Morgunblaðið - 30.12.2020, Side 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
„Töffararokk er fínt heiti á þessa
tónlist. Fyrir mér er þetta fyrst og
fremst rock’n’roll. Sem er alls ekki
það sama og rokk. Rokk er drasl
fyrir rokkhnakka. Rock’n’roll er allt
annað. Ætli rock’n’roll sé ekki bara
það sem Arnar Eggert og fleiri
kalla töffararokk. Það mætti þá
kalla rokk „hnakkarokk“,“ svarar
Henrik.
Er ekki að tala til allra
– Good Sick Fun heitir platan og
þú segir sjálfur um þann titil: „ger-
um rangt og höfum gaman af því í
staðinn fyrir að reyna alltaf að gera
„rétt“ og vera með móral yfir því að
takast það ekki. Gefum skít í reglur
og venjur og vægðarleg gildi. Ger-
um það sem okkur sýnist!“ Er ekki
hætt við glundroða fylgi fólk þess-
um tilmælum?
„Ef allir myndu gera það sem
þeim sýndist færi allt til fjandans
en ekki á kúl hátt þar sem flestir
eru fávitar. En ég er auðvitað ekki
að tala til allra. Ég er aðeins að tala
við þann litla hóp fólks sem hlustar
á Singapore Sling og það er al-
mennt afburðavel gefið fólk. Og ef
það fólk fylgir þessum tilmælum
gerist eitthvað stórkostlegt.“
Spáir ekki í ímynd
– Hversu mikilvægt finnst þér að
vera með heildstæða, samræmda
fagurfræði? Það virðist skipta þig
miklu máli, útlitið og ímyndin. Ég
hef til að mynda séð þig keyrandi
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Good Sick Fun nefnist nýútkomin
12 laga plata Singapore Sling. Er
þar við stjórnvölinn, sem fyrr, Hen-
rik Baldvin Björnsson og segir
hann í tölvupósti að platan sé fyrst
og fremst inspíreruð af gömlu rokki
og róli. Plötuna
samdi hann á
fyrstu mánuðum
ársins og var hún
hljóðblönduð í
sumar af Guð-
laugi Halldórs-
syni og Henrik.
Var þá einnig
tekinn upp hljóðfæraleikur auka-
hljóðfæraleikara, Haukur Gröndal
lék á tenór- og barítónsaxófóna í
„Touch The Filth“ og Axel Björns-
son gerði gítarhávaða, eins og Hen-
rik orðar það, í laginu „Sickin’
Street“. Bakraddir sungu Tatjana
Dís, Elsa María Blöndal og Anna
Björnsson og um masteringu sá
Ryan Van Kriedt.
Hlustar á sína innri rödd
Henrik skrifar að í hvert sinn
sem hann geri plötu þýði það að
rokk og ról hafi bjargað lífi hans,
huga og sál, enn einu sinni. „Stund-
um gerist það að ég sogast inn í
eitthvert bull og fer að halda að það
skipti einhverju máli. En átta mig
síðan á því að ekkert skiptir máli
nema rokk og ról. Þá bý ég til
plötu,“ skrifar Henrik. Hann er
beðinn að útskýra hvað hann eigi
við með þessu, inn í hvaða bull hann
hafi sogast og haldið að það skipti
máli.
„Hmmmm … til dæmis átta ég
mig á því að ég er farinn að éta skít
og ég hef ekki hugmynd af hverju
ég er að því og mér finnst það
ömurlegt. Eflaust hefur einhver fá-
viti sagt mér að þetta væri það eina
sem væri í boði og ég hef verið illa
fyrirkallaður og látið plata mig. Þá
allt í einu heyri ég mína innri rödd
segja: „Ekki gleyma. Ekkert skiptir
máli nema rock’n’roll.“ Þá hætti ég
að éta skít,“ segir Henrik.
Töffararokk
– Singapore Sling var einu sinni
hljómsveit en er þetta núna eins
manns verkefni, þú einn?
„Þetta er eins og það hefur alltaf
verið. Það er band sem spilar með
mér „live“ og stundum spilar ein-
hver inn á eitthvað á plötunum. Og
stundum fæ ég aðstoð við upptökur
og mix.“
– Þú samdir plötuna og tókst upp
heima hjá þér á fyrstu mánuðum
ársins. Hvernig er platan í saman-
burði við fyrri plötur Singapore
Sling? „ Ég skil ekki spurninguna.
En ég hef samt mjög gaman af
henni,“ segir Henrik kíminn.
– Arnar Eggert kallar þetta töff-
ararokk í pistli hér í blaðinu árið
2017 en hvað kallar þú þessa tón-
list?
um á mjög svo hversdagslegum bíl í
leðurjakkanum, með rokksólgler-
augu og rokkhárgreiðslu.
„Hahahahaha. Leðurjakki, „rokk-
sólgleraugu“ og „rokkhárgreiðsla“
er minn hversdagsklæðnaður.
Hvernig öðruvísi ætti ég að vera
þegar ég er að keyra? Wtf? En jú,
ég spái í útlitið. Hver gerir það
ekki? En ímynd er eitthvað sem þú
ert að spá í. Ekki ég. Ég spái fyrst
og fremst í stemningu. Og útlit og
stemning fer alltaf saman, saman-
ber hrekkjavöku og jólin.“
Ekkert skiptir máli nema rokk og ról
Singapore Sling gefur út breiðskfíuna Good Sick Fun
„Útlit og stemning fer alltaf saman,“ segir Henrik
Rokkari Henrik Baldvin Björnsson með rokkhár og rokksólgleraugu.
Ljósmynd/Heiða Jónsdóttir
Þrátt fyrir að stóru alþjóðlegu
uppboðshúsin hafi vegna
kórónuveirufaraldursins þurft að
hætta við fjölsótt uppboð í sölum
sínum skiptu þau um mitt ár í vef-
uppboð í streymi og segja sérfræð-
ingar ArtNews að efnaðir mynd-
listarsafnarar víða um lönd hafi
haldið áfram að greiða hátt verð
fyrir myndlistarverk á þessu
furðuári, þótt færri hafi farið fyrir
meira en 10 milljarða kr. en í fyrra.
Eftirtalin eru þau sex verk sem
hæst verð fékkst fyrir á uppboðum
á árinu:
Francis Bacon, Triptych Inspi-
red by the Oresteia of Aeschylus
(1981). Verð: 84,6 milljónir dala,
um 10,8 milljarðar kr.
Wu Bin, Tíu sjónarhorn á
Lingbi-grjót (1610). Verð: 76,6
milljónir dala, um 9,8 milljarðar kr.
Roy Lichtenstein, Nude With
Joyous Painting (1994). Verð: 46,2
milljónir dala, um 5,9 milljarðar kr.
David Hockney, Nichols Canyon
(1980). Verð: 41 milljón dala, um
5,2 milljarðar kr.
Ren Renfa, Fimm ölvaðir prins-
ar ríða heim (Um 1300). Verð: 39,4
milljónir dala, um 5 milljarðar kr.
Cy Twombly, Untitled (Bolsena)
(1969). Verð: 38,7 milljónir dala,
um 4,9 milljarðar kr.
Verðmætt Norski safnarinn og listasafnseigandinn Hans Rasmus Astrup seldi verk Francis Bacons, Triptych Inspi-
red by the Oresteia of Aeschylus. Það var slegið hæstbjóðanda fyrir um 10,8 milljarða króna með gjöldum.
Þrískipt verk Bacons dýrast
Frá 17. öld Kínverska myndskrollan Tíu sjónarhorn á Lingbi-grjót.
Popplist Hluti verks Roys Lichten-
steins, Nude With Joyous Painting.
Landslag Hluti málverks Davids
Hockneys, Nichols Canyon.