Bæjarins besta - 18.09.1991, Page 7
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 18. september 1991
7
• Mynd 5: Trúbadorinn afhenti ungfrúnni skilaboð um að flauta 12 sinnum í gæsaveiði-
flautu sem hann afhenti henni. Birtust þá, ein af annari gæsirnar sem skipuðu gæsagengið
eftir að hafa fylgst með öllu út um glugga sem áður hafði farið fram í Ósvör. Sigmundur
Þorkelsson „Herra Gullrúntur“ flutti síðan gæsagengið á traktor það sem eftirlifði kvölds.
• Mynd 7: Arnar Smári Ragnarsson, tengdabróðir ungfrúarinnar afhenti heimamundinn í
fjarveru föður hennar, Einars Guðmundssonar.
• Mynd 6: Skilaboð sótt á Shell Skálann í Víkinni um að
nú skyldi heimamundurinn sóttur í foreldrahús.
• Mynd 11: Um miðnættið bönkuðu þrír gullkroppar uppá
í sumarbústaðnum og færðu ungfrúnni listilega skreytta,
hjartalaga köku.
• Mynd 8: Heimamundurinn skoðaður. Greinilegt var að
faðirinn hafði notað tækifærið og tekið til í geymslunni en
lét þó fylgja með forkunnarfagurt tré til gróðursetningar í
garði dóttur sinnar. Dóttrr ungfrúarinnar, Ásdís Svava
fylgist gaumgæfilega með.
• Mynd 10: Kalt borð beið gengisins í sumarbústað í
Syðridal við Bolungarvík.
• Mynd 12: Gullkropparnir (frá hægri), Guðmundur Óskar
Reynisson, Bjarki Friðbertsson og Guðmundur Markússon
með ungfrúna í örmum sér. Farið var síðan í ýmsa leiki og
dansað fram eftir nóttu.
• Mynd 9: Tilvalið var áður en lengra var haldið, að bjóða
ungfrúnni í reiðtúr. Ekki dugði minna en verðlaunagæða-
gripur, Sódi, í eigu Sigmundar Þorkelssonar í Bolungarvík.
• Mynd 13: Viku síðar.... Brúðhjónin Jóhanna Einars-
dóttir (margumtalaða „Ungfrú Gullgæs“) og Hallgrímur
Magnús Sigurjónsson á brúðkaupsdaginn 24. ágúst 1991
ásamt börnum sínum Ásdísi Svövu og Sigurjóni. Hjartan-
lega til hamingju!
Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri. Nú er rétt að byrja
„Frú Gullgæsarævintýri“.