Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/18 13
YFIRLÝSING KVENNA INNAN RÉTTARVÖRSLUKERFISINS:
MÁLAST UPP MYND AF SAMFÉLAGI
SMÁNUNAR, ÁREITI OG NIÐURLÆGINGAR
Í desember sl. sendu konur innan réttarvörslukerfisins
frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að
kven fyrirlitning, kynbundið og kynferðislegt áreiti væri
vandamál í öllum lögum samfélagsins, einnig innan rétt
arvörslukerfisins. Konurnar kröfðust þess að vinna gegn
kynbundnu ofbeldi og áreiti yrði sett í forgang og að allir
vinnuveitendur tækju ábyrgð á að uppræta vandamálið:
„Fyrir okkur öllum er að málast upp mynd af samfélagi
þar sem konur, sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi, áreiti,
niðurlægingu og smánun, eru ekki í fámennum jaðarhópi
heldur úr öllum kimum þjóðfélagsins. Fyrir okkur birtist
sá veruleiki að það heyri ekki til undantekninga að konur
verði fyrir einhverskonar áreiti, ofbeldi eða smættun á
lífsleiðinni. Þvert á móti virðist þetta vera upplifun flestra
kvenna á einhverjum tímapunkti, í námi, á vinnumarkaði
eða í einkalífi, sem jafnvel hefur ógnað bæði félagslegu og
fjárhagslegu öryggi þeirra. Sögur kvennanna eru allt frá
því að vera hæðnislegar athugasemdir um klæðaburð, útlit
og vitsmuni til þess að vera ofbeldi í sinni verstu mynd.“
Einnig segir að gefa þurfti umræðunni tíma og svigrúm
til að gerjast án þess að fara í vörn eða sókn. Engu verði
breytt nema ef vandinn er viðurkenndur: „Tilgangur um
ræðunnar er að leyfa þessu öllu að koma upp á yfirborðið
þannig að við horfum á það, sjáum hegðunina fyrir það sem
hún er og finnum leiðir til að breyta þessari menningu.“
Með yfirlýsingunni fylgdu 45 sögur sem lýsa ýmis kyn
bundnu ofbeldi eða jafnvel grófri kynferðislegri áreitni.
Hér koma nokkur dæmi um kynbundna mismunun og
kynferðislega áreitni úr sögum kvennanna.
Kynbundið áreiti/ofbeldi
Flestar konurnar þekktu vel þegar látið var sem þær væru
ekki á staðnum, orð þeirra hunsuð, komið með óviðeigandi
athugasemdir, t.d. um útlit og klæðaburð, eða þær kallaðar
„vinan“ og „elskan“ á fundum af karlkollegum til að
smækka þær.
Einn þriggja verjenda í máli fyrir alþjóðlegum dómstóli, og
eina konan í teyminu, fékk lægstu verjendalaunin. Skýring
dómara var að hún væri kona.
Yfirmaður var óviðeigandi við konur, segjandi þeim
niður lægjandi brandara og var með athugasemdir varðandi
útlit þeirra. Lét að því liggja í kaffistofu að ungur lögfræð-
ingur sem sótti um framhald á starfi sínu væri hans viðfang.
Háttsettur lögfræðingur talaði kerfisbundið um konur sem
„tæfur“.
Lögmaður í málflutningi beindi glottandi athygli réttarins að
útliti saksóknara sem var barnshafandi.
Á lögfræðiráðstefnu voru hugmyndir lögfræðings, konu,
„feðraðar“ öðrum þar til einn ráðstefnugesta, sem naut
virðingar, spurði þá sem þetta gerðu af hverju.
Laganemi í kúrsus fékk lægri laun en karlkyns samstarfs-
maður þrátt fyrir meiri starfsreynslu og hærri einkunnir.
Kynferðislegt áreiti/ofbeldi
Lögfræðingur heilsaði kvenkyns kollega með því að spyrja
„Hvernig ertu í henni?“
Eigendur lögmannsstofu kröfðu laganema í kúrsus svara við
því hverjum „þær vildu helst ríða“ á stofunni.
Yfirmaður hjá ríkisstofnun króaði ungan lögfræðing af úti í
horni og greip um klofið á henni. Sagði síðan yfir hóp að
hún væri kynköld eða lesbísk af því að hún vildi hann ekki.
Kynferðislegt áreiti skipuleggjanda lögfræðiráðstefnu við
einn fyrirlesarann svo að aðrir þurftu að grípa inn í.
Samstarfsmaður áreitti ungan lögmann stöðugt, stakk m.a.
tungunni í eyrað á henni og greip um brjóstin fyrir framan
samstarfsfélaga. Allt undir þeim formerkjum að þetta væri
„djók“. Hún fékk nóg þegar hann skellti henni á skrifborð
og ætlaðist til þess að hún svæfi hjá sér. Hún kvartaði við
yfirmann, sem var kona, og var nokkru seinna sagt upp
störfum.
Áreitni lögmanns við kollega gekk svo langt að
samstarfsmenn hennar gættu þess að gefa honum ekki
samband við hana ef hann kom eða hringdi á skrifstofuna.
Auk þessara dæma voru margar sögur frá þeim tíma að konurnar
voru í laganámi og eins sögur úr lögreglunni þar sem kynferðisleg
áreitni og kynbundin mismunun var daglegt brauð.