Lögmannablaðið - 01.12.1995, Side 3
Fylgt úr hlaði
LÖGMANNABLAÐIÐ er nýtt
hlað á vegum Lögmannafé-
lags íslands, sem koma á út
sex sinnum á ári. Er því ætlað að
vera vettvangur stjórnar félagsins
og lögmanna til að fjalla um störf
lögmanna, réttindi þeirra og skyld-
ur, svo og hlutverk og störf stjórn-
arinnar og ýmissa nefnda félagsins.
Blaðinu verður dreift til félags-
manna og einnig til dómara- og
sýslumannsemhætta landsins,
stjórnarráðsdeilda og ýmissa opin-
herra stofnana og fyrirtækja. Með
því móti er hægt að efla tengsl fé-
lagsins og stéttarinnar við þessar
stofnanir og kynna sjónarmið lög-
manna um hin ýmsu málefni, sem
fjallað verður um hverju sinni.
Auk greina, þar sem fjallað er
um ýmis hugðarefni lögmanna og
annað áhugavert efni, er stefnt að
því að hafa nokkra reglulega dálka
í blaðinu, svo sem leiðara, punkta
úr gömlum gerðarbókum, fréttir úr
félagslífinu og fréttir af erlendum
vettvangi, svo sem starfi norrænu
lögmannafélaganna, CCBE og IBA.
Mikil áhersla verður lögð á það að
virkja félagsmenn til að skrifa í
blaðiö, en fjölmargir lögmenn
luma á áhugaveröu efni, sem feng-
ur er í að sjá á síðum blaðsins. Tek-
ið skal skýrt fram að það er ekki
ætlunin með útgáfu hins nýja blaðs
aö keppa við Tímarit lögfræðinga
og Úlfljót í efnisvali, þó svo að það
kunni e.t.v. að skarast að einhverju
leyti.
Akvörðun um útgáfu blaðsins
var tekin af stjórn L.M.F.Í. í septem-
ber síðast liðnum, að sameiginlegri
tillögu ritnefndar Fréttabréfs
L.M.F.Í. (sem hér eftir veröur rit-
Martelm IVÉsscn, ritstjóri.
nefnd LÖGMANNABLAÐSINS) og
útgáfunefndar L.M.F.Í. Hefur síðan
verið unnið markvisst að útgáfunni
á vegum beggja nefndanna og eiga
nefndarmenn heiöur skilinn og
þakkir fyrir frábært starf.
I sögu L.M.F.Í. hefur nokkrum
sinnum verið reynt að gefa út fé-
lagsblöð. Þannig var t.d. um nokk-
urra ára skeið, í kringum 1970, gef-
ið út Félagsblað L.M.F.Í. og þar
áður Blað lögmanna. Lengsta sam-
fellda útgáfan af þessu tagi er nú-
verandi Fréttabréf L.M.F.I., sem
fyrst kom út árið 1981. Hér er þá
ekki talin með útgáfa félagsins á
Tímariti lögfræðinga, sem á sér
áratuga langa sögu, en L.M.F.Í.
stofnaöi til og sá um útgáfu þess
frá upphafi, árið 1951 og til ársins
1960, þegar Lögfræðingafélag ís-
lands, þá nýlega stofnað (1. apríl
1958), tók við útgáfunni.
Með stækkun félagsins undan-
farin ár, auknum umsvifum og sí-
fellt fjölbreyttari verkefnum er ekki
óeðlilegt að félagið eignist vegleg-
an vettvang til umfjöllunar um
innri málefni þess. Er það von mín
að félagsmenn taki hinu nýja blaði
vel og finni jafnframt hjá sér hvöt
til að skrifa í það. Einungis þannig
verður blaðið áhugavert og fjöl-
breytt og lifandi vettvangur um
störf og stöðu lögmannastéttarinnar.
Marteinn Másson, ritstjóri.
Lögmannafélag íslands
stofnað árið 1911
Álftamýri 9, 108 Reykjavík
sími 568-5620
bréfsími 568-7057
Stjórn L.M.F.Í.
Þórunn Guðmundsdóttir, hrl, formaður
Sigurmar K. Albertsson, hrl., varaformaöur
Lárus L. Blöndal, hdl., ritari
Ásgeir Magnússon, hdl., gjaldkeri
Hreinn Loftsson, hrl., meðstjórnandi
Starfsfóik L.M.F.Í.
Marteinn Másson, framkvæmdastjóri
Hildur Pálmadóttir, ritari
Mynd á forsíðu:
Málflutningsmennirnir Eggert Claessen, fyrsti formaður félagsins
og Sveinn Björnsson, fyrsti ritari þess og síðar formaður, í fyrsta
málflutningi fyrir Hæstarétti íslands 16. febrúar árið 1920.
Prentun: Borgarprent h.f.
Llmsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440
Hönnun forsíðu: íslenska hugmyndasamsteypan h.f.
Síðuhönnun og umbrot: Auglýsingasetrið
3