Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 14
Kópavogsblaðið hvetur ungt fólk í bænum til að skapa og
senda okkur hugleiðingar sínar. Fyrstur til að ríða á vaðið
er Daníel Ingi Sigþórsson, ungur nemandi í MK.
Hver er tilgangur lífsins? Þessi spurning hefur brunnið á
vörum mannsins frá því að hann varð til. Margir fræðin-
gar, spekingar, læknar og alls konar fólk hafa mikið pælt
í þessu í gegnum árin. Niðurstöðurnar hafa sjálfsagt verið
persónubundnar og hafa einnig farið eftir staðsetningu í
samfélaginu. Nú er komið að mér að velta þessu fyrir mér.
Við erum heppin að eiga líf. Lífið er það verðmætasta sem
við eigum og við eigum bara eitt svoleiðis. Þess vegna er
mikilvægt að nýta það sem best. Ég tel að eitt af markmiðum
lífsins sé að öðlast sanna hamingju. Finndu hæfileika þína
og ræktaðu þá. Ekki lifa eftir draumum og skoðunum an-
nara. Virtu samt sem áður skoðanir og reglur annara. Gerðu
það í lífinu sem hjartað þitt vill og það sem hugurinn leyfir.
Gerðu það sem veitir þér gleði og ánægju. Þannig finnur
maður hamingjuna.
Ég sá rosalega fallega setningu í mynd sem ég dái. Myn-
din heitir „Into The Wild“ og fjallar um ungan mann sem
er kominn með nóg af samfélaginu og ákveður að fara að
lifa í náttúrunni í Alaska. Myndin byggir á sannri sögu, en
setningin úr myndinni er svohljóðandi: „Happiness not real
without sharing“ sem ég myndi íslenska einhvern veginn
svona „Sönn hamingja fyrirfinnst ekki nema henni sé deilt
með öðrum.“
Eins og lífið er í dag, þá er svo rosalega auðvelt að þiggja.
Fólk er líka alltaf að þiggja. En líkt og málshátturinn se-
gir, þá er sælla að gefa en að þiggja. Að gefa þarf ekkert
endilega að kosta peninga. Gefðu fólki ást og hlýju. Það
er ein besta gjöf sem hægt er að gefa, og er einnig besta
gjöf sem hægt er að þiggja. Brostu til allra. Líttu í kring-
um þig. Er ekki einhver sem þarf á brosi að halda? Gerðu
góðverk. Hjálpaðu þeim sem eru hjálparþurfi. Einn lítill
jákvæður hlutur til einhvers munar þig kannski ekki miklu,
en gæti skipt sköpum fyrir hinn aðilann. Gleði og hamingja
auðveldar lífið um helming. Gefðu.
Að elska og þykja vænt um aðra er stór partur af lífinu. Það
er fátt betra í heiminum en að elska einhvern sem elskar
mann til baka. Þú getur elskað sem vinur, sem nágranni,
sem maki, sem foreldri, sem barn eða á hvaða vegu sem til
er. Ástin er án landamæra og er óháð útliti. Þú getur elskað
hlut eða lifandi veru. Elskaðu.
Trúin er mikilvæg. Trúin flytur fjöll. Í heiminum eru til ótal
trúarbrögð. Hvort þú trúir á einhver þeirra eða ekki, þá er
samt mikilvægt að trúa á eitthvað, eins og til dæmis sjálfa/n
sig. Þú getur náð öllum þínum markmiðum ef þú trúir bara
á þig. Ef þú trúir ekki á sjálfa/n þig, þá gerir þú þér svo erfitt
fyrir. Trúðu.
Farðu samt varlega í allt og sýndu varkárni. Við eigum nú
bara eitt líf og þurfum að fara vel með það. Njóttu þess að
vera sá sem þú ert. Það er nefninlega enginn eins og þú, jaf-
nvel þótt þú sért eineggja fimmburi! Enginn er eins. Finndu
þitt eigið hlutverk í lífinu, hjálpaðu öðrum í neyð, trúðu á
sjálfa/n þig og lifðu lífinu. Gefðu, elskaðu og finndu ham-
ingjuna.
-Daníel Ingi Sigþórsson, nemandi í MK.
Hver er tilgangur lífsins?
Kópavogsblaðið kfrettir.is14
Skólalífið
Allt til sundiðkunar, sund er okkar fag
Aqua Sport er sérverslun með vörur til sundiðkunar. Bjóðum mikið úrval
sundfatnaðar fyrir konur og karla. Einnig alla fylgihluti til sundiðkunar. Kíkið
við á nýju heimasíðunni okkar!
Aqua Sport – sundverslun Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur aquasport.is