Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 26
vægastur, heldur málnotkun nemendanna í umfjöllun þeirra um efnið á myndbandinu. Dæmi um umfjöllunarverkefni gætu ver- ið að ákvarða að hve miklu leyti fréttirnar fjalla um fáeina út- valda, hvort þær beinist fremur að fólki en atburðum, hversu mikilvægt það er að hafa horft á fréttirnar daginn áður, hvers vegna einmitt þessi mynd var valin en ekki önnur og hvort fréttirnar gæti hlutleysis. Æfing þessi þjálfar nemendur í hlustun og skilningi um leið og hún er þjálfun í tjáningu. Hún gæti einnig falið í sér lestur, t.d. ef hópunum er falið að leysa eitt- hvert verkefni af blaði eða ef blaðafréttir eru settar fram til samanburðar við sjónvarpsfrétt- ir. Hægt er að nota ýmislegt ann- að eni en sjónvarpsfréttir til að vekja til umhugsunar og ýta und- ir umræður. Umhugsunarefnin eru óþrjótandi. Hér eru nokkur þeirra sem Marion Geddes setti fram á námskeiðinu. — Hvernig eru fréttir valdar? — Hvaða áhrif hefur tónlist? — Hvers vegna var þessi mynd valin? — Af hverju var myndin tekin á þennan hátt? — Hvernig eru konur sýndar í þessum þætti? — Hver eru helstu einkenni ,,sápustykkja“ í sjónvarpinu? — Hvers vegna voru þessar myndir klipptar saman? Hér er sem sagt úr nægu að moða fyrir kennarann sem hefur nógan tíma til að semja sitt eigið kennsluefni, en e.t.v. gæti einnig ýmislegt úr efninu Newsbrief, sem áður hefur verð nefnt, hent- að til slíkrar meðferðar. Að lokum var fjallað um hvern- ig nota mætti myndbönd til að ýta undir aukinn lestur bók- menntaverka. Flestir kennarar kannast eflaust við það að verð- launa nemendur með því að „leyfa þeim að sjá myndina" eftir að þau hafa lesið ákveðna bók og áður en þau fara í prófið úr henni eða skrifa um hana ritgerð. Það má eflaust deila um gildi þessar- ar aðferðar eða hvað við hyggj- umst kenna með því að eyða 80 til 100 mínútum í að horfa á mynd sem nemendur gætu sjálfir fengið á næstu leigu og horft á í þægilegum stól heima hjá sér. Ef við höfðum í huga þá þum- alfingursreglu sem Marion Gedd- es setti fram í upphafi nám- skeiðsins, um að sýna stutta hluta í einu á markvissan og skipulagðan hátt þannig að nem- endur verði virkir og áhugi þeirra haldist, sýnum við ekki alla myndina í einu, heldur valda kafla hverju sinni. Bókin og myndin eiga samleið. Það eykur lesskilning að sjá myndina og er einnig ómetanlegt við að meta bók og mynd sem listform. Stutt- ir hlutar sýndir hverju sinni með verkefnum sem tengjast bókinni geta ýtt undir lestur og haft hvetjandi áhrif á nemendur. Dæmi um verkefni sem unnið er áður en horft er gæti verið: Hvernig myndir þú byrja mynd- ina? Hvernig myndir þú kvik- mynda fyrstu þrjá kaflana? Hvernig eiga sögupersónurnar að Iíta út? Vilt þú hafa allar persón- urnar með? o.s.frv. Á meðan nemendur horfa, er hægt að fá þá til að hlusta eða horfa eftir á- kveðnum atriðum, bera saman myndina og bókina og ræða síð- an muninn. Kennarinn þarf að vera óhræddur við að nota takk- ana, sýna stutta kafla í einu, spóla til baka, sýna án hljóðs, fela myndina og fá nemendur til að geta sér til um myndefnið — í stuttu máli að vera tilbúinn til að tileinka sér þær aðferðir sem frá er sagt í upphafi þessarar grein- ar. Myndbandstækið er sannar- lega til fleiri hluta nytsamlegt en að sýna afþreyingarefni við og við. Það er öflugt og skemmtilegt kennslutæki í höndum þeirra sem með kunna að fara — þ.e. að nota takkana og velja kennsluefn- ið með gagnrýnu hugarfari. Ég veit ég mæli fyrir munn margra þegar ég færi Félagi enskukennara, Endurmenntun Háskóla fslands og Marion Gedd- es bestu þakkir fyrir skemmti- legt, fróðlegt og nytsamlegt nám- skeið. WHAT DID THE MAN SAY TO THE OIL AND VINNEGAR WHEN HE SAW THEM ON THE KITCHEN TABLE? Oh, pardon me, I didn't realize you were dressing! Ásdís Ó. Vatnsdal Menntaskólanuin í Kópavogi

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.