Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.09.1991, Síða 12

Bæjarins besta - 18.09.1991, Síða 12
12 BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 18. september 1991 Nýjar bækur: Sam- tíningur UT ER KOMIN Ijóða- bókin „Samtíning- ur“ með ljóðum og vísum eftir Gunnar Guðmunds- son frá Hofi í Dýrafirði. Gunnar lést þann 30. október 1987 og lét þá eftir sig safn ijóða og vísna sem hann hafði samið allt frá árinu 1914. Efni bókarinn- ar er að stofni til í formi svokallaðra „þorrablóts- vísna“ sem ortar eru um náungann og það sem efst var á baugi áður á árum. Má víst telja að ýmsir sam- tímamenn Gunnars kann- ist við sig í sumum vísun- um. Bókin er gefin út í tak- mörkuðu upplagi og verð- ur ekki til sölu í bókaversl- unum. Verð bókarinnar er 600.- kr. og þeir sem hafa áhuga á að eignast eintak geta fengið bókina keypta hjá Katrínu Gunnarsdótt- ur á Þingeyri í símum 8117 og 8317 eða pantað hana hjá Birni Davíðssyni á ísa- firði í síma 4560. - fréttatilkynning. BÆJARINS BESIA - ávallt á réttum tíma Strandir: Sauðfjár- slátrun hafin á Ströndum HAUSTSLÁTRUN er hafin af fullum krafti í Strandasýslu. Slátrað er í fjórum sláturhúsum; í Norð- urfirði. á Hólmavík, á Ospakseyri og á Borðeyri. Að sögn Þórólfs Guð- finnssonar hjá KSN, hefst slátrun hjá Kaupfélagi Strandamanna á Norður- firði nk. föstudag. Eingöngu er slátrað þar fé úr Arnes- hreppi. Hjá Kaupfélagi Stein- grímsfjarðar á Hólmavík hófst slátrun s.l. miðviku- dag. Ólafur Ingimundarson, sláturhússtjóri, sagði í við- tali við BB að slátrað yrði 810 kindum á dag og yrði slátrað alls eitthvað um 18 þúsund fjár. Af þeirri tölu eru um 1300 fjár niður- skurðarfé vegna fækkunar búfjár. Reiknaði Ólafur með að slátrun lyki helgina 19. - 20. október nk. A mánudag hófst svo slátrun hjá Kaupfélagi Bitrufjarðar á Óspkseyri. Torfi Halldórsson, slátur- Núpur hf. býður Vestfirðingum frábært verð á útsölunni sem hefst laugardaginn 21. september. OPIÐKL. 10.00-13.00 Til dæmis: Verðáður Verðnú GUSTA VSBERG salerni 21.924.- 19.842.- HANDLA UG á vegg 42x56 6.689.- 5.842.- STURTUKLEFI80x80sm 62.014.- 55.813.- PANELL fura/greni (pr/m) 894.- 804.- PARKET eikrustical (stgr.) 3.531.- 3.208.- PA RKET askur natur (stgr.) 3.495.- 3.094.- DÚKUR ornam. life (pr/m2) 1.588.- 1.191.- FLÍSARM-4530x30 (pr/m2) 2.505.- 2.194.- O Gólfteppi O Gólfdúkur O Parket O Flísar O Mottur 10% afsláttur 10% afsláttur 5% afsláttur 8% afsláttur 10% afsláttur Við seljum einnig afganga afteppum, dúkum og flísum með allt að 50% afslætti. EURO-KREDIT • VISA VILDARKJÖR Gerum tilboð að kostnaðarlausu X — verslun sem býður betur hússtjóri hjá KBÓ, sagði að slátrað yrði um 6000 dilkum og einhverju niðurskurðarfé hjá þeim. Áætlað er að slátrun ljúki fyrir 10. októ- ber, sagði Torfi. Slátrað er frá 350 og upp í 400 fjár á dag í sláturhúsi KBÓ. Slát- urhúsið hefur hlotið löggild- ingu, enda hafa miklar end- urbætur verið gerðar á því. Búið er að gjörbreyta hús- inu, klæða neðan á öll loft og byggja við húsið, færi- bönd komin í loftin og bakkabönd og búið að gjör- bylta allri hreinlætisað- stöðu, vatnslögnum og raf- lögnum. Steypt hefur verið í kringum húsið og fjárréttin stækkuð og tæki endurnýuð, sagði Tort'i að lokum. Sverrir Björnsson. stjórn- armaður í Kaupfélagi Hrút- firðinga á Borðeyri, sagði slátrun hafa byrjað á þriðju- dag hjá þeim. Sagði hann að slátrað yrði 13000 dilkum á Borðeyri og 1000 af full- orðnu fé. Einhverju niður- skurðarfé yrði slátrað þar líka. Búist væri við að dilka- slátrun stæði til 17. október og þá væri eftir fullorðið fé og niðurskurðarfé. Þeir slátra um 700 fjár á dag á Borðeyri, sagði Sverrir. Tvær síðustu vikurnar í ágúst var slátrað 360 dilkum til að fá ferskt kjöt á mark- aðinn. Slátrað var einn dag í hvorri viku og var meðal- vigtin fyrri vikuna 15,3 kg og lítið eitt hærri þá seinni. -GHj. • Frá Hólmavíkurréttum síðastliðinn laugardag.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.