Lögmannablaðið - 01.12.1995, Side 10
Á netinu
einkaréttur, enda var mér kennt
ungum í lagadeildinni að til skyldn-
anna svari réttindi, skylda og réttur
séu eins og samloka. Við þurfum
að vera vel á verði gegn því að
einkaréttur okkar verði skertur um-
fram það sem er, við þurfum að
reyna að auka þennan rétt og má
segja að nokkuð hafi áunnist, sbr.
t.d. 5. tl. 75. gr. gjaldþrotaskiptalaga
nr. 21/1991 um skiptastjóra, sem að
vísu er bundinn við lögfræðimennt-
un en ekki lögmannsréttindi.
Einnig má benda á 5. tl. 46. gr. 1. nr.
20/1991, um skipti á dánarbúum
o.fl., sem spor í sömu átt. Við slíka
hagsmunagæslu og sókn til aukins
einkaréttar dugar ekkert betur en
félagsskapur lögmanna og því fjöl-
mennara sem félagið er, því fjár-
hagslega öflugra er það og því
máttugra baráttutæki fyrir fremd og
framgangi lögmannastéttarinnar
verður það.
Niðurstaða:
Skylduaðild að Lögmannafélagi
íslands er sjálfsögð.
Guömundur Ingvi Sigurðsson, brl. (böf-
undur rekur lögmannsstofu í Reykja-
vík).
Allmargir lögmenn hafa þeg-
ar tengst Alnetinu eða
Internetinu og fleiri bætast
stöðugt í hópinn. Þó yfir 50% allrar
notkunar Alnetsins sé tölvupóstur-
inn geta lögmenn jafnt sem aðrir
fundið sitthvað af upplýsingum á
netinu, sem gætu nýst þeim í starfi.
Skal hér fátt eitt nefnt til.
Fyrirtækið Úrlausn-Aðgengi ehf.
vinnur nú að uppsetningu gagna-
banka á netinu, Réttarríkinu, sem
sérstaklega nýtist lögfræöingum.
Slóðin er http://www.adgengi.is/-
adgengi. Nú þegar getur þar að líta
ýmsar mjög gagnlegar upplýsingar
og má þar nefna lista yfir nýja laga-
setningu frá áramótum, sem nýtist
vel sem viðbót við Lagasafn AG. Þá
hafa álit Umboðsmanns Alþingis
verið sett í gagnagrunninn, einnig
þau óbirtu frá þessu ári.
Alþingi hefur heimasíðu með
s 1 ó ð i n n i
http://www.alt-
hingi.is/. Er þar
hægt að komast
inn á gagna-
grunn þingsins,
þar sem allur
texti úr ræðurn
og þingskjölum
frá og með 111.
löggjafarþingi
1988-1989 hefur
verið settur inn
ásamt efnisorð-
um frá 110.
þingi. Upplýs-
ingar eru færðar
inn jafnóðum í
gagnagrunninn
og er þar m.a.
hægt að skoða
dagskrá ákveð-
ins þingfundar
og framkvæma
textaleit í þing-
skjölum og ræðum. Virðist þetta
vera mjög öflugur grunnur og get-
ur reynst ákaflega tímasparandi
þegar leita þarf í lögskýringagögn-
um, s.s. frumvörpum og umræð-
um, i samanburði við hefðbundna
leit í Alþingistíðindum, sem menn
þekkja svo vel.
Af íslenskum stjórnsýslustofnun-
um með heimasíðu á netinu má
nefna Menntamálaráðuneytið með
slóðina http://www.ismennt.is/-
opi/mrn/, en þar er m.a. að finna
texta nýrra grunnskólalaga auk
reglugerða settra með stoð í lögun-
um.
EUROPA er nafn á vefþjóni Evr-
ópusambandsins og er heimasíðu-
slóðin http://www.cec.lu/en/ind-
ex.html. Þar má finna ýmsar upp-
lýsingar um sambandið og stofnan-
ir þess, auk þess sérstakan kafla
um ESB-þjóðsögur og svör við
þeim. Texti Maastrichtsáttmálans er
á slóðinni http://www.echo.lu/eu-
docs/en/maastricht/mt_top.html
og Rómarsáttmálann í heild sinni
má finna á slóðinni http://-
www.tufts.edu/departments/-
fletcher/multi/texts/BH343.txt.
Texta norskra laga má finna með
því að fara á heimasíðu Norges
loWWWer, http://omni.uio.no/nl/-
nl.html og er lögunum þar raðað í
tímaröð. Heimasíðu Lovdata, sem
selur norskan lagatexta og fleira á
tölvutæku formi, er að finna á slóð-
inni http://digdur.lovdata.no/.
Loks má nefna að texta GATT-
samningsins er bæði að finna á
slóðinni http://ananse.irv.uit.no,-
80/44/trade/gatt/ og http://anan-
se. irv .uit.no/trade_law/gatt/na v/-
toc.html.
Sif Konráðsdóttir, bdl. (böfundur rekur
lögmannsstofu í Reykjavtk).
H. Ólafsson & Bernhöft
Sundaborg 9/36, 104 Reykjavík
Meira en 65 ára reynsla í skrifstofubúnaði og
skjalageymslu fyrir íslenskar skrifstofur.
Skjalaskápar, skjalamöppur og allt tilheyrandi
skjalageymslu frá Roneo Vickers.
Skrifstofuhúsgögn, innréttingar og stólar með 3ja ára
ábyrgð frá GDB International.
Peningaskápar frá DAMs og öryggisskápar fyrir tölvur
og tölvugögn frá Lampertz.
Hafið samband við sölumenn
okkar í síma 581 2499 eða fax: 568 0140.
10