Bæjarins besta - 16.10.1991, Side 9
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 16. október 1991
9
Bæjarfógetinn
í Bolungarvík
Lögtaksúrskurður
Við embætti bæjarfógetans í Bol-
ungarvík hefur verið kveðinn upp svo-
hljóðandi lögtaksúrskurður: Hér með
úrskurðast lögtök fyrir gjaldföllnum en
ógreiddum gjöldum ársins 1991,
álögðum í Bolungarvíkurkaupstað, en
þau eru: Tekjuskattur, útsvar, eignar-
skattur, sérstakur eignarskattur, út-
flutningsráðsgjald, slysatryggingar-
gjald atvinnurekenda, slysatrygging-
argjald vegna heimilisstarfa, kirkju-
garðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð
aldraðra, sérstakur skattur á verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði, iðnlána-
sjóðs- og iðnaðarmálagjald og að-
stöðugjald.
Jafnframt úrskurðast lögtök fyrir
eftirgreindum ógreiddum gjöldum:
Virðisaukaskatti eindöguðum fram til
5. október 1991 ásamt álagi og kröfum
um endurheimtu of hárra endur-
greiðslna, skilafé staðgreiðslu opin-
berra gjalda eindöguðu fram til 15.
september 1991 ásamt álagi, trygg-
ingagjaldi eindöguðu fram til 15. sept-
ember 1991, verðbótum á ógreiddan
tekjuskatt og útsvar, viðbótar- og
aukaálagningu söluskatts, aðflutn-
ingsgj öldum, lögskráningargj öldum,
vitagjöldum, bifreiðagjöldum, álögð-
um þungaskatti af bifreiðum og
þungaskatti samkvæmt ökumælum,
vátryggingagjaldi ökumanna og
skipulagsgjaldi af nýbyggingum.
Lögtök fyrir framangreindum gjöld-
um ásamt dráttarvöxtum og kostnaði
verða látin fara fram án frekari fyrir-
vara á kostnað gjaldenda en á ábyrgð
ríkissjóðs að liðnum 8 dögum frá birt-
ingu auglýsingar þessarar.
Bæjarfógetinn í Bolungarvík
9. október 1991
Jónas Guðmundsson
Áskorun til greiðenda
fasteignagjalda í Bolungarvík
Hér með er skorað á alla þá, sem
ólokið eiga greiðslu 1. til 9. hluta fast-
eignagjalda ársins 1991, sem féllu í
gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl,
1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. sept-
ember og 1. október, að gera full skil nú
þegar. Vakin er athygli á því, að van-
greiðsla á einum hluta gjaldanna, leiðir
til þess, að gjöldin falla öll í gjalddaga.
Óskað verður nauðungaruppboðs á
þeim fasteignum, sem ekki hefur verið
greitt af að fullu innan 30 daga frá birt-
ingu áskorunar þessarar, samkvæmt
heimild í lögum nr. 49, 1951 um sölu
lögveða án undangengins lögtaks.
Bæjarfógetinn í Bolungarvík
9. október 1991
Jónas Guðmundsson.
(safjörður:
Veggtennismeist
ari í heimsókn
— vinsæl íþrótt segir Stefán Dan
Það var hart lagt að sér við lærdóminn.
UM helgina var enskur
veggtennismeistari ■
heimsókn í Stúdíó Dan á
Isafirði. Meistarinn heitir
Michael Gildeslave og er
kennari í veggtennis í
London. Gildeslave kom til
Islands til þess að þjálfa
landsliðið í veggtennis og
kenna Islendingum þessa
íþróttagrein. Þetta er í þriðja
sinn sem hann kemur til
landsins.
Stefán Dan Óskarsson
sagði í viðtali við BB, að
hann hefði fengið Gildeslave
til þess að k'oma hingað
vestur um helgina. Hann
hefur mikinn áhuga á þjóð-
inni og þess vegna var auð-
velt að fá hann vestur. Gilde-
slave stundar fjallahlaup í
frístundum og það er ekki
hefðbundið fjallaklifur,
sagði Stefán Dan.
Stefán sagði, að allt hefði
verið upppantað hjá meist-
aranum, bæði laugardag og
sunnudag. Haldið var smá
mót í tilefni heimsóknarinn-
ar og Gildeslave hélt sýn-
ingu á veggjatennis. Engin
formleg úrslit urðu, en
Hjálmar Björnsson var með
flest stig. Það var geysilegur
fengur að fá Gildeslave
hingað og hefur það aukið
áhuga ísfirðinga á þessarri
íþrótt. Þetta er vaxandi
íþrótt og við höfum einn
veggtennissal, en við
þyrftum tvo sali svo að vel
væri, sagði Stefán að lokum.
-GHj.
Flateyri:
Maraþonsund
Grunnskólans
— syntu 6“l km
Nemendur 10.
bekkjar Grunnskólans
á Flateyri fara í næstu viku í
kynningarferð til Reykja-
víkur. Þar munu þau skoða
framhaldsskóla og ýmsar
stofnanir og fyrirtæki til þess
að fá starfsfræðslu og kynn-
ingu á námsmöguleikum.
Nemendurnir öfluðu fjár til
fararinnar með því að ráðast
í þetta Maraþonsund í Sund-
laug Flateyrar um helgina.
Að sögn Vigfúsar Geir-
dal, skólastjóra Grunnskól-
ans á Flateyri, byrjuðu
krakkarnir á því að safna
áheitum meðal almennings
áður en þau syntu. Þau
fengu mjög góðar undirtekt-
ir og nokkrir skrifuðu sig
fyrir nokkur hundruð krón-
um á hvern syntan kíló-
metra sem þau leggðu að
baki. í 10. bekk eru aðeins
sjö nemendur. A hádegi á
laugardag hófst sundið og
syntu þau, eitt í senn, í 15
mínútur og hvíldust á milli.
Síðan var synt samfleytt í
sólarhring og munu þau
hafa lagt að baki 61 km.
Vigfús sagði að þarna
hefðu verið tveir strákar,
sem greinilega voru mestir
sundmenn og hefði annar
þeirra, Auðunn Gunnar Ei-
ríksson, synt hér unr bil 12
km. Samsvarar það vega-
lengdinni frá Flateyri og út á
Barða. Hinn strákurinn,
Ingimar Jón Kristjánsson,
stóð honum ekki langt að
baki. Vigfús kvað engan
hafa synt undir 7 km og
hefði hver nemandi synt í
þrjá og hálfa klst.
Á Flateyri er mjög góð
nýleg sundlaug. Vigfús
sagði, að því miður hefði
rekstur hennar ekki borið
sig og hefðu verið uppi
áform um að fækka opnun-
ardögum sundlaugarinnar
vegna þess að aðsókn hefur
ekki verið nægjanleg. Ann-
að markmið krakkanna með
Maraþonsundinu var að
vekja athygli Flateyringa og
nágranna á að nýta sér
Þessa aðstöðu sjálfum sér til
heilsubótar, sagði Vigfús að
lokum.
-GHj.
SMÁ
Fundur. Kvenfélagið Brautin heldur opinn fund þann 22. okt. í Veitinga- húsinu Víkurbæ. Allir vel- komnir.
Til sölu er Amstrad CPC 644 tölva. Litskjár og 20 leikir fylgja. Upplýsingar í 0 2264.
Rokkbændur. Bestu þakkir fyrir frábæra skemmtun þann 12. okt. sl. frá íbúum Hlífar.
Skátar. Hittumst við Dyngju nk. laugardag kl. 14. Verkefni: Umhverfi Dyngju o.fl. Vinnufatnaður. Sjáumst. Stjórnin.
Fyrsta umferð í MORFÍS, MÍ gegn MA fer fram I sal grunnskóla fimmtud. 17. okt. kl. 20.30. Allir vel- komnir.
ELSÍ. Hittumst hress föstudagskvöld. Nr. 7.
Til sölu er MMC Galant station '81. Upplýsingar í 0 4016.
Til sölu er Tetler Variant þrekbekkur. Upplýsingar (03553.
Mig vantar lítinn bakara- ofn fyrir lítið eða gefins. Upplýsingar gefur Efrat (á ensku) í 0 4664.
Til sölu er hornsófi 3+2 með borð í horni og 1 stóll. Upplýsingar í 0 6250.
Get tekið börn I pössun. Er með leyfi. Upplýsingar í 0 4572.
Til sölu er Howard skemmtari. Ódýr. Upplýs- ingar í 0 4184.
Til sölu er 2-3ja herb. íbúð 1 norðurenda að Mánagötu 2. Ný standsett. Upplýs- ingar í 0 4175.
Til sölu er Nissan 280 ZX '83 og Nissan 260 Z '74. Upplýsingar í 0 7190.
Óska eftir notuðu og vel með förnu píanói. Upplýs- ingar í 0 3853.
Aðalfundur Átthagafé- lags Sléttuhrepps og nágrennis verður haldinn I kaffistofu íshúsfélagsins 27. okt. kl. 15. Stjórnin.
Til sölu er Alpha Cruiser tjaldvagn. Upplýsingar 1 0 4951 eða 4977.
Tilboð óskast I einbýlis- hús að Sætúni 9, Suður- eyri. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna. Tilboð sendist að Sætúni 9, Suðureyri fyr- ir 15. nóv. nk.
Par með barn óskar eftir 3ja herb. ibúð á ísafirði frá 1. jan. '92. Upplýsingar gefa Gréta og Kjartan í 0 91 -813210 kl. 9-17eða(0 91-37002 e. kl. 18.
Til sölu er lítil 3ja herb. íbúð á besta stað í bænum, gott verð. Upplýs- ingar í 0 4559.
Óske eftir Nintendo leikja- tölvu með byssu. Upplýs- ingar i 0 3073.
Til sölu er svampdýna, 160x200. Uppl.í 0 3847.