Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/18 Á RÍKIÐ AÐ BEITA ÖLLUM BRÖGÐUM GEGN BORGURUM SÍNUM? UM MÁLATILBÚNAÐ ÍSLENSKA RÍKISINS Í DÓMSMÁLUM Það vakti athygli í sumar þegar dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hálfpartinn skammaði Tryggingastofnun rík­ isins fyrir málatilbúnað stofnunarinnar. Málið snerist um það að Tryggingastofnun hafði synjað umsókn frá föður langveiks barns um tiltekna aðstoð. Í niðurstöðu dómarans var sérstaklega vikið að málatilbúnaði Tryggingastofnunar og þar er m.a. að finna eftirfarandi umfjöllun: „Við gæslu hagsmuna ríkisvaldsins eða einstakra þátta þess í skiptum við almenna borgara getur það ekki verið hlutverk stjórnvalda að leita allra leiða eða beita öllum brögðum til að fá sýknu fyrir hið opinbera eða til að fá málum vísað frá dómi. Þeim sem falið er að koma fram fyrir hönd ríkisvaldsins í dómsmáli er ekki tækt að verjast með öllum sömu ráðum og einkaaðilum. Þeim sem fara með opinbert vald eða sem falið er að gæta hagsmuna hins opinbera er trúað fyrir hlutverki sem þeir verða að sinna í almannaþágu og af virðingu fyrir skyldu sinni til að stuðla að réttmætri niðurstöðu. Þar getur tilgangurinn ekki helgað meðalið. Sonur stefn­ anda er enn á barnsaldri. Augljóst er, sérstaklega með tilliti til sjúkdóms hans og fötlunar, að þau atvik gætu enn orðið í lífi hans sem myndu kalla á að foreldrar hans þyrftu að leggja niður störf til að annast hann. Hagsmunir stefnanda af því að fá úrlausn um það hvort hann geti notið slíks réttar eða hvort gildissviðsákvæði hinnar umþrættu lagagreinar útiloki hann frá slíkum rétti eru því brýnir og augljósir og atvikum á annan veg háttað en til dæmis í dómi Hæstaréttar frá 8. mars 2018 í málinu nr. 145/2017. Varðar þá öngvu hvort fjárkröfur þær sem stefnandi taldi sig eiga á hendur stefnda vegna hinna umþrættu ákvarðana stefnda frá 28. júní 2010 og 7. mars 2011 eru fyrndar eða ekki.“ Dómarinn í framangreindu máli er alveg örugglega ekki einn um þessar skoðanir og málið sem vísað var til alls engin undantekning hvað varðar málatilbúnað ríkisins. Svo virðist sem íslenska ríkið (virðist nánast sama hvaða stofnun, stjórnvald eða annar angi ríkisins á í hlut) leggi oft og tíðum ofuráherslu á að koma málum út úr dóm­ stólunum. Ríkið reynir þá sitt ýtrasta til þess að finna og sannfæra dómara um formgalla á málinu til þess að koma í veg fyrir að efnisdómur geti gengið í því. Er þá nema von að spurt sé hvort það sé virkilega hlutverk ríkisins að beita öllum brögðum gegn borgurunum. Almennt er það ekki hlutverk íslenska ríkisins að vera andstæðingur borgara sinna. Þvert á móti er stjórnvöldum ætlað að starfa í þágu borgaranna og vinna samfélaginu gagn. Eðli stjórnvalda á 21. öldinni er að sýna borgurunum DANÍEL ISEBARN ÁGÚSTSSON LÖGMAÐUR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (2018)
https://timarit.is/issue/411937

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (2018)

Aðgerðir: