liðinu í riðlakeppninni í
nóvember síðastliðinn.
Þurfti að sætta
sig við silfrið
Ljósmynd/Barcelona
Silfur Aron Pálmarsson reynir að brjótast í gegnum vörn Kiel í úrslita-
leiknum í Köln í gærkvöld. Hann náði aðeins að skora eitt mark.