Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 7
þau upp úr kassanum. Þó að útivistarföt séu
auðvitað tískuvara, þá getur svört flíspeysa lifað
í mörg ár.“
Einar Karl segist hafa skipt vörulagernum
upp í þrennt eftir aldri og svo hafi netverslunin,
sem fylgdi með í kaupunum, verið notuð til að
koma vörunum út til viðskiptavina, enda mátti
ekki, vegna faraldursins, opna hefðbundna
verslun í vor þegar Einar Karl og félagar fóru af
stað. „Við notuðum netsíðuna til að koma elsta
hluta lagersins út, og hann fór á mjög góðu
verði. Við hreinsuðum aðeins til í eldri birgðum,
en erum enn að nýta okkur þennan lager sem
við keyptum.“
Mjög jarðbundnir
Spurður um hvort að byrjað sé að leggja drög
að fleiri verslunum, og frekari vexti, segir Einar
Karl að menn séu mjög jarðbundnir. Mikilvægt
sé að feta sig varlega áfram, og ana ekki út í
neitt. „Við teljum að sú eining sem við erum með
í dag, ein búð og vefverslun, eigi töluvert inni,
áður en við förum í opnanir á fleiri búðum.
Landsbyggðin hefur verið okkur drjúg á netinu,
og mögulega þurfum við að auka þjónustu úti á
landi, hvort sem það er með endursöluaðilum,
eða að bæta þjónustustigið.“
Jólavertíðin stendur nú sem hæst. Einar Karl
segir að salan í nóvember hafi farið fram úr
hans björtustu vonum. „Desember verður líka
mjög góður því við erum að fá inn síðustu send-
ingarnar að utan, og við bindum miklar vonir við
þær vörur. Nóvember sannaði það fyrir okkur
að Íslendingar eru mikið að versla af íslenskum
fyrirtækjum og við eins og aðrir njótum góðs af
því. Desember er skemmtilegasti tími ársins
fyrir fólk í verslun. Allir sem hafa unnið í versl-
un vita að þetta er þeirra tími.“
Hvað hefur Covid kennt þér?
„Helsti lærdómurinn felst í því hvernig má
hagnýta sér netið í meira mæli. Hluti af sölu hef-
ur færst yfir í símtöl og ráðgjöf á netinu. Fólk
spyr mikið áður en það pantar og það hefur gert
að verkum að maður þarf eiginlega að hafa sér-
stakan verslunarstjóra á netinu. En að takast á
við þetta allt í svona mikilli brekku, vegna Co-
vid-19, hefur kennt manni mikið æðruleysi.“
Hefur fyrirtækið nægt fé til að lifa áfram til
lengri framtíðar – og hvað tekur langan tíma að
gera fyrirtækið arðbært?
„Kaup félagins voru vel fjármögnuð og félagið
mun skila góðum afgangi á þessu ári. Fjárfest
hefur verið vel í innkaupum og hönnun sem mun
líta dagsins ljós strax á næsta ári. Ég trúi á
þetta konsept og hópurinn að baki mér er sterk-
ur og er til í að halda þessari vegferð áfram. Það
er stærsti sigurinn, bæði fyrir mig persónulega
og fyrir vörumerkið. Það höfðu ekki allir trú á
þessari endurreisn hjá okkur, en Cintamani er
komið til að vera. Líf Cintamani er tryggt.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 7VIÐTAL
Blaðamaður biður Einar Karl að lýsa því nánar hvernig farið var að því að koma hlutunum á hreyf-
ingu síðastliðið vor gagnvart Ítalíu og Kína þegar kórónuveirufaraldurinn var í algleymingi.
„Framleiðsluferlið er þannig í stuttu máli að við hönnum vöruna sjálf hér á Íslandi. Efnin kaupum
við á Ítalíu og víðar og flytjum til Kína þar sem fatnaðurinn er saumaður fyrir okkur. Þarna í mars –
apríl var sú brú bara lokuð. Það fór mikil orka í að finna leiðir til að koma framleiðslu í gang. Þegar
við tökum við félaginu eru til dæmis engar pantanir í gangi og við gátum ekki gengið inn í pantanir,
líkt og við gengum inn í lagerinn sem við keyptum. Á þessum tíma árs í útivistarbransanum þarftu
helst að vera búinn að ganga frá öllum pöntunum til að fá vörur afhentar fyrir jól, og því var þetta
kapphlaup við klukkuna. En við bjuggum að því að ég þekkti vel til hönnunarinnar sem hafði átt sér
stað undanfarin ár, og ég vissi af því að það var til töluvert af ónýttri hönnun sem ekki var sett í
framleiðslu. Og það var í raun það sem þurfti að gerast þarna í vor, og við einhentum okkur strax í.
Minn tími fór mest í að finna út hvað væri hægt að panta með stuttum fyrirvara, og hvað væri hægt
að endurpanta, til að vöruflæðið yrði tryggt fram að jólum. Og það tókst. En við erum samt einum
til tveimur mánuðum eftir á. Pantanir sem hefðu átt að koma í september í venjulegu árferði, eru í
staðinn að koma í nóvember og desember. En samt sem áður höfum við náð að tryggja stöðuga
veltu með því að kaupa þetta inn, í bland við að hámarka sölu úr lagernum.“
Flutningar ganga hægt
Einar Karl segir að auk þess sem framleiðsluferlið hafi verið þungt í Kína, þá hafi flutningar til og
frá Íslandi gengið hægt og framboð á flutningi verið lítið. Verð flutninga hafi líka endurspeglað hið
litla framboð, og hafi hækkað mikið. „Þannig að svigrúmið til að lækka vöruverð hefur aðeins setið
á hakanum, vegna þessa háa flutningskostnaðar. En það er að komast jafnvægi á þetta, bæði
framleiðsluna og flutninginn. Við erum með vörur í húsi núna, bæði nýframleiddar vörur, úr ónýttri
hönnun og nýrri hönnun, sem ekki hefur sést í verslunum áður. Einnig erum við með endurpant-
anir á vinsælum vörum sem bæði við sem vinnum hér þekkjum vel, og viðskiptavinurinn einnig.“
Í kapphlaupi við klukkuna