Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/18 19 Andri Árnason, hrl. Edda Andradóttir, hrl., LL.M. Finnur Magnússon, hrl., LL.M. Halldór Jónsson, hrl. Lárus L. Blöndal, hrl. Sigurbjörn Magnússon, hrl. Simon David Knight, solicitor Stefán A. Svensson, hrl., LL.M. Vífill Harðarson, hrl., LL.M. Borgartúni 26 105 Reykjavík 580 4400 www.juris.is sveigjanleika og sanngirni í samskiptum. Að sjálfsögðu er ekki þar með sagt að stjórnvöldum beri að fallast á allar beiðnir og óskir borgaranna. En stjórnvöld skulu allavega reyna að leiðbeina borgurunum, finna út úr þeim atriðum sem máli skipta og leysa úr málum þeirra eftir bestu getu. Engin rök mæla með því að allt annað gildi um samskipti ríkis og borgara sem eiga sér stað í dómskerfinu. Hér má benda á að borgari sem leitar til stjórnvalda á beinlínis lagalegan rétt til þess að stjórnvaldið taki á móti borgaranum með lipurð og veiti honum nauðsynlega að­ stoð og leiðbeiningar. Við töku íþyngjandi ákvarðana ber stjórnvaldinu svo að gæta þess að ganga ekki harðar fram en nauðsynlegt er og beita vægasta úrræði sem völ er á. Af hverju þarf þetta viðmót að umturnast þegar mál eru komin fyrir dómstóla? Þetta er sama íslenska ríkið og nálg­ aðist mál borgarans af alúð og reyndi að fara eins vel með réttindi hans og hægt var á stjórnsýslustiginu. Ef borgarinn er ósáttur við niðurstöðu stjórnsýslumáls á hann rétt á að bera niðurstöðuna undir dómstóla í einkamáli. Þá sýnir ríkið skyndilega á sér allt aðra hlið. Jafnvel þótt borgarinn sé enn með sama erindið og áður, en nú fyrir dómstólum í stað stjórnvalda, mætir honum allt annað viðmót. Í stað lipra ríkisstarfsmannsins sem vill leiðbeina honum í átt að bestu mögulegu niðurstöðu mætir borgarinn nú brögð­ óttum lögmanni sem reynir af alefli að koma í veg fyrir að dómstóll endurskoði athafnir ríkisins efnislega. Til samanburðar má líta til sakamála en þar mætir einn angi íslenska ríkisins borgurum sínum. Við meðferð slíkra mála skal ákæruvaldið hafa það að leiðarljósi að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Kannski ættu svipuð sjónarmið að hafa meira vægi í einkamálum þannig að íslenska ríkið gerði allt til þess að reyna að fá fram sanna og rétta efnislega niðurstöðu dómsmálsins. Í stað þess að kvarta yfir því hversu málatilbúnaður borgaranna sé óskýr og óskiljanlegur mætti ríkið kannski reyna að leita skýringa og leggja sig fram um að átta sig á málinu. Markmiðið væri þá að skilja málið og reyna að upplýsa það til þess að fá megi endanlega úrlausn um ágreininginn. Það er erfitt að sjá ástæður og rökin fyrir því af hverju ís­ lenska ríkið leggur gjarnan svo þunga áherslu á að koma í veg fyrir að mál fái efnismeðferð. Stjórnvald sem er stolt af verkum sínum og hefur trú á að það starfi með réttum hætti ætti ekki að þurfa að hræðast það að dómstólar fari ofan í kjölinn á málum þeirra. Metnaðarfull stjórnvöld sem vilja standa sig vel ættu í raun að fagna því að fá staðfestingu á góðum verkum sínum frá dómstólum. Niðurstaða dómstóla sem felur í sér gæðastimpil á málsmeðferð og efnislegri úrlausn stjórnvalds styrkir það og úrlausnir þess. Dómstólar gætu reyndar einnig talið að eitt eða fleiri atriði í málsmeð­ ferð og/eða efnislegum úrlausnum hefðu farið úrskeiðis. Slík niðurstaða er þó einnig góð fyrir viðkomandi stjórn­ vald enda eiga stjórnvöld ávallt starfa í samræmi við lög. Ef stjórnvöld fara út af sporinu ættu þau að taka því fegins hendi að fá aðstoð dómstóla inn á það aftur. Á endanum er tilgangur og markmið stjórnvalda einfaldlega að fram­ kvæma lög með réttum hætti og þar sem dómstólar eiga endanlegt úrlausnarvald um lögin er gott fyrir stjórnvaldið að fá úrlausn þeirra um málsmeðferðina. Síðast en ekki síst er það gríðarlega mikilvægt fyrir borgarann í málinu að fá efnislega úrlausn um álitamál sín. Það er grundvallarréttur allra að geta fengið úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Það samrýmist illa til­ gangi og eðli ríkisins að reyna að svipta borgara þeim rétti.

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411937

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (2018)

Aðgerðir: