Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020FRÉTTIR Mér er vandi á höndum. Eig- inmanninum leiðist dvölin hér í Mexíkó og hann er farinn að þrýsta á mig að finna hentugt land í Evr- ópu þar sem við hjónin gætum hreiðrað um okkur. Hafa síðustu dagar því farið í ítarlegar rann- sóknir þar sem ég hef legið yfir skattahandbókum Deloitte, skoðað leiguverðið í helstu borgum álf- unnar og greint horfurnar á vinnu- markaði fyrir eiginmanninn. Ég vil land þar sem skattar og launatengd gjöld eru í lágmarki, leigan sanngjörn og hversdagslífið tiltölulega ódýrt. Hann vill land þar sem væri ekki of erfitt að læra mál- ið, meðallaunin eru ásættanlegt og velferðarkerfið þannig hannað að maður fái almennilega þjónustu fyr- ir það sem greitt er í pottinn. Þá er bóndinn orðinn langþreyttur á að vera með marokkóskt vegabréf og þætti ágætt að finna land þar sem öðlast má ríkisborgararétt með fimm ára búsetu. Báðir viljum við borg sem iðar af lífi og hefur allt til alls. Hann, verandi afrískur súkku- laðimoli, afskrifar n.v. alla Austur- Evrópu vegna lágra launa, tungu- málamúra og hættunnar á að verða fyrir barðinu á kynþátta- og hommafordómum. Ítalía er einnig út úr myndinni, því honum ofbauð hrokinn í heimamönnum þegar við bjuggum í Mílanó. Portúgal og Spánn eru líka úti því þar er vinnu- markaðurinn í molum og laun með lægsta móti. París lendir heldur ekki á listanum: „Of margir arabar,“ segir litli músliminn minn og full- yrðir við mig að veruleikinn í borg ástarinnar sé ekkert líkur Netflix- þáttunum Emily in Paris. Fyrir mína parta koma Norður- lönd ekki til greina enda skattarnir þar svo hræðilega háir og dýrt að lifa. Svipaða sögu er að segja um Belgíu, Lúxemborg og Holland. Raunar eru skattar og launatengd gjöld líka með hæsta móti í Frakk- landi, Ítalíu, Þýskalandi og Aust- urríki. Mér þætti alveg koma til greina að setjast að í Prag – þar má leysa skattahliðina nokkuð vel – en Tékkland hentar ekki eig- inmanninum: launin eru lág og tíu ára bið eftir vegabréfi. Sviss legg- ur á hóflega skatta, en þar er allt of dýrt að lifa og tekur líka tíu ár að öðlast ríkisborgararétt, og er þá eftir að nefna hvað Svisslending- arnir eru ferkantaðir að eðlisfari. Bara eitt land nær nokkurn veg- inn að haka við öll boxin og það er Bretland. Verst að frá og með ára- mótum taka Bretar upp punktakerfi fyrir innflytjendur. Er of seint fyrir okkur hjónin að valsa si svona í gegnum Heathrow og setjast að í Pimlico í krafti EES-samningsins. Vilja lágmarka svigrúm Bretlands Þetta ætti Boris Johnson að hafa hugfast núna þegar hann freistar þess að semja við möppudýrin í Brussel um farsæla útgöngu úr ESB. Það er ekki skrítið að ríki Evrópusambandsins hafi logandi áhyggjur af því að Bretland fái of mikið svigrúm til að gera hagkerfi sitt frjálst og samkeppnishæft: þeg- ar allt er vegið og metið er Bretland nefnilega nú þegar einn mest aðlað- andi kosturinn í álfunni: reglurnar tiltölulega skýrar og einfaldar; stjórnsýslan vönduð; laun tiltölulega góð, skattar hóflegir og lífsgæði prýðileg. Leigan mætti vera ódýrari í London en hún er ekkert mikið lægri í París, Róm eða Brussel. Nú er tvennt sem stöðvar Brexit- viðræðurnar: ESB vill að evrópskar útgerðir fái áfram að veiða fisk í breskri lögsögu og að komið verði á samræmingarkerfi sem á að tryggja að breytingar á breskum lögum og reglum veiti breskum fyrirtækjum ekki forskot á evrópska keppinauta þeirra. Til að fá aðgang að innri markaði Evrópu á Bretland að þurfa að gangast undir ákvæði um „jafna samkeppnisstöðu“ sem myndi í reynd þýða að breski lög- gjafinn ætti í mesta vanda með að stíga hvers kyns skref í átt að lækk- un skatta eða minnkun inngripa í atvinnulífinu. Allt sem létt gæti byrðum af breskum fyrirtækjum gæti túlkast sem röskun á jafnri samkeppnisstöðu og jafnvel að Bretland þyrfti að apa vitleysuna eftir ESB ef bandalagið ákvæði að íþyngja evrópsku atvinnulífi með frekari álögum, kvöðum og skyld- um. Hér minnir ESB óneitanlega á óþolandi maka sem, eftir allt of langt og erfitt hjónaband, stendur frammi fyrir skilnaði en vill gera það að skilyrði fyrir umgengni við börnin að hinum aðilanum verði meinað að finna sér einhvern yngri, laglegri og geðprúðari til að búa með. Fiskurinn lítils virði í heildarsamhenginu Deilan um aðgang ESB að bresk- um miðum er ögn flóknari. Allt frá upphafi hefur Bretum þótt þeir hafa fengið óeðlilega lítinn skerf af sam- eiginlegum fiskveiðiheimildum ESB og á margan hátt væri það gæfu- spor fyrir breskan sjávarútveg að fá að halda gjöfulum miðunum út af fyrir sig. En taka þarf með í reikn- inginn að margar breskar útgerðir hafa selt kvóta sinn til annarra Evr- ópulanda og mikið er í húfi fyrir evrópskar sjávarbyggðir næst Bret- landi, þar sem atvinnulífið er löngu orðið háð því að fá að veiða breska fiskinn. Bresk stjórnvöld vilja ekki loka miðunum en sjá fyrir sér árleg- ar samningalotur um skiptingu veiða. ESB vill hins vegar gera langtímasamkomulag og tryggja að hvers kyns breytingar á veiðum í breskri lögsögu verði gerðar í sem smæstum skrefum svo að evrópskur sjávarútvegur verði fyrir sem minnstu tjóni. Gideon Rachman hjá FT bendir á að það geti bakað Bretlandi vand- ræði að sýna of mikla hörku í fisk- veiðimálum. Því hvað mætti til bragðs taka ef t.d. franskir sjómenn stelast inn í breska lögsögu? Ætti að senda herskip á eftir þeim? Og hvað svo? Ef sjóher hennar hátign- ar væri sigað á franskar duggur myndi ekki standa á ESB að beita Breta refsiaðgerðum sem væru mun dýrari en að hleypa nokkrum evr- ópskum bátum inn á miðin. Er líka rétt að muna að sjávar- útvegurinn myndar afskaplega lít- inn hluta af breska hagkerfinu og ætti Boris Johnson að vera óhætt að gefa heilmikið eftir á þessu sviði. Skemmtilegt tíst náði flugi um helgina þar sem umsvif breskra út- gerðarfyrirtækja voru sett í sam- hengi: Árið 2019 lönduðu bresk fisk- veiðiskip afla að verðmæti 987 milljónir punda en á sama tíma seldi breska spilafyrirtækið Games Workshop spilakarla fyrir 250 millj- ónir punda. Fyrir þá sem ekki vita þá framleiðir Games Workshop eins konar tindáta fyrir fantasíuleiki sem vinsælir eru hjá nördum. Benti annar tístari á að sam- kvæmt opinberum tölum skili stang- veiði um 1,4 milljörðum punda inn í breska hagkerfið og trompi þannig breska fiskveiðiflotann. Evrópa máttlaus og bitur Brexit-tímabilið hefur verið bæði langt og krefjandi og hægt að greina verulega þreytu hjá breskum almenningi og bresku atvinnulífi. Tjónið fyrir breskt efnahagslíf er mikið en ef Johnson semur ekki frá sér svigrúmið til að gera breska hagkerfið lipurt og samkeppnishæft þá er ekkert sem segir að Bretland geti ekki náð miklu flugi á komandi árum og áratugum. Johnson hefði eflaust mátt búa samlanda sína bet- ur undir „hart Brexit“ og þjappa þeim saman til að takast betur á við erfiðleikana framundan. Hann hefði líka getað gripið tækifærið og styrkt tengslin við Frakkland í kjöl- far hryðjuverkaárásanna í París og Nice í september og október og staðið með Frökkum í rimmu þeirra við Tyrki á meðan allar aðrar þjóðir Evrópu stóðu með hendur í vösum. Það hefði gjörbreytt andrúmsloftinu í Brussel. Til lengri tíma litið grunar mig að Evrópusambandið muni fara verst út úr skilnaðinum. Í gegnum allt Brexit-ferlið hefur viðmót ESB sýnt þann brenglaða hugsunarhátt sem litar starf og stefnu sambandsins í dag. Margrét Thatcher flutti fræga ræðu í Bruges árið 1988 þar sem hún talaði um kosti þess að galopna markaðinn á milli ríkja Evrópu en að það mætti ekki vera á kostnað sjálfstæðis og sérkenna ríkjanna í álfunni. Varaði hún um leið við því hvað gæti gerst ef valdið tæki að þjappast saman á einum stað í Brussel og möppudýrunum þar væri falið ákvarðanavaldið: „Við viljum svo sannarlega að Evrópa vinni að sameiginlegum markmiðum sínum. En það þarf að gerast með þeim hætti að standa megi vörð um ólíkar hefðir ríkjanna, völd þingsins á hverjum stað og að fólk megi áfram vera stolt af eigin landi; því það er einmitt þetta sem hefur, í aldanna rás, verið upp- spretta þess krafts sem Evrópa býr yfir.“ Þessi kraftur liggur núna grafinn undir stæðu af bréfabindum í Strassborg. ESB vill ekki að öðrum vegni vel Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkó ai@mbl.is Það sýnir hvers konar óhræsi ESB er orðið að Brexit-viðræðurnar hafa strandað á þeirri kröfu að bresk stjórnvöld megi ekk- ert gera sem veitt gæti bresku atvinnulífi sam- keppnisforskot. AFP Ef Boris Johnson forsætisráðherra semur ekki frá sér frelsið til að bæta samkeppnishæfni Bretlands þá ætti framtíð landsins að vera björt. Við erum sérfræðingar í malbikun Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.