Málfríður - 15.10.1989, Qupperneq 24

Málfríður - 15.10.1989, Qupperneq 24
Ráðstefna IATEFL í Warwick FEKÍ er aðili að alþjóðlegum sam- tökum enskukennara og halda þau ráðstefnu árlega. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var bókmennta- kennsla og var það í takt við stað- setningu ráðstefnunnar sem haldin var í Warwickháskóla sem er í grennd við Stratford — upon — Avon. Ráðstefnan stóð frá 31. mars til 3. apríl og sóttu hana 4 íslenskir ensku- kennarar en alls voru þátttakendur um 900. Dagskráin hófst daglega kl. 9.00 og stóð til kl. 17.00. Hægt var að velja um að hlusta á fyrirlestur eða taka þátt í vinnuhópi. Fjölmargir fyrirlestr- ar og vinnuhópar stóðu til boða í senn. Sem dæmi má nefna að klukk- an 10.30 þann 31. mars var hægt að velja um 20 fyrirlestra eða vinnuhópa. Að venju var skipulag ráðstefnunn- ar mjög gott. Hver þátttakandi fær dag- skrána senda með tveggja mánaða fyr- irvara og gefst því nægur tími til að at- huga hvaða efni hentar honum best. Þátttakendur þurfa að skrá sig í vinnuhópana með mánaðar fyrirvara þar sem fjöldi þátttakenda er tak- markaður. Enn fremur stóð kvölddagskrá til boða. Þar var svarað ýmsum spurn- ingum um aðferðafræði. Fyrra kvöld- ið sat Mario Rinvolucri fyrir svörum en Hans-Eberhart Piepho hið síðara. Tvisvar var boðið í leikhús og var í bæði skiptin um leikrit eftir Shake- speare að ræða. Á ráðstefnu IATEFL er ávallt haldin vegleg bókasýning. Ýmis ensk útgáfu- fyrirtæki standa fyrir henni og var einnig svo í þetta sinn. Til sýnis voru kennslubækur, bækur um aðferða- fræði og orðabækur. Fyrirkomulagið er þannig að hver kennari getur fengið send eintök af kennslubókum endur- gjaldslaust til þess skóla sem hann kennir við. Hér á eftir verður gerð grein fyrir tveim fyrirlestrum þar sem fjallað var um bókmenntakennslu á fróðlegan og eftirminnilegan hátt. Roger Gower frá Bellskólanum í Cambridge fjallaði um bókmenntir í tungumálakennslu. Hann vildi skipta kennslunni í þrjú stig, þ.e. undir- búning, lestur og upprifjun. UNDIRBÚNINGUR — Kennari fjallar um tímabil sögunn- ar og aðstæður. — Fyrsta og síðasta setning sögunnar skoðaðar nákvæmlega. Nemendur athugi hvaða vísbendingu þær gefa um persónur og efni. — Kennari finni lykilorð á fyrstu blaðsíðu og spyrji út frá þeim t.d. fornöfn/staðarnöfn. — Kápusíða vandlega skoðuð. — Ein blaðsíða úr miðri bók ljósrituð og henni dreift til nemenda. Allar vísbendingar athugaðar vel. — Ákveðin gögn úr bókinni eru ljós- rituð og þeim dreift til nemenda, t.d. ástarbréf/dánarvottorð. — Nemendur finni út hverjar séu aðalpersónur bókarinnar, aldur þeirra, heimili og fleiri upplýs- ingar. — Sé fyrsti kafli bókarinnar spenn- andi les kennari hann upp. — 15—20 mín. af myndbandi um söguna sýndar. Vakin forvitni. Þessi undirbúningur er hugsaður sem ákveðin upphitun fyrir lesturinn til þess að nemendur fái áhuga á bók- menntaverkinu. LESTUR — Hver hópur sérhæfir sig í einni persónu og finnur allt um hana og samband hennar við aðrar per- sónur. Þau teikna kort yfir þetta samband (associate graph). Einnig skrá þau allt í sambandi við skoð- anir hennar á mönnum og mál- efnum. — Hver hópur kemur með tilsvör úr ákveðnum kafla. Næsti hópur finn- ur út hver hefur sagt hvað. Eins er unnið með atburði/verknaði. Þá er hægt að safna saman tilvitnun- um og láta nemendur draga miða með tilvitnun og tilgreina per- sónuna. — Persónum skipt upp í góðar/ slæmar, saklausar/sekar, jákvæð- ar/neikvæðar, uppreisnargjarnar/ íhaldssamar. — Hópar eða pör athugi hvaða kaflar fjalla um hvað (söguþráð-lýsingar). — Út frá ýmsum setningum má at- huga hugmyndir höfundar um tíma-þjóðfélag-sögu-náttúru-ást-þjóð- félagsstöðu-töfra. — Koma með atburði úr sögunni. Nemendur setji þá í rétta röð. UPPRIFJUN — Þegar nemendur hafa lesið söguna eiga þeir að ímynda sér að þeir eigi að búa til kvikmynd um hana. Hvaða leikara myndu þau velja? Hvaða slagorð og plaköt myndu þau velja til þess að auglýsa mynd- ina? Hvernig tónlist myndu þau hafa með myndinni/hverjum kafla? Athuga hvaða kaflar skipta máli og hverjir ekki. Alan Maley og Alan Duff voru í sameiningu með vinnuhóp sem þeir kölluðu Literature in Language Leam- ing. Þeir bentu á að ekki er nauðsyn- legt að kenna heil bókmenntaverk í einu í tungumálakennslu heldur er ekki síður hægt að nýta hluta úr þeim. Þeir kynntu nokkur dæmi og létu þátttakendur vinna úr þeim. 1. Byrjað var að vinna með Ijóð, (hér var notað ljóðið Snowdrops fall- ing) en ljóðanotkun virðist eiga sífellt meiri vinsældum að fagna í tungu- málakennslu og þá sem tœki til að lœra málið. Valið er ljóð í samræmi við getu og lesið upp, þ.e. notað sem eins konar „dictation". 24

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.