Bæjarins besta - 18.09.1991, Side 8
8
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 18. september 1991
„Hér hef ég verið alla mína
hundstíð og kattarævi“
— segir Axel Thorarensen í Gjögri og tekur hressilega í nefið
AXEL Thorarensen í Gjögri í Árneshrepp er aft verða 86 ára og hefur biíift allan sinn búskap í Gjögri. Hann hefur
stundaft sjó jafnframt búskapnum síftan hann var barn aft aldri og gerir enn. Axel er að vísu orðinn fótfúinn og á
erfitt með að komast um borð í trillu sína. En hann leysir það vandamál með því að geyma bátinn á bryggjunni í Gjögri og
lætur hífa sig í honum á sjóinn með löndunarkrana bryggjunnar. Eftir að hann er kominn um borð eru honum allir vegir
færir, bæði með handfærin, grásleppunetin og byssuna. Axel er náttúrubarn og hefur alist upp við það, að Iifa á gæðum
lands og sjávar. Menn eins og hann eru að hverfa úr íslensku þjóðlífi, því er ver. BB var á ferð í Árneshreppi fyrir skömmu
og féllst Axel á viðtal við blaðið. Það fer hér á eftir:
„Ég er fæddur hér að
Gjögri 24. október 1906 og
hér hef ég verið alla mína
hundstíð og kattarævi. Það
má heita að ég hafi verið við
sjó síðan ég fæddist og fram
á þennan dag. Það hefur
alltaf verið svoleiðis hérna
hjá okkur að meira hefur
verið byggt á sjósókn en á
hefðbundnum búskap. Svo-
leiðis var það hjá pabba og
líka hjá mér, að öll okkar af-
koma var úr sjónum en ekki
af landi. Við höfum haft
nokkrar rollur til að éta
sjálfir en ekki sem innlegg.
Það er óhætt að segja það
að ég fór til sjós undireins
og ég fór að geta loftað ár-
inni. Ég held að unglingar
hafi mátt gera meira þá en
nú á dögum. Mér virðist að
minnsta kosti sumir þeirra
vilji ekkert gera nema leika
sér. Ég er ennþá á sjó, síð-
ast var ég á sjó í fyrradag.
Ég er ekki einn, þú skalt at-
huga það. Ef Jakob sonur
minn væri ekki með mér
færi ég ekki langt. Kannski
ef báturinn væri á floti, ég
get ekki komið honum niður
því ég kann ekkert á kran-
ann á bryggjunni. Þar geym-
um við bátinn alltaf núna.
Það er nú einhver munur að
hafa kranann, heldur en hér
áður, að maður varð að sæta
sjávarföllum við að fara á
sjó. Tæknin er nú ekki öll til
óþurftar, þó hún sé það að
mestu leyti. “
Þetta var tal-
inn glæpur
„Ég fór einu sinni með
Magnúsi Hannibalssyni í há-
karlatúr á fimm tonna bát,
dekkbát. Þetta var ekki
langur túr því við fórum út
um nóttina og komum inn
kvöldið eftir með bátinn al-
veg fullan af hákarli. Við
drógum hákarlinn á vað fyrir
norðan hann Barm. Þar
lagðist Magnús nú í hálf-
gcrðu óleyfi. Það mátti ekki
leggjast á strauminn sent
kallað var. Hákarlinn sótti
alltaf á brákina í strauminn.
Þetta var eiginlega talinn
glæpur. Ég á við ef að há-
karlaskip var komið út og
var lagst. þá mátti ekki
leggjast fyrir norðan það.
Þá sótti allur hákarlinn und-
an því að hinu skipinu.
Hjalti Steingrímsson frá
Hólmavík á Geir var kom-
inn þarna út á undan og há-
karlinn kominn undir hjá
honum. Magnús var nú ekki
á því að gefa sig og lagðist
rétt norðan við Geir enda
fylltum við bátinn á ör-
skömmum tíma. Ég hef nú
eiginlega aldrei farið á ver-
tíð nema það að ég var með
Kalla Löve á Elínu, 40-50
tonna línubát. Við voru tíu
beitningamenn þar, allir frá
Gjögri. Ég var bara einn
túr, hálfan mánuð. Ég hef
bara gutlað á sjó hér frá
Gjögri.,,
Fékk nóg af
Reykjavík
„Ég kom ekki til Rcykja-
víkur fyrr en ég var kominn