Lögmannablaðið - 01.12.1995, Síða 4
Hemlaför
Kunningi minn í lögmanna-
stétt liefur sagt mér að ef
hann er spurður á skemmti-
stöðum borgarinnar hvað hann
geri, þá segist hann vera skrifstofu-
maður. Meðan hann gekkst ennþá
við því að vera lögmaður gerðist
alltaf eitt af þrennu: 1) þrjú-
hundruðpundamenn vildu fá hann
afsiðis til að ræða málin vegna
þess að einhver lögmaður hirti af
þeim bílinn; 2) menn báðu um lög-
fræðilega ráðgjöf („maðurinn minn
er alltaf að segja mér að fara til
andskotans, má ég taka börnin
með?“); 3) ætlast var til að hann
„splæsti sjússum" á allt liðið vegna
þess að hann væri ríkur lögmaður.
Getur það verið að ímynd stétt-
arinnar sé svo slæm, að lögmenn
séu farnir að skammast sín fyrir að
vera lögmenn? Víst er það að
margir telja lögmenn óalandi og
óferjandi. Þeim er gjarnan líkt við
ýmsar tegundir úr dýraríkinu, svo
sem skunka, snáka eða refi. Lög-
mönnum er tíðrætt um ímynd stétt-
arinnar. Er þá gjarnan vísað til um-
sagnar í fjölmiðlum, unnnæla
stjórnmálamanna, sem telja illyrði
um lögmenn og lögfræðinga ódýra
leið til að afla sér vinsælda. Lög-
fræðingabrandarar eru margir og
eru flestir í hemlafarastíl („Hver er
munurinn á dauðum skunki og
dauðum lögmanni á þjóðveginum?
Það eru hemlaför fyrir framan
skunkinn.").
Lögmenn hafa gert ýmislegt í
þeim tilgangi að bæta þessa
meintu slæmu ímynd og hafa jafn-
vel margir hverjir verið reiðubúnir
til að láta ýmislegt yfir sig ganga í
nafni bættrar ímyndar. í byrjun
marsmánaðar síðastliðins var sam-
þykkt á Alþingi breyting á málflytj-
endalögunum. Breytingin hefur
það í för nteð sér að lögmenn
verða nú skyldaðir til að kaupa sér
starfsábyrgðartryggingu og til að
hafa vörslufjárreikninga. Neytenda-
vernd var rnjög hent á lofti þegar
þessi lagabreyting var samþykkt.
Sérstakra ráðstafana átti aö vera
þörf til að vernda neytendur gegn
lögmönnum. í greinargerð með
breytingalögunum var tekið fram,
að ekki skipti máli hvort fjár-
hagstjónið, sem lögmaðurinn hefði
valdið viðskiptamanni sínum, væri
að rekja til ásetnings- eða gáleysis
lögmannsins. Á auka-aðalfundi
LMFI, sem haldinn var 31. október
s.l., voru samþykktar starfsábyrgð-
artryggingarreglur, sem fela það í
sér, að ekki er tryggingaskylda að
því er varðar ásetningsbrot. Þegar
þetta er skrifað er ekki vitað hvort
dómsmálaráðuneytið muni stað-
festa reglurnar eins og þær voru
samþykktar á auka-aðalfundinum.
Þeirri skoðun hefur verið hreyft
að það myndi bæta mjög ímynd
lögmannastéttarinnar ef lögmenn
væru skyldaðir til að kaupa sér
tryggingu gegn ásetningsbrotum.
Hvernig í veröldinni getur það
aukið virðingu almennings fyrir
stéttinni ef lögmenn hafa ásetn-
ingsbrotatryggingu? Mun það ekki
frekar hafa þveröfug áhrif?
Þetta leiðir þá hugann að því,
hvort ímynd lögmanna sé eins
slæm og af er látiö. Hversu djúpt
rista ummæli fjölmiðla og stjórn-
málamanna? Alntenningur, þ.m.t.
fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn,
þurfa oft að Ieita til lögmanna.
Miðað við þann stóra hóp, sem
þarf á lögmannsaðstoð að halda í
þjóðfélaginu, þá virðist aðeins lítill
hluti manna vera óánægður með
þjónustuna. Ef ummæli í fjölmiðl-
um endurspegluðu almenna
óánægju almennings með lög-
menn, þá hlytu umkvörtunarefnin,
sem berast til LMFÍ, að vera marg-
falt fleiri. Þegar vel er að gáð er
ímynd lögmanna kannski ekki svo
slæm og af er látiö. Lögmenn mega
ekki láta hræðsluna við „slæma
ímynd stéttarinnar" draga úr sér
mátt. Lögmenn eiga að stíga sjálfir
á bremsurnar og berjast gegn
ósanngjörnum álögum á stéttiná.
Það má ekki setja reglur, sem eru
það íþyngjandi, að þær takmarka
möguleika ungs fólks að hefja lög-
mennsku og leiði jafnvel til þess að
þær hreki starfandi lögmenn úr
starfi. Ef ekkert er að gert þá gæti
farið svo að lögmenn lentu á lista
yfir dýrategundir, sem eru í útrým-
ingarhættu, ásamt nashyrningum,
skallaerninum o.fl. Lögmenn, eins
og nashyrningar, eru ávallt reiðu-
búnir til atlögu, nashyrningar gegn
óvinum sínum, en lögmenn fyrir
skjólstæðinga sína.
Þónmn Guömundsclóttir, brl. (höfund-
ur er formaöur L.M.F.Í. og rekur lög-
mannsstqfu í Reykjavík).
Frá ritstjóra
og ritnefnd
Aösendar greinar
Félagsmenn eru hvattir til að
rita í blaöið greinar. langar eða
stuttar, um hugöarefni sín er
tengjast störfum lögmanna.
Ekki þarf að vera um ntjög
fræöileg skrif að ræða. Til að
auðvelda vinnslu blaðsins væri
æskilegt aö aösendar greinar
kæmu bæði prentaðar á blað
og á tölvudiskum, t.d. í Word
eða Word-Perfect ritvinnslu-
formi. Þeim, sem hafa áhuga á
að senda greinar til blaðsins,
er bent á að það kemur út 15.
dag janúar, mars, maí, júlí,
september og nóvember ár
hvert. Þurfa greinarnar því að
berast til skrifstofu L.M.F.Í. eigi
síöar en 1. dag útgáfumánaðar.
4