Bæjarins besta - 16.10.1991, Side 7
7
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 16. október 1991
skólanum þegar mánuður
var liðinn af honum.
Þennan vetur byrjaði svo
þessi gamla hetjudýrkun
manna, að það væru mestu
mennirnir sem drykkju
brennivín. Ég var nú bara
hálfblautur í skólanum og
var farinn að leigja mér her-
bergi út í bæ. Ég borðaði þó
hjá afa og ömmu og reyndar
líka hjá foreldrum mínum.“
Fékk í
skrúfuna
„Eftir að hafa lokið skól-
anum var ég bæði til sjós og
lands um sumarið. Veturinn
eftir fór ég sem landmaður á
Ásbjörn með Guðmundi
heitnum Gíslasyni sem
seinna varð formaður Sjó-
mannafélags ísfirðinga og lést
langt um áldur fram í sjós-
lysi. Það var erfiður vetur.
Maður var oft sárhentur því
það var allur fiskur slægður í
landi. Ég var víst engin hetja
þarna, en ég man það að ég
tók aldrei veikindadaga.
Landlegurnar björguðu mér
stundum fyrir horn. Ég man
nú ekki eftir því að hafa lent
í hættu til sjós. Það er svo
erfitt að skilgreina hvað er
hætta og hvað ekki. Ég var
eitt sinn á Frey frá Súganda-
firði á síld. Það var vitlaust
veður og margir síldarbát-
anna voru að missa nótabát-
ana. Ég var hafður aftur í
„bestikki" til að fylgjast
með bátunum og þá fann ég
til hræðslu. Seinna skildist
manni að engin hætta hefði
verið í þetta sinn. Ég hef
sennilega verið mest hrædd-
ur við ábyrgðina sem fólst í
því að fylgjast með nótabát-
unum. Baldur Sigurbaldurs-
son var skipstjóri og eitt
sinn vorum við á Flúnaflóa.
Baldur leyfði okkur að
renna færi og kippa til. Við
höfðum gaman að þessu.
Flann bað okkur að gæta
þess að fá ekki dráttartóg
nótabátanna í skrúfuna því
þá rak við hlið okkar. Þegar
við svo lentum í fiskiríi og
kipptum eitt skiptið gleymd-
um við dráttartaugunum og
fengum þær í skrúfuna.
Þetta var hroðalegt áfall því
að við þurftum að fara í
slipp. Mér leið illa vikum
saman út af þessu. Ekki
kom samt neitt hnjóðsyrði
frá Baldri skipstjóra. Þetta
var atvik sem ég lærði á.
Síðar meir óttaðist ég alltaf
að fá í skrúfuna út á sjó og
kom það reyndar fyrir mig,
en ekki oft.“
Á síldinni
„Ég var á mörgum bátum.
T.d. var ég á síld á Ásúlfi
með Garðari Jónssyni, sem
við kölluðum Garðar rauða.
Hann var úr Króksbænum.
Þetta var skemmtilegt sum-
ar þó lítið fiskaðist. Þarna
voru líka skemmtilegir karl-
ar. Pétur Haraldsson var
meistari, Siggi Helgason og
Pétur Ragnarsson á Öld-
unni. Hinni halti og Geiri
Gau voru þarna líka. Út-
gerðarmaður var Haraldur
Guðmundsson. Geiri Gau
var einu sinni upp í bassa-
skýli og við létum reka í
reiðileysi. Hann hafði aldr-
ei látið svona og við fórum
að athuga málið. Þá kom í
ljós að ég hafði teiknað
mynd af berum kvenmanni
innan í skýlið og hann var að
dást að henni. Hann var
mjög listrænn í hugsun og
hefur haft áhuga á listaverk-
inu.
Við vorum aðallega á
Raufarhöfn og Siglufirði.
Lítið var um peninga hjá
karlgreyinu, honum Har-
aldi, enda fiskaðist lítið.
Eitt sinn fór Guðmundur
vinur minn fellibylur upp á
hótel á Siglufirði til karlsins
og kom með peninga handa
okkur báðum. Ég segi þetta
til þess að benda á að það
var hryggilegt að maður eins
og Guðmundur fellibylur
skyldi ekki hafa orðið
verkalýðsleiðtogi. Hann
hafði til þess alla burði.“
Kjartan er
eiturjaxl
„Ég var bara einu sinni á
vertíð annars staðar en hér,
það var í Vestmannaeyjum.
Ég var hér á ýmsum bátum.
Gylfanum og Guðrúnu
Jónsdóttur með Vigni Jóns-
syni. Ég var á fyrsta Júlíusi
Geirmundssyni á þorskanet-
um og síld. Það var 1967
þegar síldarhrunið varð. Á
Guðrúnu held ég að ég hafi
verið agaður til þess að taka
lífið, eitthvað svona, alvar-
lega. Vignir var hörkusjó-
maður og ég lærði mikið hjá
honum. Hann fór varlega og
það eru bestu sjómennirnir.
Einu sinni mundi maður
sem átti að skálka lestarlúg-
una ekki hvort hann væri
búinn að því. Við vorum
með dekkfarm af síld. Vignir
lét okkur fara út að moka
síldinni frá lúgunni til þess
að fá fullvissu um hvort væri
skálkað eða ekki. Þetta er
sjómennska að mínu áliti.
Eftir síldarárin var ég á
Reyni nafna mínum með
Kjartani Sigmundssyni. Bát-
urinn hafði sokkið tvisvar og
verið hífður upp af hafs-
botni. Við vorum á rækju og
netum. Ég hafði eitthvað
verið með Kjartani áður á
skaki held ég. Kjartan er
hughraustur maður og fram-
úrskarandi taugasterkur.
Hann er sannkallaður eitur-
jaxl. Hann lætur sér ekkert
fyrir brjósti brenna. Við
vorum einu sinni að hífa
rækjutrollið fullt af möl og
grjóti. Þá fórum við í veð-
mál um hvort bóman myndi
þola átakið. Ég fór frammá
með gilsinn og hífði þar. Það
passaði, bóman fór niður.
Kjartan sagði að ég hefði
ekki híft rétt. Þess vegna
hefði hún farið niður.“
Torfi keypti
sjógallann
„Ég var tvisar sinnum
með Torfa Björns á Örn-
inni. Ég var þá þrælblautur
og skil ekki enn hvernig
Torfi gat þolað mig. Ég var
á rækju með honum og þá
voru dagskammtar, 750 kg á
dag. Maður lét sig hafa það
að vera fullur upp á nærri
hvern einasta dag. Ég var
svo kærulaus þá að ég
gleymdi að kaupa á mig sjó-
gallann. Það gekk svo langt
að Torfi var farinn að kaupa
vettlinga fyrir mig og gall-
ann. Það kom fyrir að ég var
að vinna, held ég á spariföt-
unum. Þetta var náttúrlega
dálítið grimmt, en var samt
eitt af því sem maður lærði
hreinlega af.
Torfi er afburðaduglegur
maður eins og allir vita.
Lífsbaráttan var hans leiðar-
ljós. Varðandi dagskammt-
ana þá trúði hann ekkert á
að næsti dagur gæfi sér gull.
Hann er af fátæku fólki
kominn eins og ég. Stundum
ef við fiskuðum vel geymd-
um við næsta dagskammt
ofan í lest. Einu sinni var
hann klagaður fyrir þetta.
Hinrik Guðmundsson var
þá rækjueftirlitsmaður og ég
fékk nærri taugaáfall. Ég
settist bara fram í lúkar því
að karlinn sat á rækjunót
aftur á hekki og undir henni
var næsti dagskammtur af
rækju. En Torfa brá ekki.
Einu sinni áttum við
rækju í lest og það var svo
vitlaust veður að engum datt
í hug að skoða út á Fjörð-
inn. Torfi kallaði mig á sjó-
inn og hélt inn fyrir Arnar-
nes. Inn á Álftafirði héldum
við sjó og létum reka til
skiptis og fórum síðan í land
og lönduðum aflanum. Sjó-
hundur Torfi.“
Með Hirti
stapa
„Ég var líka með Hirti
stapa á Einari litla, um sex
tonna bát. Ég var lengi með
honum. Ég hreinlega man
ekki hve lengi því það var
svo gaman að vera með hon-
um á sjó. Ég var spurður
þegar ég var að byrja með
„Stapanum“ hvort það væri
ekki erfitt að vera með hon-
um. Þetta var fyrsta færa-
sumarið mitt með honum og
karlinn rótfiskaði. Maður-
inn sem spurði að þessu
fannst karlinn kaldranaleg-
ur og hryssinslegur. Ég hef
aldrei kynnst eins blíðlynd-
um manni en samt er hann
hörkutól. Hann var eins og
Vignir og fór varlega á þess-
um litla bát. Hann sótti stíft
og öðrum þótti það glanna-
legt stundum. Hann er af-
burðasjómaður og ég myndi
segja sá besti sem ég hef
verið með.
Þegar ég var með „Stap-
anum" fiskuðum við svo
mikið og þénustan var svo
góð að ég fór fyrst að hugsa
um það, alvarlega, að kaupa
mér bát og gera út. Ég lét
smíða hann fyrir mig í
Stykkishólmi 1971. Kjölur-
inn að honum var lagður 1.
nóvember 1970 á afmælis-
daginn minn. Mér finnst all-
taf betra að kvenkenna skip
og kallaði hana Sæunni eftir
trillu Gests Loftssonar. Mér
finnst líka betra að vera á
kvenmannsnafni heldur en
karlmannsnafni.“
Kapítalisti
„Ég átti Sæunni í sameign
við aðra og stundaði á hcnni
handfæraveiðar og rækju.
Ég átti bátinn í níu ár og það
voru dýrðleg ár. Margir
spáðu því að ég færi á haus-
inn. Þetta var tíu tonna bát-
ur og ekki hafði verið talið
hagkvæmt að smíða bát af
þessari stærð í langan tíma.
Hann hækkaði í verði næst-
um þrefalt á smíðatímanum
og vélin var gölluð. Þetta
hafðist og tókst að borga
hann upp á sex árum.
Ég keypti síðan 18 tonna
bát af Fiskveiðisjóði, nýja
Sæunni. Ókostirnir voru fle-
iri en kostirnir. Hún var í
raun ekki betri bátur en hin
fyrri. Að vísu stærri, með
stærri vél og bar stærri veið-
arfæri. Þess vegna náðist
vikuskammturinn fyrr af
rækjunni, en þá var kominn
vikuskammtur. En þá fór ég
flatur og það var minn eigin
feill. Smátt og smátt rýrnaði
eignarhlutur minn í bátnum
á móti Fiskveiðasjóði. Ég
missti hana ekki samt. Þeg-
ar kvótinn byrjaði fékk ég
30 tonna þorskvóta. Þá var
sængin útbreidd og ég sá að
þá færi ég á hausinn. Ég var
heppinn og gat selt bátinn
haustið áður en kvótinn
kom. Kvótinn er bara til að
skemmta skrattanum. Sumir
segja að manni komi þetta
ekkert við eftir að maður er
kominn í land. Það er mis-
skilningur, því einhverstað-
ar er skrifað að allir Islend-
ingar eigi kvótann. Menn
missa unnvörpum lífsaf-
komu sína í tengslum við þá
er selja kvóta sinn. Ég sá
þetta fyrir. Menn missa
störf út á þetta.“
Harðindi
í Hornvík
„Fyrst á eftir stundaði ég
beitningar og var á færum
með Ella Bjössa á Finn-
birni. Svo var ég að lokum
eitt ár með Stundvís fyrir
Hermann Skúlason og
Benna Överby. Þeir áttu
hann saman þá. Það eru nú
þrjú ár síðan ég hætti til
sjós.
Mér er minnisstætt glópa-
lán við að lenda í fiski. Ég
var alltaf dálítið ævintýr-
gjarn og fór mínar eigin
leiðir. Einu sinni fór ég á
skakinu einn suður á
Breiðafjörð. Fyrsta daginn
fékk ég fimm tonn upp úr
einni lóðningu. Þá komu
hinir bátarnir suður og það
varð ekki meira fiskirí.
Ég var eitt sinn með Giss-
ur hvíta fyrir Tryggva vin
minn eitt haust. Þetta var
mjög óvenjulegt, ég byrjaði
í september og var á skaki
út október. Heimir sonur
Tryggva var með mér. í
október var ég kominn hel-
víti austarlega, um 20 sjm
austur fyrir Horn, austur á
Tungur svokallaðar. Þar
fékk ég fisk en svo brældi
um nóttina. Það spáði
stormi og ég fór á Hornvík-
ina en vegna þess að engin
hæð var yfir Grænlandi trúði
ég því ekki að það gengi eft-
ir. Það gerði aftakavéður og
gekk í norðvestrið sem víkin
er opin fyrir. Ég var með
lórantæki og gat haldið sjó á
víkinni í myrkrinu eftir hon-
um. Ég var búinn að setja
allar keðjur út sem til voru í
bátnum. Hann dró alltaf
akkerið samt. Við héldum
sjó þarna í stórsjó og aftaka-
veðri í þrjá sólarhringa. Ég
vakti allan tímann og það
bara vandist. Stór flutninga-
skip höfðu þá snúið frá
siglingaleiðinni fyrir Horn-
strandir. Ég var að verða
olíulaus og ákvað ef allt um
þryti að keyra upp á Hafnar-
sandinn fyrir botni Hornvík-
ur. Svo hægði aðeins og ég
keyrði á miðja víkina og
henti öllu keðjudrasli í sjó-
inn sem til var um borð og
við fórum báðir að sofa. Síð-
an fengum við ágætt veður
heim þegar við vöknuðum.“
Alltaf Marxisti
„Ég er mjög pólitískur.
Ég kynntist ritum Marxista
mjög ungur, t.d. Maxim
Gorky og Nexö. Þcir voru
engar málpípur Marxista en
sögðu frá lífinu hjá þessum
þjóðum eins og það var. Ég
varð heillaður af þessu og
taldi að möguleikarnir hjá
fátæklingum fælust í Marx-
isma. Ég kalla mig enn
kommúnista. Sumir sem
hafa linast í trúnni kalla sig
sósíalista. Sumir kalla sig
krata og það er þcirra mál.
Þegar ég kynntist þessum
róttæku bókmenntum fyrst,
þá opnaðist mér nýr heimur.
Ég varð mikill bókamaður
eftir það og er vandlátur á
bækur. Ég hef verið eins og
aðrir að leita eftir stóra-
sannleik en ekki fundið
hann frekar en þeir. Ég
reikna með því í dag að
stórisannleikur sé ekki til.
Ef stórisannleikur væri til þá
værum við sjáifsagt ckki til.
Varðandi hrunið fyrir
austan þá höfum við margir
séð þetta fyrir. Þegar ég var
ungur leit ég á Sovétríkin
sem nokkurs konar himna-
ríki og heillaðist af þeim.
Með árunum hefur maður
séð að þar var ekki allt í
lagi. Ég fór til Austur-
Þýskalands 1974 og fór sem
fulltrúi Sjómannafélagsins.
Ég er ritari þess núna og var
það áður á tímum Guð-
mundar Gíslasonar. Ég
reiknaði ekki með að hrunið
yrði þannig að ríkin leystust
upp í einingar. Ég óttast það
að þetta ástand endi með
skelfingu og jafnvel með
styrjöld milli einstakra
ríkja. Það hefur aldrei gerst
í sögunni áður að heilt
heimsveldi hrynji án
blóðsúthellinga. Þetta finnst
mér lýsa miklum styrk,
jafnvel harðlínukommúnist-
anna. Það er ekki stefna
Marxista sem hefur eyðilagt
þessa menn, heldur hafa
mennirnir eyðilagt þessa
stefnu. Líkt hefur kirkjan,
sem alþjóðleg stofnun, eyði-
lagt kristnina víðast hvar.
Þegar Guðmundur Gísla-
son var formaður og ég rit-
ari Sjómannafélagsins, þá
• „Maður lét sig hafa það að vera fullur upp á nærri hvern einasta dag. Ég var svo kærulaus þá að ég gleymdi að kaupa á
mig sjógallann.“