Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 23
Ekki er nauðsynlegt að eyða heilum tíma í svona hlustun. A- gætt er að byrja á einhverju öðru viðfangsefni, en enda svo á tón- list. Með þessu móti verður betri stígandi í kennslustundinni — breytt er til þegar nemendur taka að þreytast og horfið að ein- hverju sem er hvíld frá þessu hefðbundna — en um leið mark- viss og gagnleg kennsla, þar sem hægt er að reyna á aðskilda þætti tungumáls svo sem orðaforða og málfræði. Mér reynist farsælast að fram- kvæma svona hlustun á þennan hátt: Eg afhendi nemendum textablaðið með eyðum. Ef kenn- ara sýnist svo getur verið áhuga- vert að ræða eitthvað um lagið, flytjendur, hversu vel nemendur þekkja lagið o.fl. Síðan má gefa nokkrar mínútur svo færi gefist til að lesa textann og eftir atvik- um fylla þá strax inn í þær eyður sem nemendur ráða við. Hér er misjafnt hve vel þeir þekkja lag og texta — ekkert er athugavert við það þótt sumir njóti þess að þekkja betur til lagsins en aðrir. Þá er lagið spilað allt til enda og nemendur hlusta og bæta í eyð- urnar eftir því sem tími og geta leyfir. Þessu næst er spólað til baka og nú er lagið ,,bútað“ nið- ur. Eg spila eina eða tvær línur í einu, geri stutt hlé og nemendur fylla inn það sem enn vantar. Að þessu loknu fer ég svo yfir allt með því að spyrja einn og einn: „Hvað settir þú í þessa eyðu?“ Orðið skrifa ég svo á töfluna og nemendur leiðrétta eftir þörfum. Hér mætti nota tækifærið og æfa yngri nemendur í enska stafróf- inu — Iáta stafa hvert orð um leið og það kemur á töfluna. Ef tími gefst til og lagið er vel fallið til söngs — og hægt að fá hópinn til að opna munninn! — er svo til- valið að spila einu sinni enn og allir syngja með. Á námskeiði fyrir íslenska enskukennara, sem haldið var í Norwich fyrir nokkrum árum lærðum við hvernig nota má söngtexta á annan og ekki síðri hátt. Ég þykist fullviss um að þeir kennarar sem sóttu þetta nám- skeið muni vel kennslustundina þegar við fengumst við „The Rose“, sungið af Bette Midler, með þessari aðferð. Hún kallar, enn frekar en sú sem þegar hefur verið lýst, á að textinn sé nokkuð efnismikill og skipulega ortur, t.d. með endarími. Textinn er prentaður með rúmu línubili og 12 eða 14 punkta letri og prentað- ur út í 10-15 eintökum. Þá er bút- að niður í einstakar línur, helst með pappírsskera og öllum lín- um í textanum stungið í númeruð umslög. Þessi hlustun fer svo þannig fram að nemendur fá af- hent umslag — gott er að tveir eða þrír vinni saman — textalín- unum er raðað á borðið og í fyrstu gefnar 10 mínútur til að reyna að raða einhverju saman, „áður en lagið er spilað. Til að hjálpa nemendum af stað má gefa upp form textans, t.d. þrjú erindi með átta línum í hverju, eins og í „The Rose“. Þá er sjálfsagt að vekja athygli þeirra á endaríminu og enn frem- ur að veita athygli hvort einhverj- ar línur endi á punkti, sem gæti gefið góðar vísbendingar. Þessu næst er lagið leikið og nemendur hlusta en mega ekki raða jafnóðum og þau heyra lag- ið. Með því móti yrði verkefnið of The Rose Some say love it is a river That drowns the tender reed Some say love it is a razor That leaves your soul to bleed Some say love it is a hunger An endless aching need. I say love it is a flower And you it’s only seed. auðvelt og fljótlegt. I þetta skipti skulu félagar í hópnum einungis hlusta og horfa á línurnar, leggja á minnið, en hefjast svo handa jafnskótt og spilun er lokið. Nú má gefa góðan tíma, 10-15 mínút- ur, en að svo búnu skal leika lag- ið að nýju og leyfa þá þeim sem ekki hafa náð öllu réttu að raða jafnóðum. Sem fyrr er sjálfsagt að láta hópinn syngja lagið sam- an þegar allir eru búnir að ná textanum réttum. Hér fer á eftir textinn sem not- aður var í hinni eftirminnilegu kennslustund með Dave Allan í The Bells School í Norwich, 19. júní 1987. Að lokum skal því beint til kennara að vera ófeimnir við að eyða tíma í svona hlustun. Hvetj- ið nemendur til að koma með lög og texta sem þeir þekkja til og telja nothæf. Mikið er til af góðu efni til þessara nota, bæði gömlu og nýju. Flytjendur laga sem við höfum notað í Hagaskóla eru Bítl- arnir, Billy Joel, The Carpenters, Whamdúettinn, Whitney Huston, Madonna, Icy, Natalie Cole, Simp- son fjölskyldan og fleiri. Ingi Viðar Arnason Hagaskóla When the night has been too lonely And the road has been too long And you think that love is only For the lucky and the strong. Just remember in the winter Far beneath the bitter snows Lies the seed that with the sun’s love In the spring becomes the rose. It’s the heart afraid of breaking That never learns to dance It’s the dream afraid of waking That never takes the chance It’s the one who won’t be taken Who cannot seem to give. And the soul afraid of dying That never learns to live. 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.