Bæjarins besta - 18.09.1991, Qupperneq 5
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 18. september 1991
5
Lesendur:
Þakkir og
kveðjur
EGAR ég hverf héðan
frá ísafirði eftir liðlega
átta ára dvöl til þess að taka
við öðrum störfum, langar
mig til að koma á framfæri
örfáum kveðju- og þakkar-
orðum.
Þessi ár hér vestra hafa
verið lærdómsrík umbrotaár
í krefjandi starfi. Mér er að
sjálfsögðu ljóst, að margt af
því, sem ég hef gert og beitt
mér fyrir sem sýslumaður og
bæjarfógeti, hefur verið um-
deilt og kostað bæði átök og
fórnir. Ég hef hins vegar
leitast við að hafa að leiðar-
ljósi í hverju máli jafnræði
allra fyrir lögum og þá hugs-
un, að sérhver ákvörðun
væri efnislega sanngjörn og
til þess fallin að efla hag og
heiður ísafjarðar og Isa-
fjarðarsýslu, þegar til lengri
tíma væri litið. Til þessa hef
ég notið stuðnings margra
frábærra samverkamanna.
Aðrir verða svo vitaskuld að
dæma um það, hvernig til
hefur tekizt.
Við Inga Ásta og synir
okkar höfum átt hér yndis-
leg ár „í faðmi fjalla blárra."
Einstakt náttúrufar á Vest-
• Pétur Kr. Hafstein.
fjörðum og hlýhugur og
góðvild vina og kunningja
hefur hvorttveggja lagzt á
eitt um að skipa þessum
árum í hóp hinna beztu ára í
minningunni. Fyrir allt
þetta viljum við nú þakka.
Við vonum jafnframt, að
okkur auðnist að halda
tengslum og tryggðabönd-
um hingað vestur um ókom-
in ár. Umfram allt væntum
við þess, að hér megi mann-
lífið blómgast og dafna í
framtíðinni og byggðir efl-
ast.
Pétur Kr. Hafstein.
Jafnrétti
á milli
byggðarlaga
VEGNA svara Umdæm-
isstjóra Pósts og síma á
Vestfjörðum útaf kvörtun
minni um þjónustugjöld, þá
ítreka ég það, að ég tel, að
ekki sé þar jafnræði á, hvað
varðar gjaldtöku fyrir veitta
þjónustu.
Það er staðreynd, að við
sem búum ekki í nágrenni
við aðalstöðvar Pósts og
síma þurfum að greiða meira
fyrir þessa þjónustu.
Pað skal skýrt tekið fram.
að það var ekki einungis átt
við þjónustu vegna
skemmda, heldur vegna
flutnings á síma og annarrar
viðhaldsþjónustu. Læt ég
fylgja hér með Ijósrit af
reikningi frá Þjónustudeild
Pósts og síma, sem sýnir
ýmis aukagjöld sem við
þyrftum ckki að greiða, ef
við byggjum þar sem aðal-
stöðvar Pósts og síma eru.
Jónas Ólafsson
Pingeyri
jÆr Farskóli Vestfjarða
Farskóli Vestfjarða kynnir námskeið sem ákveðin
eru á nœstunni.
SKIPSTJÓRN:
4. okt. kl. 20.00 hefst 30 rúmlesta skipstjórnarnámskeið í húsakynnum Menntaskólans á ísafirði,
stofu 2. Námið er 114 kennslustundir alls og kennt er einkum á kvöldin og um helgar.
Skipstjórn á Hólmavík Fyrirhugað er 30 rúmlesta skipstjórnarnámskeið á Hólmavík ef næg
þátttaka fæst. Námskeiðið yrði eftir 15. október.
VÖKVAKERFI I:
í október verður námskeið í þrýstiolíukerfi I, fyririðnaðarmenn og vinnuvélstjóra. Námskeiðið verð-
ur haldið í húsakynnum vélskólabrautar. Lengd námskeiðsins er um 40 kennslustundir og verður það
haldið um helgi. Óskað er eftir endurskráningu í Vökvakerfi II, þetta námskeið er fyrir þá sem lokið
hafa Vökvakerfi I. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Fræðsluráð málmiðnaðarins.
KJARNANÁMSKEIÐ Á PATREKSFIRÐI:
í október er fyrirhugað Kjarnanám-
skeið á Patreksfirði, ætlað ófaglærðu
starfsfólki sjúkrahúsa og dagvistunar-
stofnana. Námskeiðið er haldið í
samvinnu við FOS.Vest og Verka-
lýðsfélag Patreksfjarðar.
ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ FYRIR ÚTLENDINGA:
3. október kl. 20.00 hefst íslensku-
námskeið fyrir útlendinga, í stofu 13,
húsakynnum Menntaskólans á Isa-
firði. Kennt verður tvö kvöld í viku,
þriðjudaga og fimmtudaga. Nám-
skeiðið verður 40 kennslustundir alls.
Leiðbeinandi: Þóra Karlsdóttir. Inn-
ritun í síma 4215 eða 3599.
íslenska á Flateyri;
Fyrirhugað er íslenskunámskeið fyrir
útlendinga á Flateyri. Vinsamlegast
hafið samband í síma 4215 eða 3599.
Icelandic for Foreigners:
A course of Icelandic for foreigners
will start on October 3rd at 8 pm in
room 13 in Menntaskólinn á ísafirði.
The course will be held twice a week,
Tuesdays and Thursdays, 40 hours in
all. Teacher: Þóra Karlsdóttir. Regis-
tration by phone 3599 and 4215.
Icelandic for Foreigners in Flateyri:
A course of Icelandic for foreigners is
þlanned in Flateyri. Please phone
3599 or 4215 for information and reg-
istration.
SAUMANÁMSKEIÐ:
Það stendur til boða námskeið í búta-
og fatasaum, 50 kennslustundir hvort
námskeið. Upplýsingar hjá Sigrúnu
Vernharðsdóttur í síma 3598.
AUTOCAD TÖLVUTEIKNING 2:
Námskeiðið er haldið í húsakynnum Menntaskólans á
ísafirði og er einkum ætlað þeim sem lokið hafa við
AutoCad 1, eða hafa hliðstæðaþekkingu. Tímasetninger
ekki ákveðin ennþá. Námskeiðið er haldið í samvinnu við
endurmenntunarnefnd Háskóla íslands.
OFURMINNI:
12. og 13. október verður haldið námskeið í minnistækni.
Fólki er kennd ný tækni við að muna atriði í leik og starfi.
Námskeiðið verður 16 kennslustundir og hefst laugar-
daginn 12. kl. 10.00 í Menntaskólanum á Isafirði. Lág-
marksfjöldi 15-20 manns. Leiðbeinandi: GuðmundurÁs-
mundsson.
SKRAUTSKRIFT:
Námskeið í skrautskrift hefst laugardaginn 12. okt.
kl. 14.00 í Menntaskólanum. Námskeiðið er 6 kennslu-
stundir alls og er deilt á tvo daga. Leiðbeinandi: Jens
Guðmundsson.
MYND- OG HANDMENNTIR:
Eftir miðjan október er fyrirhugað námskeið í myndlist.
Notaðar verða nýjar kennsluaðferðir. Leiðbeinendur:
Leó Jóhannson og Erica G. Menzel.
Stutt námskeið í tau- og silkimálun verður í samvinnu
viðFöndurloftið. Leiðbeinandi: MálfríðurHalldórsdóttir.
Keramik kvöldnámskeið verður í næsta mánuði, það
verður 45 kennslustundir alls og níu kennslustundir á
viku. Námskeiðið er haldið í Hússtjórnarskólanum Ósk.
Leiðbeinandi: Ólöf Oddsdóttir.
ENSKA Á SUÐUREYRI:
1. október kl. 20.00 hefst enskunámskeið fyrir byrjendur
á Suðureyri. Námskeiðið verður haldið að Aðalgötu 20.
Leiðbeinandi: Debbie Ólafsson.
Vestfirðingcir hafið samband við Farskólann ef
ykkur vantarfræðslu á einhverju sviði. Farskólinn
er deild innan Menntaskólans á ísafirði. Innritun í
síma 3599, 4215. Umsjónarmaður Farskólans er Ouðmundur
Einarsson, heimasími 3697. Ath. nemendur utan ísafjarðar
getafengið gistingu á heimavist M. /.