Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 32
Nýjar bækur til tungumálakennslu Eso sí 1 — Lesbók og Vinnubók, er skemmtilegt spænsku- kennsluefni, handa byrjendum. Efnið er talið hæfilegt fyrir tvo fyrstu spænskuáfangana í íslenskum framhaldsskólum. í Lesbókinni er fjölskrúðugt textasafn; samtöl, frásagnir og greinar um landshagi og menningu á spænsku málsvæðunum. Lesbókin geymir einnig æfingar, skrá yfir algengar setningar og orðatiltæki, og spænsk-íslenskan orðalista. í Vinnubókinni eru t.d. framburðar- og hljómfallsæfingar, orða- forðaæfingar, hlustunaræfingar ogverkefni sem þjálfa lesskilning og málfræðiþekkingu; auk ýmiss konar ítarefnis og íslensks- spænsks orðalista. Vandað hlustunareíni íylgir þessu verki. Esó sí 2 kemur út í íslenskri gerð næsta vor. Sigurður Hjartarson íslenskaði efnið. Accent on English 2 — Lesbók og Vinnubók, er eins og nafnið gefur til kynna framhald af Accent on English 1, sem kom út á síðastliðnu ári og fékk góðar viðtökur. Hér er haldið áfram á þeirri leið sem mörkuð var; bókmennta- textar víða að úr hinum enskumælandi heimi, ívið lengri en tíðkast í viðlíka bókum, og fjölbreytileg verkefni sem snerta alla veiga- mestu þætti málanámsins. Hlustunarefni er fáanlegt, sérlega notadrjúgt. Accent on English 3 kemur út á næsta ári. Elísabet Gunnarsdóttir íslenskaði verkið. Sænsk málfræði eftir Sigrúnu Helgadóttur Hallbeck, er hagnýt handbók handa öllum þeim sem stunda sænskunám, hér á landi eða í Svíþjóð. Bókin ber svip handbókar eins og aðrar málfræði- bækur M&M og nýtist því með hvaða kennsluefni sem er. Auk hinnar eiginlegu málfræði er að finna í bókinni stíla og æfingar, og lausnir á hvorutveggja. Bókin hentar jafnt til bekkjarkennslu og sjálfsnáms. Mál og menning Laugavegi 18. Sími 24240 Síðumúla 7-9. Sími 688577

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.