Lögmannablaðið - 01.12.1995, Side 11
Tvíæringur IBA í París
17. - 22. september 1995
Section on Business Law er
önnur tveggja deilda í IBA og
sú stærri. Hún hélt ráðstefnu
(Biennial) í París í september s.l.
Deildin er núna 25 ára og var því
hér um eins konar afmælisráð-
stefnu að ræða. Þátttakendur voru
um 1800 og að auki um 600 gestir.
Það gefur pví auga leið að undir-
búningur og framkvæmd ráðstefn-
unnar er mikið vandaverk. Ekki
varð þó annað séð en að allt gengi
vel.
Ráðstefnan var haldin í Palais de
Congrés. Það er gríðarstór ráð-
stefnuhöll. Þar er mikill fjöldi ráð-
stefnusala af ýmsum stærðum. Sá
stærsti tekur nokkur þúsund
manns í sæti en hann var ekki not-
aður til ráðstefnuhaldsins. Töfra-
maðurinn David Copperfield (Mr.
Schiffer) hélt sýningar í bygging-
unni á sama tíma og ráðstefnan var
og notaði þennan sal fyrir þær.
Þegar ég sá sýningu hans var salur-
inn um það bil fullur, svo að hon-
um veitti ekki af svona stórum sal.
Þótt ráðstefnugestir væru margir
varð ekki nein þröng á þingi þar
sem margir fundir voru í gangi á
hverjum tíma. Sem dæmi má taka
að fimmtudaginn 21. september
voru 28 fundir á gangi um mis-
munandi efni. A þeim fundum,
sem ég sótti, voru að meðaltali
umlOO fundarmenn.
Auðvitað var ekki unnt að sækja
alla fundi, þannig að maður varð
að velja úr fyrirfram. En með því
að fara gaumgæfilega í gegn um
efnisskrá, sem var á 61 blaðsíöu,
var hægt að velja fundi um þau
efni, sem maður hafði mestan
áhuga á. Þar sem undirritaður er í
nefndum E um bankalögfræði og I
um fjárfestingarfyrirtæki og verð-
bréfasjóði sótti ég helst fundi sem
þær nefndir héldu. En einnig sótti
ég fundi nefndar Q um verðbréf og
verðbréfaviðskipti. Maður mátti
sækja þá fundi sem maður vildi.
Sem dæmi um stærð og umfang
ráðstefnunnar má geta þess að
einn annar íslenskur lögmaður
sótti hana, Þórður Gunnarsson, hrl.
Þótt ég leitaði að honum tókst mér
aldrei að finna hann í ráðstefmi-
höllinni.
Ég hef ekki áður sótt svo stóra
ráðstefnu hjá IBA. Þær, sem ég hef
sótt, eru haldnar árlega og eru á
margan hátt markvissari. Þátttak-
endur í þeirn eru líka mun færri,
frá 150 til 200. Kannski verður slík
ráðstefna haldin á Islandi í framtíð-
inni.
Ráðstefnum sem þessum fylgir
töluvert félagslíf. Ýmsir aðilar hafa
áhtiga á að ná tii þátttakenda og
bjóða þá gjarnan til hanastélsboða
eða málsverða. Ég og kona mín
sóttum eitt hanastélsboð, sem
halclið var í hinu glæsilega Plaza
Athéne hóteli í París. Gestgjafinn
var „Commercial Law Affiliates",
sem eru ein af mörgum samtökum
lögmannastofa í heiminum. Hann
kynnti starfsemi sína í boðinu.
I ráðstefnuhöllinni gafst ýmsum
aðilum kostur á að vera með sýn-
ingar- eða sölubása, þar sem þeir
kynntu afurðir sínar. Þar bar mest á
útgáfu- og tölvufyrirtækjum.
Ljóst er að íslenskir lögmenn
þurfa að eiga meiri og meiri sam-
skipti við erlenda aðila og lög-
menn. Ráðstefnur sem þessi hjálpa
til. Bæði læra menn töluvert um al-
þjóðlegan fjármálarétt og eins geta
þeir stofnað til kynna sem geta
komið sér vel síðar. Þá er einnig
fróðlegt að átta sig á hvað verið er
að glíma við í öðrum löndum, því
að oft erum við að fást við það
sama hér, oftast í smærri stíl. Ég vil
því enn hvetja lögmenn, sem eiga
þess nokkurn kost, að sæka ráð-
stefnur IBA.
Jón G. Briem, hrl. (höfundur er for-
stöðumaður lögfrœðideildar íslands-
banka h.f).
Hótelgisting í Kaupmannahöfn
Um langt árabil hefur danska lögmannafélagið beint viðskiptum sín-
um til Hotel Christian IV, þegar á hefur þurft að halda. Hótelið
stendur við Dronningens Tværgade 45, ekki langt frá aösetrí lög-
mannafélagsins við Kronprinsessegade 28. Heftir félagið notið ágætra
kjara að því er gistingu o.fl. varðar.
Nú hefur danska lögmannafélagið sýnt lögmannaféiögum á öðrum
Norðurlöndum þá vinsemd aö útvega þeirn góð kjör á hótelinu fyrir nor-
ræna lögmenn. Það verð, sein boðið er upp á, er eftirfarandi:
Eins manns-/tveggja manna herbergi, DKK 660 pr. nótt.
Frá sunnudegi til mánudags í eins manns herbergi, DKK 495 pr. nótt.
Frá sunnudegi til mánudags, tveggja manna herbergi, DKK 555 pr. nótt.
Innífalið í veröinu er morgunverður, virðisaukaskattur og þjónustugjöld.
Til að njóta þessara kjara þurfa íslenskir lögmenn að tiigreina við her-
bergispöntunina sérkjör danska lögmannafélagsins (ADVOKATSAM-
FUNDET’s speciale pris).
Á tímabilinu 1. október 1995 til 30. apríl 1996 er sértilboð í gangi, en þá
er innifalið í verðinu tveggja rétta kvöldverður fyrir hverja nótt sem gist er
á hótelinu.
Áhugasamir lögmenn geta fengið ijósrit bæklings frá hótelinu á skrif-
stofu L.M.F.Í.
11