Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020FRÉTTIR Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Alhliða Ræsting Öflugt gæðaeftirlit og góð þjónusta ar VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) Mesta lækkun ICEAIR -5,03% 1,70 Mesta hækkun REITIR +3,69% 67,50 S&P 500 NASDAQ +0,95% 12.523,772 -0,06% 3.665,99 -1,36% 6.510,12 FTSE 100 NIKKEI 225 16.6.'20 16.6.'2015.12.'20 1.500 2.037,8 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 50,82 -0,26% 26.687,84 2.000 15.12.'20 1.597,5 60 20 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 40,96 Þetta kemur fram í ítarlegu bréfi sem sjóðurinn hefur sent skrifstofu fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Segir í upphafi bréfsins að sjóð- urinn hafi haft til skoðunar nokkur yfirtökutilboð á verðbréfamarkaði „á undanförnum misserum“. Ekki er farið nánar út í það í bréfinu hvaða til- boð er um að ræða. Hins vegar er ljóst að Gildi, líkt og fleiri lífeyr- issjóðir hefur þurft að taka afstöðu til yfirtökutilboða á síðustu árum, m.a. þegar Útgerðarfélag Reykjavíkur (þá Brim) fór yfir 30% eignamörk í Brimi (þá HB Granda) og þurfti þá lögum samkvæmt að leggja fram til- boð. Gerði þá tilboðsgjafi samkomu- lag við stóra hluthafa, ekki síst lífeyr- issjóði, um að þeir tækju ekki tilboðinu. Byggðist samkomulagið á að tilboðsgjafi hygðist ekki ná fullum yfirráðum yfir félaginu. Á mán- uðunum eftir að tilboðið var lagt fram urðu ýmis viðskipti til þess að treysta tök tilboðsgjafans á félaginu og dró það um leið úr möguleikum annarra hluthafa til að hafa áhrif á starfsemi þess. Önnur dæmi sem nefna mætti eru yfirtökutilboð sem leiddi að lokum til afskráningar Heimavalla úr Kauphöll, tvö yfir- tökutilboð Samherja í bréf Eim- skipafélagsins og nú síðast yfirtöku- tilboð samstarfsaðila í hluthafahópi Skeljungs. Í bréfi Gildis til ráðuneytisins er vakin athygli á því að í mörgum Evr- ópuríkjum, m.a. Noregi og Finn- landi, sé minnihlutavernd tryggð með þeim hætti að yfirtökuskylda skapast við fleiri aðstæður en aðeins þær þar sem farið er yfir 30% mörkin fyrrnefndu og áður en innlausnar- réttur meirihlutaeiganda skapast við 90% eignamark. Tvö þrep í Noregi Þannig hefur sú regla verið inn- leidd í Finnlandi að yfirtökuskylda kvikni að nýju við 50% atkvæðisrétt hluthafa eftir að hafa fyrst kviknað við 30% mörk. Í Noregi er gengið lengra. Þannig er skyldan tvískipt í kjölfar þess að hún myndast fyrst við 1⁄3 hluta atkvæðaréttar eða við 40% og aftur við 50%. „Ef reglur af þessu tagi yrðu inn- leiddar hér þá gætu hluthafar sem stæðu frammi fyrir yfirtökutilboði verið rólegri yfir því hvort taka þyrfti tilboðinu eða ekki. Þeir gætu þá gengið út frá því að þeir fengju annað tækifæri til þess að losa um hlut sinn, ef stór hluthafi færi að nýju yfir hærri mörk en 30%,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, og bendir á að við núverandi aðstæður á markaði hér heima geti hluthafar sem ekki taka yfirtöku- tilboði orðið innlyksa með bréf sín og ekki verið tryggir um að fá raunvirði fyrir þau við sölu, enda geri það fjár- festingu í félögum mögulega síður spennandi kost í huga fjárfesta ef einn og sami aðili eða nokkrir tengdir hafi full yfirráð yfir félaginu sem í hlut á. Íslenski markaðurinn mögulega veikari fyrir vegna smæðar Í áliti sjóðsins er bent á að það skjóti skökku við að endurtekin til- boðsskylda skuli ekki vera við lýði hér á landi þar sem íslenski mark- aðurinn „kunni að vera sérlega við- kvæmur gagnvart því að ráðandi hluthafi auki enn frekar við eign- arhlut sinn jafnt og þétt í ljósi smæð- ar markaðarins annars vegar og hlutdeildar stofnanafjárfesta hins vegar.“ Spurður út í hvaða áhrif núverandi fyrirkomulag á markaðnum hafi seg- ir Árni erfitt að segja nákvæmlega til um það. Hins vegar megi ímynda sér að þau séu neikvæð. „Það er verið að hvetja til auk- innar þátttöku á markaðnum, m.a. með aðgerðum sem fjármálaráð- herra hefur kynnt til sögunnar. Að- gerðir til að tryggja vernd minni- hlutaeigenda gæti stuðlað enn frekar að slíkri þátttöku,“ segir Árni. Hann segist ekki átta sig á hvað valdi því að minnihlutaverndin hafi ekki verið sterkari í íslenskum rétti fram til þessa og telur engin rök vera fyrir því að tryggja ekki þessa vernd betur. Vilja aukna minnihlutavernd Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gildi lífeyrissjóður hefur kallað eftir því að lögum um yfirtökur og yfirtöku- tilboð verði breytt til vernd- ar minnihlutaeigendum. Morgunblaðið/Golli Heimavellir voru afskráðir úr Kauphöll eftir yfirtöku. Hópur fjárfesta innan Skeljungs hyggst fara sömu leið 2021. Árni Guðmundsson EFNAHAGSMÁL Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands stóð í 863,7 milljörðum króna um ný- liðin mánaðamót og hafði þá minnk- að um 64,5 milljarða króna frá fyrri mánuði. Í lok október stóð hann í 928 milljörðum. Nemur minnkunin milli mánaða 7%. Sé horft til hástöðu forðans sem reyndist í lok júní er minnkunin þó mun meiri. Þá stóð hann í 1.009 milljörðum og er hann því 14,4% minni nú en í sumar. Taka verður tillit til þess við mat á verðmæti forðans að gengi íslensku krónunnar hefur verið á mikilli hreyfingu að undanförnu og styrkt- ist krónan gagnvart helstu við- skiptamyntum um rúm 3% í mán- uðinum. Hefur slík styrking í för með sér að verðmæti forðans, í krón- um talið, minnkar sem því nemur. Þá er stærstur hluti forðans geymd- ur í erlendum verðbréfum og því geta hreyfingar á eignamörkuðum erlendis hnikað heildarvirði hans talsvert til á milli tímabila. Í lok nóv- ember var verðbréfaeignin, mælt í krónum, 712,6 milljarðar og minnk- aði um 61,1 milljarð frá fyrra mán- uði. Þá lækkuðu seðlar og innstæður um 4,5 milljarða og stóðu í 101,3 milljörðum króna. Gullforði bankans er óverulegur í heildarsamhengi stærðar hans. Gull- verð hefur hins vegar verið á mikilli siglingu allt þetta ár og náði gull- forðinn hæsta verðgildi sínu í ágúst og stóð þá í 17,3 milljörðum króna. Hefur hann minnkað að verðgildi síðan og stóð í tæpum 15 milljörðum í lok síðasta mánaðar. Gjaldeyrisforðinn ekki minni síðan í febrúar Morgunblaðið/Golli Gjaldeyrisforði Seðlabankans fór yfir 1.000 milljarða múrinn í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.