Lögmannablaðið - 01.12.1995, Side 9

Lögmannablaðið - 01.12.1995, Side 9
Skylduaðild Spurt er hvort skylduaðild að Lögmanna- félagi íslands sé af hinu illa eða góða ótt það sé meginstefna, nú á tímum frjálshyggju, að hafna skylduaðild að félögum, sbr. 2. mgr. 12. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, um breyting á stjórnar- skránni, er reglan ekki undantekn- ingarlaus, frekar en aðrar lagaregl- ur, sbr. alhæfing rómverjanna: Nulla regula sine exceptione. Með almennum lögum má kveða á um skylduaðild að félögum, ef það er nauðsynlegt til að félagið geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna al- mannahagsmuna eða réttinda ann- arra. Ákvæði 7. gr. 1. nr. 61/1942, um málflytjendur, með síðari breyt- ingum, þar sem kveðið er á um skyldu lögmanna til að hafa með sér félag, er í samræmi við þessa undantekningarreglu stjórnskipun- arlaganna og byggist á því að Lög- mannafélag íslands hefir sam- kvæmt lögum með höndum verk- efni á sviði opinbers réttar, svo sem eftirlit með lögmönnum, vald til að setja þeim reglur, agavald, sem veitir stjórn félagsins úrræði til að beita áminningu eða sektum eða leggja til að þeir veröi sviptir lögmannsleyfi o.fl. Félagið sinnir þannig almannahagsmunum. Ég hygg að menn séu nokkuð sam- mála um, að lagareglan um skyldu- aðild brjóti ekki heldur gegn mannréttindasáttmála Evrópu sakir þessa opinbera hlutverks sem LMFÍ er ætlað í lögum, sbr. 11. gr. 1. nr. 62/1994. Þótt skylduaðildin standist þannig lög svarar hún þvi ekki hvort hún sé af hinu illa eða hinu góða. Trúlega mun einhver lögmaður koma fram á ritvöllinn og draga fram það, sem hann telur vera af „hinu illa“ við skylduaðildina, verða einhvers konar „advocatus diaboli", tala máli þeirra, sem vilja skylduaðildina feiga, þar sem ég tala fyrir máli sem andstæðingar skylduaðildar telja vera vont mál. Auövitað gætu þeir snúið nafngift- inni upp á mig. Svo sem að framan greinir er skylduaðild lögleg. Lagareglum er ætlað að tippfylla vissar þarfir manna og eftir því sem hún nær til fleiri manna er auðveldara að rétt- læta hana, þ.e. að menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Það styrkir mjög lögmannastéttina að lögmenn hafi með sér félag, sem komi fram fyrir hönd félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og almenn- ingi, geti í krafti félagsskaparins stuðlað að framgangi lögmanna- stéttarinnar, viðhaldið þeim réttind- um, sem hún hefir, reynt að auka þau og koma í veg fyrir að þau skerðist, en hart er sótt að lög- mannastéttinni, æ fleiri stéttir leita inn á hefðbundin svið lögmanna, svo sem verkfræðingar, viðskipta- fræðingar og endurskoðendur. Með skylduaðildinni fæst mun öflugri félagsskapur en ella, félagið verður sterkara fjárhagslega, getur því betur sinnt hagsmunamálum stéttarinnar, svo sem atvinnumál- um, hvers kyns fræðslustarfsemi, símenntun og enclurmenntun lög- manna og fleira í þessum dúr, sem auðveldara er að koma við með öflugu félagi heldur en ef hluti lög- manna stæði utan félagsins, auk þess sem það væri ekki sanngjarnt að hluti félagsmanna bæri kostnað- inn af sjálfsagðri félagsstarfsemi, sem kæmi öllum lögmönnum til góða, einnig þeim sem ekki taka þátt í kostnaðinum af starfseminni. Gaðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl. Þaö mundi auövelda þeim bar- áttuna, sem vilja ganga á rétt lög- manna, t.d. með því að hleypa fleirum inn . á hefðbundin mið þeirra, ef lögmennirnir væru sundraðir, ef þeir heföu ekki með sé kröftugt félag, sem gæti komið frarn í nafni stéttarinnar, talað ein- urn rórni fyrir hennar hönd. Ef skylduaðildin veröur felld nið- ur þá þarf að gera miklar laga- breytingar, skipa málefnum lög- mannastéttarinnar með öðrum hætti en nú er, t.d. eftirlitið með fé- lagsmönnum o.s.frv. Ég velkist ekki í vafa um að ímynd stéttarinn- ar muni ekki batna við það að skylduaðildin verði felld niður, en það var einmitt fyrir atbeina félags- skapar lögmanna að gert hefir ver- ið ýmislegt, sem hefir stuðlað aö betri íniyncl lögmanna, svo sem aga- og eftirlitsvald stjórnar félags- ins gagnvart félagsmönnum, úr- skurðarvald hennar í málum lög- manns og viðskiptavinar, náms- sjóðurinn, ábyrgðarsjóðurinn, sem þyrfti að endurreisa, svo að nokk- uð sé nefnt. Það er sannfæring mín að félagið muni veikjast stórlega ef skylduaðildin veröi afnumin og þá gæti farið að styttast í það að einkaréttur okkar til málflutnings fyki út í veður og vind. Trauðla er hægt að fjalla um skylduaðildina öðru vísi en svo að reikna með þvi að henni fylgi 9

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.